og hér er ekkert sérstakt helgarstuð í gangi! Hvernig getur þetta verið? Kannski dagarnir fari bara allir á flakk í höfðinu á manni þegar það er ekki vinna eða skóli frá 9-5. Meira svona læra alltaf alla daga þegar maður getur.
Ég er reyndar komin á nokkuð gott flug í skólanum og gæti jafnvel þurft að viðurkenna að vera komin "á undan" í lestri ef það er hægt að tala um svoleiðis. Já keppnisskapið lætur nú kræla á sér öðru hverju. En annars snýst þetta nú aðallega um lokaverkefnin og ég hef nógan tíma til að hugsa um þau. Lárus er nú samviskusamlega byrjaður á MA ritgerðinni sinni eftir langa og frekar spaugilega ferð í Norðurbrú til að sækja heimildir. Lalli hafði semsagt skrifað staðsetningu bókarinnar (æ þið vitið svona bókasafns númer PP. 77.03 eða eitthvað álíka) sem hann leitaði að og þegar við komuna á bókasafnið (sem var í stærra lagi) ákvað hann að leita strax aðstoðar og spurði bókasafnsfræðinginn (sem var ekta dönsk kona í víðu pilsi og með hvítt hár) hvar þessa bók væri að finna. Konan leit á miðann, brosti hálf skringilega og bað okkur um að fylgja sér. Við eltum konuna eins og hlýðin og góð börn og komum síðan að hillunni þar sem bókin átti að vera staðsett. Konan benti á hillu fulla af bókum um kynlíf, kynlífsleiki og kynlífsdót og sagði: Já þið finnið hana semsagt örugglega hérna og svo flýtti sér burt og brosti góðlátlega til okkar.
Við stóðum hins vegar fyrir framan hilluna, horfðum síðan á hvort annað og ypptum öxlum. Ég spurði Lalla til öryggis hvort hann væri ekki örugglega að fara að skrifa um íþróttir og þróunarmál?? Eftir mikla leit í kynlífsbókarhillunni þá ákváðum við að fara aftur og leita ráða. Þá kom í ljós að Lalli hafði skrifað DP sem mátti allt eins taka sem PP og konan las sem slíka skamstöfun. PP á dönskum bókasöfnun stendur semsagt fyrir bækur um kynlíf - og þá vitið þið það!
Ég sagði nú ekkert frá því í síðasta bloggi, til að eyðileggja ekki stemminguna, en ég brann líka þessi ósköp í ljósalampa sem ég fór í eftir gufuna og spa-ið. Hver fer eiginlega í ljós núna á þessari vel upplýstu öld? Hmmm ég allavega og það í fyrsta skiptið í ca 7 ár (fór síðast í þeim tilgangi að verða brún og stöðluð fyrir fegurðarsamkeppni suðurlands). Núna eru meira að segja fegurðardrottningar hættar að fara í ljós - en það stoppaði mig nú ekki. Ég get varla verið í fötum svo brunnin er ég en þetta hefur skapað ómælda kátínu hérna á heimilinu því ég er rooosalega flekkótt og mjög hlægileg á að líta.
Já það er vert þess að reyna að sjá spaugilegu hliðarnar á hversdagslífinu þegar mjólkurlíterinn kostar okkur rúman 400 kall og allt annað er í samræmi við það. Downloadaði Dont worry, be happy með Bob Marley og ætla að hlusta á það á rípít í allt kvöld.
6 comments:
Hahahaha hversu mikil tilviljun er það að þetta hafi vísað ykkur á kynlífsbækur, það er nú kannski hægt að líta á það sem íþrótt :)
Er þá ekki bara vatn út á Cheerios núna... ég tók allavega kreppuna það alvarlega að ég keypti mér í fyrsta lagi föt í Hagkaup áðan og í öðru lagi úr barnadeildinni þar ;) sparaði mér 3.000 kr. á því!
Kv, Guðrún
Hahaha já óbrigðult sparnaðarráð Guðrún, barnafötin í Hagkaup eru klassísk :) Jú það er bara vatn á serjós. Eina góða við dýrtíðina hér er að rauðvínið og bjórinn er ódýrara heldur en gos, mjólk eða djús.
Þið getið kannski splæst í þurrmjólk á tyllidögum. Og niðursoðið kjöt.
Mitt kreppuráð er að baka sjálf brauð og svo er ég að spá í að spretta upp jakka sem ég á og sauma annan eins eftir honum.
Var að senda þér myndir á hotmailið Eva :)
Kv,
Guðrún
Fyndið, við vorum einmitt að tala um ljósabekkjanotkun í Danmörku um daginn...
Ætli það sé ekki hægt að líta á þetta jákvætt og segja að þú sért að aðlagast danskri menningu... :)
Bjarney :)
Hahaha já nákvæmlega!! Ég er bara að reyna að "fitta" inn :)
Post a Comment