Wednesday, August 29, 2007

Myndir

Fleiri myndir á flickr slóðin er hérna
http://www.flickr.com/photos/7150774@N06/


Annars gleymdi ég að segja frá því að síðasta kvöldið okkar í Iguazú fórum við í spilavíti og við Lalli veðjuðum fyrir 30 US $ en unnum 500 US $ í rúllettu!! Frekar fyndin sjón þar sem við kunnum hvorugt nokkuð á spilavíti og höfðum enga hugmynd um neitt - hvorki hvað mikið við vorum að veðja á eða hversu mikið við höfðum unnið. Starfsfólkið var farið að fylgjast með okkur við vorum svo miklar gelgjur inni á þessum stað. En frekar næs að græða svona óvænt. Ég var sjóðheit og vann þrisvar í röð á tölurnar 4, 8 og 15. Fyrstu tvær eru pjúra happatölurnar mínar og ég nota þær í allt. Síðasta er afmælisdagurinn hennar Heru Sifjar svo ég skulda henni eiginlega 100 dollara sem ég vann út á töluna hennar ;)

Tuesday, August 28, 2007

Nokkrar myndir

Trukkurinn sem fór með okkur á sömu slóðir og Tren a las nubes

Punte del Inca - ótrúlega falleg brú síðan á Incatímum
Ég og Guðrún í Andesfjöllunum í einstaklega fallegum poncho-um

Útsýnið yfir Andesfjöllin - þarna var kirkjugarður sem var upphaflega kirkjugarður Incanna enda snúa allar grafir í átt til sólar. Síðan blandaðist kaþólsk trú við og nú er búið að setja lítinn kross á alla leggsteinana.


Lalli á fullri ferð í Andesfjöllunum

Við Guðrún fyrir framan Casa Rosada sem er fyrrverandi forsetabústaðurinn. Þarna stóð Eva Perón á svölunum og hélt ræður fyrir fólkið í Buenos Aires.



Borgarmerki Buenos Aires



Félagar á kirkjutröppum í Salta...



Við í vínsmökkun í Mendoza á einni stærstu og frægustu vínekru og vínverksmiðju í Mendoza.



Komin í ferð dauðans í Mendoza, keðjur á rútuna og upp í snjóinn. Það var mjög tilkomumikið að sjá Incabrúnna þrátt fyrir endalausan kulda.



Ferðasagan og myndir

Jæja gott fólk. Ég kem mér reglulega í bloggklípu. Hún felst í því að ég blogga ekki í lengri tíma sökum anna eða leti og þegar ég loksins kem mér í það vex mér verkið í augum... En ég ætla samt að reyna að segja frá í ekki of löngu eða leiðinlegu máli hvað á daga okkar hefur drifið síðan ég lét síðast heyra frá okkur.

Ferðin til Salta var algjörlega frábær. Við fórum með jeppa upp í fjöllin fyrir ofan Salta og ferðuðumst þá leið sem Tren a las nubes fór áður en hún hætti að ganga. Lestin til skýjanna eða Tren a las nubes er lest sem var byggð á árunum 1921 - 1927. Hún var upphaflega byggð til að ferja málma úr námum frá Chile yfir til Argentínu. Þegar byggingu lauk voru hins vegar námurnar tómar og því ákveðið að nýta lestina fyrir ferðamenn. Leiðin liggur að mestum hluta ca 4000 metrum yfir sjávarmáli sem er frekar þunnt loft eins og við fengum að kynnast. Í ferðinni heimsóttum við lítil þorp þar sem fólkið vinnur fyrir sér með lamadýraræktun og vefnaði. Við sáum líka mjög flottar og stórar frumbyggjarústir sem eru síðan fyrir tíma Inkanna. Sáum kirkjugarða þar sem trú Inkanna og kaþólska trúin höfðu blandast skemmtilega saman og margt fleira. Aðallega var þó útsýnið stórfenglegt og bílarnir buðu upp á að opnast alveg í toppinn þannig að hægt var að standa upp úr þakinu og fylgjast með fjallafegurðinni. Strákarnir stóðu mun lengur upp úr þakinu en við stelpurnar enda lét frostið og kuldinn alveg finna fyrir sér í þessari hæð.

