Tuesday, September 09, 2008

Frá útlandinu

Er allt fínt að frétta - þetta helst þó:

Ég fór á dönskunámskeið í skólanum. Svokallaðan crash course og kann núna að segja Jeg hedder Eva og jeg er fra Island.

Kennarinn á dönskunámskeiðinu gerði óspart grín að Íslendingum og tilkynnti hátt og snjallt (með ómældri kaldhæðni) að það væri ótrúlegt að Íslendingar væru svo menningarlegir að eiga meira að segja sinfóníu og dansflokk og svo lét hann alla í bekknum klappa fyrir mér og fannst hann ótrúlega sniðugur. Þá bætti Alex (stelpa frá Svartfjallalandi) við að Íslendingar hefðu líka unnið Dani í handbolta og þá hætti hann að hlægja. Hann gerði eina tilraun enn til að gera lítið úr Íslandi með því að nefna hversu heimskuleg stefna væri við lýði á Íslandi að búa til íslensk orð fyrir allt og ekkert og nefndi dæmi sínu til stuðning orðið pocket disco (vasadiskó auðvitað - en ekki hvað??) sem væri í öllum öðrum löndum walk man (sem kemst ekki í hálfkvisti við vasadiskó). Krökkunum fannst pocket disco miklu betra orð og nú er engin með ipod í bekknum mínum heldur ganga allir með pocket disco :)

Lalli er að fara að keppa í Svíþjóð um helgina. Nú verða æfingaleikir hjá honum allar helgar fram að móti. Mikill metnaður og spenna í gangi í liðinu held ég. Ég er orðin mjög spennt að kíkja á leik og hlakka mikið til að sjá hvort ég fái ekki VIP sæti í höllinni. Lalli vinnur líka eins og versti íslendingur (en ekki Dani) sem á vonandi eftir að sjá okkur fyrir salti í grautinn næstu mánuðina.

Höfum aðeins verið að velta fyrir okkur jólunum - hvar og hvernig - en það kemur nú allt betur í ljós þegar nær dregur og við sjáum betur hvernig gengur með ritgerð, vinnu, bikarkeppni og fleiri þætti sem allir hafa áhrif á ferðalög, fjárráð og svo framvegis.

Þangað til næst...






10 comments:

Anonymous said...

Það er nú alveg óþarfi að vera að strá salti í sárið með því að vera alltaf að tala um að koma kanski ekki um jólin. Tölum ara ekki um þetta!!
Knús mamma

Lalli og Eva said...

Knús til baka mamma! Allt óráðið ennþá manstu. Tölum saman í kvöld á Skype :)

Anonymous said...

Þið eruð æði :) Það er yndislegt að vera í útlöndum yfir jólin... mæli með því... en aftur á móti verður yndislegt að vera á Íslandi 12. des ;) Mæli líka með því! :D hehehe
Kv, Guðrún

btw.. er komin með nýtt Skype og búin að adda ykkur

ingarun said...

Mer finnst ad thid eigid ad vera i Køben yfir jolin, tha getum vid øll sem verdum her i Køben rølt nidur Strikid a Thorlaksmessukvøld i stadinn fyrir Laugaveginn :)

Anonymous said...

Góð Eva í dönskunni - Jeg hedder Eva :)

Og nákvæmlega - við getum alltaf stungið upp í þá að við séum betri í handbolta en þeir! Svo er ísl-danmörk í körfu á morgun - vonandi vinnum við það bara líka :)

KV. Bjarney

Lalli og Eva said...

Þú ert alveg að selja mér þetta Inga!! Hljómar freeekar vel að rölta strikið á þorláksmessukvöld - sé fyrir mér jólaljós og kósýheit.

Guðrún: Engar áhyggjur 12. er frátekinn! Glæsilegt með skype-ið ég heyri í þér fljótlega þá.

Bjarney: Já heldur betur tökum við það líka og úff hvað ég á eftir að geta lifað á þessu með handboltann lengi held ég ;)

Anonymous said...

Ég verð að vera ósammála, ég held að jólin séu best heima innan um fjölskyldu og vini en ekki í nærlægu landi. Vonandi hafið þið það sem best úti.

ps við unnum Danakvikindin í kvöld í körfu líka

kv FÓ

Lalli og Eva said...

Hehe já þetta kemur allt saman betur í ljós þegar nær dregur. Við söknum nú einmitt þeirra sem eru heima fyrir soldið mikið svo við eigum smá bágt með þetta líka.

Við fylgdumst með leiknum mjög spennt hérna í sófanum heima og voru ekkert lítið glöð með ykkur!! Frábær leikur :)

Jonas og lísa said...

Hej

Ég læt heyra í mér e-h daginn þegar ég sé fram úr íbúðaveseninu á okkur, læt þig standa við kaffibollan.

kv.Jónas

Lalli og Eva said...

get hæglega staðið við hann og jafnvel bætt einum öl við ef það er stemming fyrir því??? Njeee eruð þið nokkuð þannig fólk... sem drekkur bjór það er að segja?? Nei hélt ekki!

En já frábært bjallið í mig!! Hlakka til að sjá ykkur.