Tíminn flýgur og þessi vika markar "alvöru lífsins" hjá okkur skötuhjúum hérna í Danaveldi.
Ég fór í fyrsta eiginlega tímann minn í gær og lærði heilmargt um the learning individual in a Lifelong perspective. Ég verð í skólanum þrisvar í viku og í study groups þar á milli. Allt námiðá þessari önn miðast við tvö lokaverkefni sem felst í tveimur nokkuð stórum ritgerðum (64.000 orð) í sitt hvoru faginu. Ég fæ leiðbeinanda með hvorri ritgerð fyrir sig - sem mér finnst algjör lúxus by the way. Skiladagur er 2. janúar og síðan þarf ég að verja þær 23. og 24. janúar. Þetta virkar allt hálf öfugsnúið finnst mér þar sem ég á að vera í skólanum til 15. desember (fer í stutt próf þá) og fæ síðan frí allan janúar nánast.
Lalli fór í VINNUNA í morgun. Já hann "negldi einn feitann" (svo maður vitni nú í Ásdísi Rán). Spurning hvort ég verði jafn vinsæl körfuboltafrú og hún fótboltafrú? Ég gæti nú unnið eitthvað í þessu - eða hvað finnst ykkur? (þetta blogg hennar er sko næstum uppáhalds bloggið okkar Lalla - dæmi nú hver fyrir sig).
Uuu já aftur að alvöru lífsins - þá bauðst Lárusi semsagt vinna hjá liðinu og byrjaði í morgun. Starfið felur í sér að sjá um allt sem snýr að liðinu þegar kemur að leikjum, starfsfólki, sölu á varningi og svo framvegis. Hann á semsagt að halda utan um umgjörðina fyrir liðið út á við. Ég er æsispennt að heyra hvernig fyrsti dagurinn í vinnunni hjá honum lukkaðist en mér heyrðist á honum í gær að hann fengi eigin skrifstofu og fartölvu sem er nú heldur betur fullorðins á okkar mælikvarða :)
Annars höfum við alveg haft tíma líka í að kanna hverfið, rölta um í góða veðrinu og njóta þess að vera í pínu útlanda gír. Um helgina var 25 stiga hiti og sunshine og við spottuðum fullt af góðum veitingarstöðum, búðum og börum til að bjóða vinum og fjölskyldu á (eða láta þau bjóða okkur á) þegar þau koma í heimsókn. Við chilluðum líka í Íslendinga-garðinum hjá Hildi og Ágústi og grilluðum síðan BBQ rif og kjúlla um kvöldið. Já þetta líf er ekki eintóm vinna og skóli - líka huggulegheit að hætti dana.
Síðan er von á tölvunni okkar á morgun svo þið getið öll andað léttar ;) Ragga og Stebbi eru á ferðinni og ætla að vera svo yndisleg að taka hana með. Þau eru að fara á REM tónleika hérna í Parken og það er ekki laust við að okkur langi pínu pons... sjáum til hvað vísa skvísa segir við mig á eftir þegar ég fer að taka út.
Hafið það annars bara öll huggulegt og eigiði góða viku!!
5 comments:
Velkomin í heim fullorðinna Lalli! ;) Mér líst síðan ekkert á próf 15. des :( Ég sem var að setja boðskortið ykkar í prentun í dag!
Kv,Guðrún
Hmmmm við eigum aðeins eftir að ræða það og hugsa betur þetta próf!!! Tala við þig snúllan mín. Ég vil fá boðskort by the way - útilokum ekki neitt!!
Ójáaaaaa...... Til í köbenkaffihitting eftir skóla í næstu viku... heyri í þér måske på mandag...ikke??????
gvuðððð ég heiti verulega ekki GUðmundur....
svona til að allt fari ekki í vitlausu... Ása Ninna mun mitt nafn vera og er ég að sum sé í tölvunni hans Guðmundar sem er sambýlismaður minn og elskhugi..;0) ...
híí heyri íþér skvís.....!!
Já verðum í bandi sæta mín!!! knús
Post a Comment