Flugum tveimur dögum seinna (sem er alltof stuttur tími til að vera í Salta) aftur til Buenos Aires og fórum með Guðrúnu og Viðari á eitt flottasta tangóshow borgarinnar. Eftir stutt stopp í borginni var pakkað enn og aftur ofan í töskur og í þetta skiptið var flíspeysan alveg látin vera og bikini og stuttbuxur efst í töskunni. Klukkutímaflug til Iguazú leiddi okkur inn í einn fallegasta þjóðgarð sem fyrirfinnst. Iguazú fossarnir eru staðsettir í þjóðgarði sem liggur á landamærum Argentínu og Brasilíu. Við eyddum tveimur dögum á þessum stórfenglega stað þar sem náttúran sýnir og það og sannar hvers megnug hún er. Um það bil 75% af fossunum liggur Argentínu megin og 25% Brasilíu megin. Við heimsóttum báðar hliðar sem hafa hvor fyrir sig mikið aðdráttarafl. Ef ég yrði að velja á milli þeirra myndi ég að sjálfsögðu velja Argentínu ;) Það er þó ekki bara Argentínustoltið sem hefur áhrif á heldur er upplifunin meiri og sterkari Argentínumegin þar sem við fórum í bátsferð undir fossana og sigldum um strendurnar sem myndast við fossana, við lögðum bátnum við strönd og löbbuðum upp í jeppa sem keyrðu okkur síðan um Amazon frumskóginn. Allt þetta var algjörlega toppurinn á ferðalaginu og því vel við hæfi að enda þar.

Nokkrum flugubitum og sólargeislum síðar flugum við aftur til BA og eyddum helginni þar í að borða góðan mat, skoða helstu túristastaðinu og skemmta okkur með Guðrúnu og Viðari. Þau voru að fara rétt í þessu og ekki laust við að það sé hálf tómlegt í íbúðinni okkar núna. Það var algjört ævintýri að fá þau með okkur í ferðalagið og gerði upplifunina ennþá betri - að geta deilt henni með vinum sínum það er að segja.

Núna tekur við síðasta vikan okkar hérna í borginni - akkúrat þegar farið er að vora og mannlífið að byrja að blómstra. Við ætlum að njóta síðustu daganna í botn áður en við komum aftur heim í real life. Þangað til næst...

Kossar og knús - myndir væntanlegar (nú verð ég bara að fara að klæða mig og drífa mig út að borða)

Sunday, August 19, 2007

llegamos en salta

Jaeja ta erum vid lent i Salta eftir 18 tima rutuferdalag. Tad var klarlega ekki jafn slaemt og tad hljomar tar sem lalli fekk ser til daemis kampavin eftir kvoldmatinn og strakarnir torgudu heilli verdlaunaraudvin eftir morgunmatinn. Thetta leid allavega mjog hratt og eg personulega svaf i ca 10 tima um nottina sem er alls ekki algengt hja mer!!

Salta er ekki kollud "Salta la linda" fyrir ekki neitt (tyding salta hin fallega). Borgin er stutfull af afar fallegum kirkjum, husum og byggingum og vid vorum naestum stoppud af hermonnum tegar vid reyndum ad fara inn i utanrikisraduneytid - heldum ad husid vaeri einhverskonar safn...

Erum a leidinni i 16 tima ferdalag klukkan half sex i fyrramalid ad skoda saltslettur og incarustir. Mjog spennandi og tess vegna verdur tetta laugardagskvold tekid snemma og farid i hattinn um 1 leytid... Eg er ordin nokkud god i a snua solahringnum vid a Argentiskan hatt og verd til daemis ekki svong fyrr en um 11 leytid nuna :)

Ollum heilsast vel thratt fyrir kakkalakkapizzuna hennar gudrunar - sem betur fer nadi Vidar ad oskra: Haettu ad borda!!! adur en gudrun hesthusadi pizzasneidinni godu med daudum kakkalakka a bakinu a..... JAMMI

Besos y abrazos!!

Saturday, August 18, 2007

Loksins blogg

Ferdasagan hingad til:

-gudrun og vidar misstu af fluginu til Buenos Aires og festust i ruman solahring i Miami
-lagt af stad til Mendoza
-leigubíllinn á leidinni inn í borgina vard bensinlaus og strakarnir yttu bilnum a naestu bensinstod
-smokkudum fullt af godu raudvini og skodudum vinekrur og verksmidjur
-voknudum uber snemma til ad fara i ferd upp i andes fjollin
-urdum naestum vedurtept tad snjoadi svo mikid...
-rutan sett a kedjur og haldid afram ;)
-helsta attraction ferdarinnar var "playing with the snow" (okkur fannst tad ekki svo spennandi)
-saum inca brunna, lamadyr og albatros fugl
-vid gudrun keyptum okkur eins lamadyrsullarsokka (mega hallo)
-forum ad djamma og spiludum bordtennis
-fengum pizzu med ovaentu aleggi.... kakkalakka (girno)

Eigum nuna 18 tima rutuferd fyrir hondum.. Til Salta tar sem vid vonumst til ad aevintyrin haldi afram og jafnvel ad solin lati sja sig i meira maeli. Wish us good luck

Ast og kossar E + L

Friday, August 10, 2007

Leikurinn byrjar ekki fyrr en í hálfleik...

