Saturday, September 06, 2008

Kósý kvöld í kvöld...


Sitjum núna í rólegheitum í sófanum að horfa á Noregur - Ísland... Döfuls!! Noregur voru að komast yfir!!
Vorum að koma af frekar kósý veitingastað sem heitir Toves have eða garðurinn hennar Tove. Tove Ditlevsen er/var (dó 1976) einn frægasti rithöfundur Dana og heita bæði skólar og verslunarmiðstöðvar í höfuðið á henni núna. Í Toves Have er boðið upp á ekta danskan mömmu-mat með bernessósu og huggulegheitum.
Lárus spilaði fyrsta æfingarleikinn í dag og komst að sjálfsögðu í byrjunarliðið. Þeir unnu leikinn með 30 stigum og voru bara nokkuð sáttir. Ég hélt smá partý fyrir bekkinn minn í gærkvöldi þar sem við hittumst yfir nokkrum drykkjum áður en við fórum á Vega til að dansa smávegis. Gærkvöldið var hin mesta skemmtun hjá okkur báðum þar sem Lalli fór á svokallað karlakvöld sem er haldið reglulega hérna af nokkrum afar hressum strákum. Þar var mikið sungið, borðað og spilað á gítar....nýjasta updeit af leiknum: Við erum búin að jafna!

Vinnan hjá Lalla gengur svona líka vel. Yfirmaðurinn hans er frekar fyndinn gaur. Þvílíkt ríkur og vinnur eins og geðsjúklingur... Lalli sagði í dag að hann héldi að hann væri einn mesti kapitalisti Danmerkur. Hann er engu að síður að fíla sig vel í vinnunni og fær nóg að gera og nóga ábyrgð. Þeir fóru saman í vikunni að skoða snekkjuna hans (yfirmaðurinn á semsagt snekkju) og nú bíðum við Lalli spennt eftir að vera boðið í snekkjuna einn daginn. Lalli keyrir síðan um á 350 hestafla Benz jeppa í vinnuni og fékk þau vinsamlegu skilaboð frá yfirmanninum að hafa báðar hendur á stýri - þar sem síðasti aðstoðarmaður hans klessukeyrði bílinn tvisvar...

Allt gott að frétta og myndir eru væntanlegar bráðum fyrir fjölskyldumeðlimi og vini sem bíða í ofvæni. Við erum bara eitthvað ægilega löt við að taka myndir. Skóli, vinna og karfa taka allan okkar tíma núna en við bætum úr því bráðlega. Læt tvær myndir af okkur fylgja með - svona til að þið munið hvernig við lítum út.
Ég með nýja Indverska skrautið mitt - fékk fullt af ótrúlega fallegu svona andlits- og handarskrauti gefins frá Tariku vinkonu minni.

Lalli að chilla fyrir framan sjónvarpið í stofunni.








4 comments:

Anonymous said...

gott að heyra af ykkur ;) ég kíki hér inn allavegana einu sinni á dag og oftar á frídögum eins og í dag! Hér er bara allt við það sama, :) Haldið áfram að hafa það svona ofboðslega gott og gangi ykkur vel, knús í krús yfir hafið,
Elfa

Lalli og Eva said...

Gott að fá komment Elfa :) Sakna ykkar fullt fullt fullt. Takk fyrir knúsið og það fer til baka yfir hafið aftur til ykkar.

Eruði með SKYPE?? Eiginlega möst til að spjalla svona á kvöldin og um helgar - alveg fríkeypis!!

Anonymous said...

glæsilegt hjá Lalla að komast í byrjunarliðið - hlakka til að kíkja á leik hjá honum, vonandi í VIP sæti :) hhehhe

Verður gaman að hitta þig næstu helgi :)

kv. Bjarney

Lalli og Eva said...

Hehehe já ég ætla rétt að vona að það við verðum á hvítu sessunum :) Bestu kveðjur til Odense.