Sunday, September 03, 2006

Kaflaskipti

Skemmtilegt þegar lífið skiptir um lit. Dagarnir breytast, nýir hlutir taka við og ný ævintýri liggja handan við hornið.

Komum heim í fyrradag. Fluttum inn í nýja íbúð á Eggertsgötunni. Stukkum beint inn í vetrarrútínuna okkar. Sumarið var yndislegt, öðruvísi, nýtt og spenndandi. Við skemmtum okkur æðislega vel, kynntumst frábæru nýju fólki, eyddum tíma með bestu vinum okkar og áttum yndislegan tíma.

Þúsund Þakkir fyrir samveruna og tímann í sumar - allir!!

Núna tekur við skóli, íþróttir, vinna og daglega lífið sem er samt svo litríkt, æðislegt og gefandi. Stundum þarf maður bara að komast aðeins frá því til að meta það að verðleikum. Við erum allavega mun sáttari og meira tilbúin að takast á við hversdagsleikann held ég eftir þetta sumar okkar í Köben en nokkurn tíman áður :)

Blogginu okkar líkur hér með og þeir sem vilja lesa meira... forvitnast eða bara stytta sér stundir yfir daglegu amstri okkar í vetur geta lesið á www.evahardar.blogdrive.com og svo minni ég á myndirnar sem eru margar hverjar óborganlegar á www.fotki.com/evahardardottir

Takk fyrir að fylgjast með - þeir sem lásu... endilega kommentið og látið okkur vita ef þið eruð að reka nefið hérna inn á síðuna. Allir velkomnir og enginn er meiri blogg nörd en ég ;)

Kossar og knúz

Eva & Lalli

Tuesday, August 22, 2006

Kun en uge...

Styttist heldur betur í flugferðina heim til Íslands. Vika til að njóta síðustu Köben daganna til fullnustu.

Helgin var viðburðarrík, sólrík og skemmtileg.

Við fylgdumst með gaypride göngunni sem var alls ekki svo stór eða flott. Allavega hef ég alveg farið í betri göngu heima - greinilegt að íslendingar eru metnaðarfullir gaypride gönguliðar. Kíktum á Nansensgade sem er ein af okkar uppáhaldsgötum í Köben. Þar var götufestival og við keyptum gamlar plötur og borðuðum pulsur. Á laugardagskvöldinu var okkur boðið í mat til Tinnu og Janusar þar sem boðið var upp á Víetnamskar pönnukökur og íslenskt brennivín.

Bara æðislegt :)

Sunnudagurinn var svo afslöppunardagur sem fólst í kaffihúsasetu, fótboltaglápi og bíóferð. Sáum Miami Vice sem var alveg yfirmáta svöl - sem var eiginlega alveg nauðsynlegt til að bæta upp fyrir alveg glaaatað handrit.

Hlökkum til að koma heim til að geta kennt fimleika, keppt í körfubolta, lært í háskólanum og hitt vini okkar og famílíu.

Allir sem vettlingi geta valdið... eða á haldið mega alveg bjalla í okkur á laugardaginn 2. sept til að vera með í flutningum... ;)

...frekar vinsælt?

Friday, August 18, 2006

Tilviljanir

Já lífið er fullt af tilviljunum, eða hvað?

Eftir að hafa velt mér óþarflega mikið upp úr vandamálum nágrannans þá ákvað ég að salta þetta sakamál og hugsa um eitthvað annað. Það gekk því miður ekki alveg sem skyldi...

Í gærkvöldi fór Lárus á körfuboltaæfingu um átta leytið og ég var heima í rólegheitunum. Fljótlega eftir að hann er farinn út hringir síminn hans. Ég sá að númerið var danzkt og hélt strax að þetta væri einhver úr vinnunni hans.