Þessar eru nú klárlega í einhverri annarri vinnu á kvöldin... Viva La Boca!!

Lífið er fótbolti

Sðasta sunnudag fórum við á fótboltaleik með Boca Junior. Leikurinn endaði núll núll og var í rólegri kantinum. Það sama verður ekki sagt um áhorfendur sem skemmtu sér vægast sagt vel allan tíman http://www.youtube.com/watch?v=RjRpAxIdI9U

Bloggið verður í styttra lagi þar sem ég er með ritstíflu og Eva nennir ekki að blogga. Við hlökkum mikið til að fá Guðrúnu og Viðar í heimsókn. Eva er búin að gera marga lista yfir hvað við eigum að gera á meðan þau eru í heimsókn.

Á morgun er síðasti dagurinn í skólanum og það á að prófa hversu sleip við erum orðin í spænskunni. Eva ætlar að taka prófið en ég hugsa að ég sleppi því. Kosturinn við að borga fyrir að vera í skóla er að þú ræður nákvæmlega hvað þú gerir og það er ekki efst á óskalistanum hjá mér að taka próf. Evu hlakkar hins vegar mikið til að fara í prófið enda muy lista chica (klár stelpa fyrir Ágúst).

Wednesday, August 08, 2007

Tuesday, August 07, 2007

Monday, August 06, 2007

La ultima semana

Jæja gott fólk þá fer að nálgast "fin" í þessu yndislega ferðalagi okkar. Erum að byrja síðustu vikuna okkar í skólanum og persónulega er ég strax farin að sakna fólksins úr skólanum. Stelpurnar sem vinna þar og kennarnir eru óendanlega hresst fólk og brosmilt. Þeim er allavega ekki borgað fyrir að vera í fýlu eða með skeifu á andlitinu svo mikið er víst. Sem betur fer eru tvær hliðar á öllum málum og eftir síðustu vikuna í skólanum hefst tveggja vikna ævintýraferðalag með Guðrúnu og Viðari. Þau skötuhjú fá mikið props fyrir að taka sig til og skella sér til suður Ameríku í heimsókn til okkar. Kláruðum að græja og gera í dag fyrir ferðalagið og þetta á vonandi eftir að smella og koma vel út fyrir alla. Við ætlum að halda þeim í smá óvissu og koma þeim aðeins á óvart með eitt og annað :)


Leigumiðlunin okkar svaraði okkur í dag útaf flugunum og við fáum vonandi meindýraeyðir á morgun til að hreinsa út hjá okkur!! Ef allt virkar á Argentískan hátt hérna þá býst ég nú ekkert endilega við neinum fyrr en í næstu viku. Fólk er svo sannarlega ekki að æsa sig yfir hlutunum hérna og sérstaklega ekki ef það kemst upp með að gera eitthvað á morgun eða hinn.... Mér finnst þetta reyndar ágætis eiginleiki - að stressa sig ekki um of það er að segja.

Við komumst að þeirri niðurstöðu í gær að þessi verzlunarmannahelgi væri fyrsta verzlunarmannahelgin (fyrir utan í fyrrasumar) sem við værum ekki að vinna eða heima í rólegheitunum. Fórum á tjútt á föstudaginn með öllum úr skólanum. Hittum frekar skemmtilega karaktera í mjög svo international partýi. Þar á meðal jógakennarann John frá Texas. John kom til Argentínu fyrir 2 árum til að bæta við hagfræðimeistaragráðuna sína en fór að kenna jóga í staðinn og segist ekki geta breytt heiminum fyrr en hann nær að breyta sjálfum sér.... Akkúrat! Við erum einmitt að fara í jóga til hans í kvöld, spennandi... Hittum líka fyrir afar hressan strák frá Hollandi sem býr í Chile með kærustunni sinni frá Ástralíu. Skemmtileg blanda :) Hefði svo mikið viljað taka myndir og pósta á netið en það er víst ekki í boðinu eins og er.... :S

Eyddum laugardeginum í mest kitch garði sem ég hef á ævinni komið í... Garðurinn er "the first and only religious themepark in the world". Hmmmm segir margt?? Í garðinum sem heitir Tierra Santa er hægt að láta taka myndir af sér með Jesú, lærisveinunum, Ghandi eða Martin Luther King (allt miklir félagar greinilega). Það er líka hægt að fylgjast með síðustu kvöldmáltíðinni, aftur og aftur og aftur.... og við sáum ansi skemmtilegt lazergeisla-show þar sem Jesús fæddist og betlehemstjarnan vísaði vitringunum veginn til Betlehem!!! Við tókum nokkur videóklip og höfðum mikið gaman af öllum kjánalegheitunum. Fengum okkur kaffi á Kaffi Bagdad og skemmtum okkur konunglega. Lalli hljóp meira að segja upp Golgatahæðina og stillti sér upp með Jesú á krossinum.

