Já það verður mikið að gera í næstu viku hjá okkur skötuhjúum. Lárus er á fullu að undirbúa fyrsta leik tímabilsins sem er á móti Bakken Bears nk. laugardag. Æfingaleikurinn á móti Grindavík tapaðist því miður með 4 stigum en auðvitað fannst mér Sisu þrátt fyrir tapið betra liðið. Sisu spilaði mjög fínan körfubolta og Lalli átti góðan leik. Þeir voru hins vegar ekki með fullskipað lið þar sem þá vantaði einn kana, einn Serba og einn Litháa sem koma allt til með að verða lykilmenn í liðinu að Lalla sögn. Þeir voru ekki komnir með leikheimild og verða líklegast ekki heldur með á móti Bakken. Leyfi, reddingar og skriffinska gengur aðeins hægar fyrir sér hér í landi heldur en á Íslandi!
Þannig að útlitið er bjart og við vonumst auðvitað bara til að Sisu skipi sér í raðir bestu liða Danmerkur í vetur!
Ég er síðan á fullu að vinna að tillögu um nýtt skipulag Hveragerðisbæjar. Er í góðum félagsskap í þessari vinnu þar sem Tinna Ottesen hönnuður (tinnaottesen.blogspot.com) og Haukur Þórðarson arkitekt vinna hana með mér - eða ég með þeim öllu heldur ;) Mjög spennandi verkefni og ég hef fulla trú á að við getum komið með margar skemmtilegar, skynsamlegar og spennandi hugmyndir fyrir nýjan miðbæ í Hveragerði.
Annars er það skólinn og allt á fullu þar. Ritgerðarskrif eru að komast í góðan farveg vona ég þar sem ég hitti leiðbeinendurnar í næstu viku. Er komin með góða hugmynd að efni en það er svo sem alltaf breytilegt og á eflaust eftir að mótast eftir fyrsta fundinn við leiðbeinendur - til þess eru þeir nú :)
Krónan er náttúrlega komin í 19 og það kostar hreinlega peninga að draga andann hérna á meðan við lifum ennþá á íslenskum peningum. Hvílík dýrðarstund sem það verður þegar við fáum fyrsta launaumslagið í dönskum krónum!! En á meðan lífið er svona ljúft og hitinn ennþá 18 gráður 28. september þá er varla yfir neinu að kvarta er það?
Kossar og knús frá Köben
ps. mér finnst pínu leim að biðja um kvitt í commentakerfið en það er samt alltaf voða gaman að sjá hverjir eru að lesa ;)
pps. Set inn nýjar myndir eftir "to sekunder" eins og danir segja...
3 comments:
Hæ, ég verð að kvitta fyrir mig - ótrúlega gaman að fylgjast með ykkur þannig að haldið áfram að vera svona dugleg að skrifa! :) Ég er rosa spennt að heyra hvaða rannsóknarefni þú velur...
Gangi ykkur vel með tillöguna fyrir Hveragerðisbæ - hvað ert þú ekki að gera Eva! ;)
Kkv, Magga (rlbu)
ég kíki nú alltaf amk einu sinni í viku.... busy busy.is
bestu kveðjur og kossar af Holtsgötunni MUS
ég kíki sko á hverjum degi :)
svo gaman að lesa um rómantíska lífið í köben :) hehe
nákvæmlega.... í hverju ertu ekki :)
Knús Valgý
Post a Comment