Í símanum var karlmaður sem talaði óskiljanlegt mál (afrískt??) mjög hratt og hafði mikið að segja. Ég stoppaði hann í miðri ræðu og spurði hver þetta væri á ensku. Hann svaraði hátt og snjallt ABDULLAH! Hjartað í mér tók bókstaflega aukaslag og ég spurði aftur "who is this" Abdullah sagði maðurinn hinu megin. Ég spurði þá hvert hann væri að hringja og hvern hann vildi tala við. Þá kom önnur eins ræða á óskiljanlegu máli og ég segi við hann í miðri ræðu að hann sé örugglega að hringja í vitlaust númer... Þá hættir hann að tala við mig og virðist beina orðaflaumnum að einhverjum við hliðina á sér... við það skellti ég bara á!

Ég get ekki lýst því hversu skelkuð ég varð. Fór beint á krak.dk og fletti upp númerinu. Það stóð heima að maðurinn sem skráður var fyrir númerinu var Zarif Abdullah Mohamed. Ég læsti hurðinni, lokaði gluggunum og taldi mínúturnar þangað til að Lalli átti að koma heim. Lárus tók hins vegar extra langa æfingu þetta kvöldið og var ekki komin heim fyrr en að ganga 12 að miðnætti. Þá var ég orðin stjörf af hræðslu um að vinir hans Abdullah hefðu bara tekið Lalla líka. Sem betur fer kom hann þó heim og varð ekki var við neitt undarlegt á leiðinni heim.

Af nágrannanum er það að frétta að það kom einhver heim til hans í gær - ekki hann þó held ég. Fór inn og fljótlega aftur út. Læsti hurðinni þrisvar sinnum innan frá þegar hann fór inn og tvisvar sinnum utan frá þegar hann fór út aftur. Hann tók hins vegar ekki fjallið af póstinum sem hefur hlaðist upp fyrir framan dyrnar hjá honum.

Tilviljun að Abdullah hringir í Lalla eftir að hann hverfur úr íbúðinni sinni í rúma viku?? Við erum by the way með óskráð númer hérna úti...

Wednesday, August 16, 2006

Nágrannar

Við búum á 1. sal tv. sem útlegst sem önnur hæð ti lvinstri á íslensku.

Á móti okkur búa mjög guðhræddir múslimar sem hafa í sumar stytt okkur Lalla stundir með bænamúsík og bænakalli. Nágrannar okkar hafa beðið til Allah á hverjum degi í allt sumar - undantekningarlaust. Þetta allt saman væri nú ekki frásögu færandi nema hvað...

Fyrir rúmri viku síðan hringdi dyrasíminn hjá okkur og spurt eftir Abdullah. Lárus sagðist ekki heita Abdullah og ekki þekkja neinn slíkan, þar með lauk samtalinu. Eftir nokkrar sekúndur hringir síminn aftur og ég svara. Á illskiljanlegri dönsk/ensku var spurt aftur eftir Abdullah og nú sagðist maður í símanum eiga erindi við hann og í rauninni eiga heima uppi á 1. sal th. Hann sagðist hafa gleymt lyklunum að útidyrahuðinni og þyrfti bara að komast inn ganginn.

Ég opnaði hurðina og hleytpi þeim inn fyrir tvær ástæður:

1. Ég hef mikinn skilning á því vandamáli að týna eða gleyma útidyralyklunum og hef ósjaldan dinglað á allar bjölllur í blokkinni á Laugarnesveginum sem og blokkinni hjá Júlíu þegar ég bjó þar.

2. Ég hef í raun og veru ekki hugmynd um hver býr þarna á móti okkur. Ég hef séð 3 menn fara þarna reglulega inn. Ég hef líka séð börn fara þarna inn með lykla og einu sinni hef ég séð konu fara þarna inn.

Allavega... þegar mennirnir komu upp beið ég að sjálfsögðu spennt á dyragatinu og fylgdist með öllu sem gerðist. Þeir voru í fyrsta lagi ekki með neina lykla og áttu alls ekki heima þarna. Þeir dingluðu dyrabjöllunni en fengu ekkert svar. Þrátt fyrir að fá ekkert svar stóðu þeir í ca klukkutíma og dingluðu dyrabjöllunni, kölluðu inn, lömdu á hurðina og létu frekar ófriðlega. Á endanum var annar maðurinn kominn á fjórar fætur að öskra inn um dyralúguna.