Á sunnudaginn fórum við í stórum hópi fólks á fótboltaleik. Fyrsti leikurinn á tímabilinu á Bombonera stadium sem er heimavöllur La Boca. Leikurinn sjálfur var með rólegasta móti og endaði með markalausu jafntefli. Áhorfendur voru þó í hressari kantinum og þrátt fyrir skítakulda og endalausan tíma sem það tók að komast inn á völlinn, finna sæti, bíða eftir leiknum, og komast heim aftur þá skemmtum við okkur mjög vel. Heyrðum samt að þetta hefði verið mjög rólegur leikur og við þurftum til dæmis ekki að bíða í "nema" hálftíma lokuð inni í áhorfendastúkunni á meðan óeirðarlögreglan kom reglu á hlutina fyrir utan.

p.s. allar myndirnar í þessari færslu er google myndir

Friday, August 03, 2007

Heppin...

Við erum eina fólkið í Buenos Aires með óstöðvandi moskítóflugur í íbúðinni okkar. Þær eru reyndar staðbundndar í eldhúsinu núna og við erum búin að kvarta. Vonum að þetta lagist sem fyrst :S Annars gera þær ekki neitt - bíta ekki það er að segja því það er hávetur og þær eru eitthvað að ruglast greyin. Eru líka hálf lamaðar - fljúga löturhægt um eða eru bara kjurrar á sama stað.

Thursday, August 02, 2007

Hvað er...

Þrátt fyrir annálað partýstuð á miðvikudögum hér í landi tókum við skötuhjú þennan miðvikudaginn heldur rólega. Fórum í bíó að sjá nýjustu Harry Potter myndina. Erum nú ekki miklir aðdáendur og höfum hvorki lesið né fylgst með kvikmyndum um kappann fram að þessu en vegna mikils þrýstings frá nýja spænskukennaranum okkar skelltum við okkur. Nýji kennarinn okkar heitir Alejandra (lesist Alehandra) og er mikill Potter aðdáandi. Lárus vogaði sér að minnast á dauða Harry Potter í nýjustu bókinni og við lá að hún þyrfti áfallahjálp. Í löngu máli (á spænsku) sannfærði hún okkur síðan um ágæti Potters og hvernig hann myndi ráða Voldemort af dögum í síðustu bókinni og standa uppi sem ódauðleg hetja.... Hmmm við sjáum nú bara til með það.

Erum smátt og smátt að komast yfir að heimsækja öll helstu túrista "must see" (þýðing fyrir Uxann: Nauðsynlegt að sjá) í borginni. Fórum á mánudaginn í skítakulda (kemur á óvart) að skoða hverfi sem kallast La Boca og er eitt elsta hverfi borgarinnar. Í þessu hverfi á tangóinn rætur sínar og við dönsuðum tangó við ótrúlega uppáþrengjandi götudansara. Gaman að þessu samt :) Húsin í La Boca eru mörg hver úr áli og eru afar litrík. Eitt hús skartar kannski 5-7 litum og segir sagan að innflytjendur hafi notað hluta úr ónýtum skipum til að byggja sér hús í þessu hverfi. Þrátt fyrir að hverfið sé eitt helsta túrista-attraction (þýðing fyrir Uxann: ferðamanna-aðdráttarafl) borgarinnar býr lágstéttin ennþá þar og í flestum húsunum búa margar fjölskyldur saman. Gædinn okkar sagðist vita um allt að 50 manns búandi í þriggja herbergja íbúð saman.

Enginn tangó í þessari viku hingað til - fórum samt í spinning í gær þar sem persónulegi spinningkennarinn okkar kyssti alla sem komu í tímann hæ og óskaði öllum persónulega góðs gengis í tímanum. Ég mæli með þessu fyrir þá sem kenna spinning á Íslandi... hahaha....
Myndi ekki vilja vera "lokaða týpan" hérna í Buenos Aires.

Man ekki hvort ég hef minnst á það hversu mikið er gert út á útlit og kynþokka hérna í fjölmiðlum. Þættir í sjónvarpinu sem hægt er að fylgjast með hérna sem snúast eingöngu um útlit kvenna eða kynþokka eru óteljandi. Til dæmis dansþátturinn góði sem ég sagði frá um daginn, á hverju kvöldi er líka stöð sem sýnir "fallegustu konur Argentínu" (löng myndbönd með konum á bikini) og fleira í þessum dúr. Núna erum við líka að hlusta á útvarpsstöðina "Radio Sexito" (þýðing fyrir Uxann: Útvarp Kynþokki).