http://www.flickr.com/photos/7150774@N06/
Wednesday, August 29, 2007
Myndir
http://www.flickr.com/photos/7150774@N06/
Tuesday, August 28, 2007
Nokkrar myndir
Komin í ferð dauðans í Mendoza, keðjur á rútuna og upp í snjóinn. Það var mjög tilkomumikið að sjá Incabrúnna þrátt fyrir endalausan kulda.
Ferðasagan og myndir
Sunday, August 19, 2007
llegamos en salta
Salta er ekki kollud "Salta la linda" fyrir ekki neitt (tyding salta hin fallega). Borgin er stutfull af afar fallegum kirkjum, husum og byggingum og vid vorum naestum stoppud af hermonnum tegar vid reyndum ad fara inn i utanrikisraduneytid - heldum ad husid vaeri einhverskonar safn...
Erum a leidinni i 16 tima ferdalag klukkan half sex i fyrramalid ad skoda saltslettur og incarustir. Mjog spennandi og tess vegna verdur tetta laugardagskvold tekid snemma og farid i hattinn um 1 leytid... Eg er ordin nokkud god i a snua solahringnum vid a Argentiskan hatt og verd til daemis ekki svong fyrr en um 11 leytid nuna :)
Ollum heilsast vel thratt fyrir kakkalakkapizzuna hennar gudrunar - sem betur fer nadi Vidar ad oskra: Haettu ad borda!!! adur en gudrun hesthusadi pizzasneidinni godu med daudum kakkalakka a bakinu a..... JAMMI
Saturday, August 18, 2007
Loksins blogg
-gudrun og vidar misstu af fluginu til Buenos Aires og festust i ruman solahring i Miami
-lagt af stad til Mendoza
-leigubíllinn á leidinni inn í borgina vard bensinlaus og strakarnir yttu bilnum a naestu bensinstod
-smokkudum fullt af godu raudvini og skodudum vinekrur og verksmidjur
-voknudum uber snemma til ad fara i ferd upp i andes fjollin
-urdum naestum vedurtept tad snjoadi svo mikid...
-rutan sett a kedjur og haldid afram ;)
-helsta attraction ferdarinnar var "playing with the snow" (okkur fannst tad ekki svo spennandi)
-saum inca brunna, lamadyr og albatros fugl
-vid gudrun keyptum okkur eins lamadyrsullarsokka (mega hallo)
-forum ad djamma og spiludum bordtennis
-fengum pizzu med ovaentu aleggi.... kakkalakka (girno)
Eigum nuna 18 tima rutuferd fyrir hondum.. Til Salta tar sem vid vonumst til ad aevintyrin haldi afram og jafnvel ad solin lati sja sig i meira maeli. Wish us good luck
Friday, August 10, 2007
Leikurinn byrjar ekki fyrr en í hálfleik...
Lífið er fótbolti
Wednesday, August 08, 2007
Tuesday, August 07, 2007
Monday, August 06, 2007
La ultima semana
Leigumiðlunin okkar svaraði okkur í dag útaf flugunum og við fáum vonandi meindýraeyðir á morgun til að hreinsa út hjá okkur!! Ef allt virkar á Argentískan hátt hérna þá býst ég nú ekkert endilega við neinum fyrr en í næstu viku. Fólk er svo sannarlega ekki að æsa sig yfir hlutunum hérna og sérstaklega ekki ef það kemst upp með að gera eitthvað á morgun eða hinn.... Mér finnst þetta reyndar ágætis eiginleiki - að stressa sig ekki um of það er að segja.
Við komumst að þeirri niðurstöðu í gær að þessi verzlunarmannahelgi væri fyrsta verzlunarmannahelgin (fyrir utan í fyrrasumar) sem við værum ekki að vinna eða heima í rólegheitunum. Fórum á tjútt á föstudaginn með öllum úr skólanum. Hittum frekar skemmtilega karaktera í mjög svo international partýi. Þar á meðal jógakennarann John frá Texas. John kom til Argentínu fyrir 2 árum til að bæta við hagfræðimeistaragráðuna sína en fór að kenna jóga í staðinn og segist ekki geta breytt heiminum fyrr en hann nær að breyta sjálfum sér.... Akkúrat! Við erum einmitt að fara í jóga til hans í kvöld, spennandi... Hittum líka fyrir afar hressan strák frá Hollandi sem býr í Chile með kærustunni sinni frá Ástralíu. Skemmtileg blanda :) Hefði svo mikið viljað taka myndir og pósta á netið en það er víst ekki í boðinu eins og er.... :S
Eyddum laugardeginum í mest kitch garði sem ég hef á ævinni komið í... Garðurinn er "the first and only religious themepark in the world". Hmmmm segir margt?? Í garðinum sem heitir Tierra Santa er hægt að láta taka myndir af sér með Jesú, lærisveinunum, Ghandi eða Martin Luther King (allt miklir félagar greinilega). Það er líka hægt að fylgjast með síðustu kvöldmáltíðinni, aftur og aftur og aftur.... og við sáum ansi skemmtilegt lazergeisla-show þar sem Jesús fæddist og betlehemstjarnan vísaði vitringunum veginn til Betlehem!!! Við tókum nokkur videóklip og höfðum mikið gaman af öllum kjánalegheitunum. Fengum okkur kaffi á Kaffi Bagdad og skemmtum okkur konunglega. Lalli hljóp meira að segja upp Golgatahæðina og stillti sér upp með Jesú á krossinum.
Á sunnudaginn fórum við í stórum hópi fólks á fótboltaleik. Fyrsti leikurinn á tímabilinu á Bombonera stadium sem er heimavöllur La Boca. Leikurinn sjálfur var með rólegasta móti og endaði með markalausu jafntefli. Áhorfendur voru þó í hressari kantinum og þrátt fyrir skítakulda og endalausan tíma sem það tók að komast inn á völlinn, finna sæti, bíða eftir leiknum, og komast heim aftur þá skemmtum við okkur mjög vel. Heyrðum samt að þetta hefði verið mjög rólegur leikur og við þurftum til dæmis ekki að bíða í "nema" hálftíma lokuð inni í áhorfendastúkunni á meðan óeirðarlögreglan kom reglu á hlutina fyrir utan.