Mér leist ekki neitt á blikuna og kíkti inn á svalir hjá þeim (ef ég teygi mig frekar langt yfir mínar svalir og kíki til hægri sé ég inn til þeirra - frekar obvious og ekki hættulaust svo ég geri það ekkert oft... haha). En það var semsagt opið inn á svalir allt í rúst í stofunni...

Síðan í síðustu viku hefur ekki heyrst nein bænatónlist eða Allah áköll og pósturinn hlaðist upp fyrir framan dyrnar hjá nágrannanum (ég græddi IKEA bækling á því) það virðist hreinlega sem jörðin hafi gleypt hann.

Í dag var mér ekki farið að standa á sama og tók áhættuatriðis-kíkið yfir svalirnar... og viti menn það var allt eins og fyrir viku síðan - allt galopið, hurð og gluggar en enginn heima! Enginn búin að vera heima í heila viku, samt leit allt út eins og þeir hefðu bara ætlað að skreppa eitthvað smá þar sem allt er opið út hjá þeim???

Nú held ég að mennirnir sem komu í heimsókn og lömdu allt að utan hafi bara tekið nágrannann og stungið honum í skottið eða eitthvað þaðan af verra!!

Monday, August 14, 2006

Styttist

Skemmtum okkur vel um helgina. Fórum í enn eitt kveðjupartýið fyrir fólk sem við þekkjum ekki. Gaman að því ;)

Borðuðum æðislegan brunch á sunnudaginn með Ágústi, Hildi og Ingibjörgu. Horfðum síðan á video og áttum frekar næs letidag á Rektorparken 14.

Fengum síðan mjög svo skemmtilega og óvænta heimsókn í gærkvöldi. Tinna og Janus fengu að krassa hjá okkur þangað til að þau fá íbúðina sína aftur. Skemmtilegt að fá óvæntar heimsóknir - fleiri svoleiðis vel þegnar þessa síðustu daga okkur hérna. Syttist óðum í heimkomu - rétt tvær vikur eftir af þessari yndislegu sumardvöl í Köben.

Beck tónleikarnir voru mis. Flott show en alveg glötuð hljómgæði. Hljóðið var eins og á versta skólaballi... sjá nánar www.evahardar.blogdrive.com ef þið viljið lesa kvart og kvein yfir þessu.

Annars bara þangað til næst... hafið það gott.

Saturday, August 05, 2006

Tuesday, August 01, 2006

Myndasumarið mikla

Hef örugglega aldrei tekið svona margar myndir á einu sumri... eða á 2/3 af sumri. Skemmtilegar myndir komnar (settar inn 1.8.2006) í Meira Köben albúmið. Restin af myndunum sem teknar verða út Ágúst fara í nýjasta albúmið...

...ótrúleg skipulag alveg hreint finnst ykkur ekki?

Fyndið að renna yfir myndirnar - þær eru orðnar nokkuð margar en alveg skuggalega líkar. Sól og fólk á bryggjunni eða sól og fólk á ströndinni í miðri viku og partýmyndir um helgar...
Við erum sko alveg líka að gera margt annað en að vera í sólbaði og í partýum. Til dæmis að vinna, læra og í ræktinni og svona... það er bara ekki alveg nógu myndvænt efni... eða hvað?

Mér finnst alveg eins og sumarið sé alveg að verða búið - við búin að vera tvo þriðju af tímanum okkar hérna og bara ágúst eftir. Þá er bara um að gera að nýta þennan mánuð vel og gera eitthvað skemmtilegt... eins og til dæmis að fara á Beck tónleika í Tivoli!! :)

...úff sá eldingu inn um gluggann hjá mér, nú koma þrumurnar enn eitt kvöldið. Það er nú reyndar mikið í lagi ef það er alltaf skínandi sól daginn um morguninn!

