Við skötuhjú vorum frekar þreytt í morgun eftir annasama helgi. Mér er þó kannski minnst vorkunn þar sem ég þurfti ekki að vakna fyrr en 8:30 og slappaði af alla helgina. Lárus keppti hins vegar þrjá æfingaleiki og ferðaðist 8 tíma í rútu milli Svíþjóðar og Danmerkur og vaknaði síðan um 7 til að vera komin í lestina klukkan 8.
Jónsson var semsgt fjarverandi alla helgina sökum körfubolta en mér leiddist þó alls ekki þar sem ég fékk góða heimsókn frá Bjarneyju og Hadda. Haddi var einmitt sjálfur í keppnisferðalagi og fengu þau að krassa á stofugólfinu hjá mér - strax komin góð reynsla á vindsængina og tvöföldu sænginga sem ég fjárfesti í fyrir framtíðarheimsóknir. Það var bara notalegt að hafa þau í heimsókn og ég fór og horfði á fyrsta körfuboltaleikinn minn í vetur - en klárlega ekki þann síðasta :)
Varðandi gengi á æfingamótinu hans Lalla getum við bara sagt að honum hafi gengið ágætlega, síðan er aftur annað mál með gengi liðsins. En þetta var góð reynsla og gott mót til að fá hópinn saman skildist mér á honum. Hann verður síðan bara að blogga sjálfur ef honum finnst ég rangtúlka staðreyndir :)
Vinnan hjá Lalla gengur vel og það er sko nóg að gera alltaf - ekki slegið slöku við hjá mr. Money Maker - yfirmanninum hans. Skólinn minn gengur líka vel. Ég þarf bráðlega að fara að velja mér efni í lokaritgerðirnar mínar tvær sem allt stendur og fellur með á þessari önn. Ég er opin fyrir öllum hugmyndum þar sem efnið er frjálst og hugurinn minn fer ekki nema í þúsund hringi á hverjum degi með þetta! Eina kríterían er að önnur þarf að tengjast The knowledge society og hin þarf að tengjast The learning individual... Já látið ykkur nú detta eitthvað sniðugt í hug :)
Jónsson var semsgt fjarverandi alla helgina sökum körfubolta en mér leiddist þó alls ekki þar sem ég fékk góða heimsókn frá Bjarneyju og Hadda. Haddi var einmitt sjálfur í keppnisferðalagi og fengu þau að krassa á stofugólfinu hjá mér - strax komin góð reynsla á vindsængina og tvöföldu sænginga sem ég fjárfesti í fyrir framtíðarheimsóknir. Það var bara notalegt að hafa þau í heimsókn og ég fór og horfði á fyrsta körfuboltaleikinn minn í vetur - en klárlega ekki þann síðasta :)
Varðandi gengi á æfingamótinu hans Lalla getum við bara sagt að honum hafi gengið ágætlega, síðan er aftur annað mál með gengi liðsins. En þetta var góð reynsla og gott mót til að fá hópinn saman skildist mér á honum. Hann verður síðan bara að blogga sjálfur ef honum finnst ég rangtúlka staðreyndir :)
Vinnan hjá Lalla gengur vel og það er sko nóg að gera alltaf - ekki slegið slöku við hjá mr. Money Maker - yfirmanninum hans. Skólinn minn gengur líka vel. Ég þarf bráðlega að fara að velja mér efni í lokaritgerðirnar mínar tvær sem allt stendur og fellur með á þessari önn. Ég er opin fyrir öllum hugmyndum þar sem efnið er frjálst og hugurinn minn fer ekki nema í þúsund hringi á hverjum degi með þetta! Eina kríterían er að önnur þarf að tengjast The knowledge society og hin þarf að tengjast The learning individual... Já látið ykkur nú detta eitthvað sniðugt í hug :)
Set inn nokkrar myndir hérna fyrir þá sem lifa ekki á 21. öldinni og eru þar af leiðandi ekki með Facebook (sem er reyndar algjör tímaþjófur og alls ekki holl afþreyging - mæli ekki með að fólk fái sér aðgang).
http://www.picasaweb.google.com/evahardar
Ást og kossar
4 comments:
Vá segðu - facebook er tímaþjófur dauðans! Stundum spyr ég mig hvort að það sé ekki örugglega allt í lagi með mig - hvernig er hægt að detta svona inn í þetta ?? Kannski bara ódrepandi forvitni ??? Ja maður spyr sig...
Gott að heyra að allt gangi vel, og þið hafið nóg að gera. Ég treysti því að þú farir í nógu marga hringi með hvað þú viljir skrifa um, svo ég ætla að taka mjög meðvitaða ákvörðun og ætla ekki að koma með fleiri hugmyndir til að þú farir í 1000 hringi til viðbótar :)
Hafið það gott elskurnar :*
Kveðja úr Kef, Vala
P.s. Geggjaðar myndirnar af ykkur á facebook frá Hildi Maríu (ég lifi sko á 21.öldinni) ;)
Takk aftur fyrir okkur elsku Eva!
Já og við getum sko 100% mælt með vindsænginni, tvöföldu sænginni, morgunmatnum, kvöldmatnum, dekrinu og spjallinu á 5* hótelinu hjá Evu og Lalla :)
KV. Bjarney og Haddi
Ohhh takk sömuleiðis fyrir komuna elskurnar - bara næs að fá ykkur í heimsókn!!
Hehehe já Vala ég enda á einhverri ákvörðun á endanum og finnst þér ekki Hildur mín soldið klár - ég er svo montin af henni. Þetta eru alveg æðislegar fjölskyldumyndir!!
Ég spyr mig oft að því hvernig ég geti mögulega eitt svona miklum tíma á Facebook :/
En æðislegt að vera búin að lesa svona góð meðmæli með ykkur, ég íhuga sko ekki að fara á hótel þegar ég kem í heimsókn :)
Kv, Guðrún
Post a Comment