Friday, July 28, 2006

New Home

Fengum úthlutað íbúð á Stúdentagörðunum!! Erum í skýjunum núna... því við áttum hvergi heima frá og með 1. september fyrir nokkrum dögum síðan. Núna eigum við heima á Eggertsgötu 28 :)

Nálægt fullt af vinum, skólanum og kaffihúsunum... Loksins komin soldið down town - jibbý kóla!!

Tuesday, July 25, 2006

Köbendagar...

Hjóluðum Köben þvera og endilanga um síðustu helgi. Hjóluðum um allt Norrebro, Österbro, Vesterbro og um allan miðbæinn. Enduðum síðan í bjór á Nyhavn og fengum okkur ofsa góða Pizzu á litlu pizzeria á Nansengade á leiðinni heim. Mæli með því - beint á móti Bankeraat fyrir þá sem vita hvar það er...

Áttað mig eiginlega í fyrsta skiptið í þessum hjólatúr hvernig Köben liggur, hvernig hverfin liggja og svo framvegis. Mjög skemmtileg uppljómun :)

Erum búin að vera ágætlega dugleg að liggja á ströndinni og njóta veðurblíðunnar sem er viðvarandi hérna í Danmörku. Heitasti júlímánuður síðan mælingar hófust. Ágætis árangur það. Erum líka orðin soldið sólarsjúk eins og sönnum dönum sæmir. Mælum brúnku og "basetan" daglega. Keppni sem Lalli vinnur reyndar alveg áreynslulaust þar sem hann er með eina Afríkuferð í forskot á flest alla aðra.

Fullt í deiglunni hjá okkur - Berlinarferð og fleira skemmtilegt. Þeir sem hafa hug á að kíkja á okkur endilega verið í bandi. Tökum óhikað á móti fullt af gestum hérna í 40 fermetrana. Bara kósý sjáiði til!! :)

Ætla að vinna smá fyrir háskólann meðan Lalli og Gústi eru á körfuboltaæfingu.

See Ya

Friday, July 21, 2006

Rigning!

Hlaut að koma að því! Fyrsti dagurinn síðan við komum út (14. júní) sem rignir... Lárus upplýsti mig um það að úrkoma í Köben mældist 68 mm síðasta sumar en hefur rétt náð 1 mm í sumar. Ekki kvarta ég :) Rigningin er samt bara þægileg í 30 gráðu hita. Verst að það fylgir henni svaðalegur raki svo maður svitnar á undarlegustu stöðum allan sólahringinn...

Gestalaus vika framundan hjá okkur - kostir og gallar -

Vikan með Fjólu og co var yndislega skemmtileg. Bara gaman að "þurfa" að fara í Tívolí og Zoo. Lalli skellti sér í fallturninn og plataði svo alla hina til að fara í tryllingstækið Drekann (tæki sem ég hef farið að háskæla í). Ég sleppti öllum tækjum í þetta skiptið og skemmti mér best í dýragarðinum ;)

Takk svo mikið fyrir komuna elskurnar!! Vona að þið hafið skemmt ykkur jafn vel og við :)

Nýjasta dýrið í garðinum er Tasmanian Devil... hann vildi nú ekkert láta sjá sig. Urraði bara undir trjábol í skugganum. Í sumar er hægt að fara í Zoo alveg til 10 á kvöldin. Langar pottþétt aftur um kvöld til að reyna að sjá framan í hann. Hann er frekar lítill og loðin - algjört krútt - alveg eins og í teiknimyndunum... þangað til hann opnar munnninn sem er fullur af vígtönnum. Svo er hann er ógeðslega grimmur og étur allt sem hann kemst í og meltir allt - hann meltir hauskúpur og járndrasl og bara allt sem hann setur ofan í sig!!

Við erum orðin ansi heimavön á Íslandsbryggju enda bara næs að fara þangað í sólinni og baða sig í sjónum ef það er orðið of heitt. Á bryggjunni er hægt að spila körfubolta og þar safnast oft saman gaurar sem halda að þeir séu the hottest thing... með aðra buxnaskálmina bretta upp og í ægilegum körfuboltabúningum eða merkjafötum... talandi ensku við hvorn annan og mjög gettólegir. Eru samt í raun og veru bara frekar mikið danskir og lítið sem ekert svalir... en mjög skemmtilegir á að horfa ;)

Meira skemmtilegt sem er hægt að gera á bryggjunni... lærðum Tangó síðasta þriðjudag - bara gaman!! Ég átti samt í smá erfiðleikum með að leyfa Lalla að stjórna :/ hehehe kemur á óvart?

Tékkuðum á Amagerströnd í síðustu viku og steiktum okkur bókstaflega. Lalli nældi sér í viðurnefnið Lalli Lobster eftir daginn! Skemmtilegt að koma á strönd þar sem ekki er gert út á túrisma - bara ein ísbúð og engin að reyna að selja þér feik cucci og prada skeljar og skartgripi...

...smá innsýn inn í það sem er að gerast hjá okkur :) Good times allt the time... Vona að þið hafið það jafn gott í sólinni sem er loksins farin að skína á Íslandi.
Hlaut að koma að því! Fyrsti dagurinn síðan við komum út (14. júní) sem rignir... Lárus upplýsti mig um það að úrkoma í Köben mældist 68 mm síðasta sumar en hefur rétt náð 1 mm í sumar.

Ekki kvarta ég :)

Rigningin er samt bara þægileg í 30 gráðu hita. Verst að það fylgir henni svaðalegur raki svo maður svitnar á undarlegustu stöðum allan sólahringinn...

Gestalaus vika framundan hjá okkur - kostir og gallar -

Vikan með Fjólu og co var bara skemmtileg. Bara gaman að "þurfa" að fara í Tívolí og Zoo. Lalli skellti sér í fallturninn og plataði svo alla hina til að fara í tryllingstækið Drekann (tæki sem ég hef farið að háskæla í). Ég sleppti öllum tækjum í þetta skiptið og skemmti mér best í dýragarðinum ;)

Takk svo mikið fyrir komuna elskurnar!! Vona að þið hafið skemmt ykkur jafn vel og við :)

Nýjasta dýrið í garðinum er Tasmanian Devil... hann vildi nú ekkert láta sjá sig. Urraði bara undir trjábol í skugganum. Í sumar er hægt að fara í Zoo alveg til 10 á kvöldin. Langar pottþétt aftur um kvöld til að reyna að sjá framan í hann. Hann er frekar lítill og loðin - algjört krútt - alveg eins og í teiknimyndunum... þangað til hann opnar munnninn sem er fullur af vígtönnum. Svo er hann er ógeðslega grimmur og étur allt sem hann kemst í og meltir allt - hann meltir hauskúpur og járndrasl og bara allt sem hann setur ofan í sig!!

Við erum orðin ansi heimavön á Íslandsbryggju enda bara næs að fara þangað í sólinni og baða sig í sjónum ef það er orðið of heitt. Á bryggjunni er hægt að spila körfubolta og þar safnast oft saman gaurar sem halda að þeir séu the hottest thing... með aðra buxnaskálmina bretta upp og í ægilegum körfuboltabúningum eða merkjafötum... talandi ensku við hvorn annan og mjög gettólegir. Eru samt í raun og veru bara frekar mikið danskir og lítið sem ekert svalir... en mjög skemmtilegir á að horfa ;)

Meira skemmtilegt sem er hægt að gera á bryggjunni... lærðum Tangó síðasta þriðjudag - bara gaman!! Ég átti samt í smá erfiðleikum með að leyfa Lalla að stjórna :/ hehehe kemur á óvart?

Tékkuðum á Amagerströnd í síðustu viku og steiktum okkur bókstaflega. Lalli nældi sér í viðurnefnið Lalli Lobster eftir daginn! Skemmtilegt að koma á strönd þar sem ekki er gert út á túrisma - bara ein ísbúð og engin að reyna að selja þér feik cucci og prada skeljar og skartgripi...

...smá innsýn inn í það sem er að gerast hjá okkur :) Good times allt the time... Vona að þið hafið það jafn gott í sólinni sem er loksins farin að skína á Íslandi.

Saturday, July 15, 2006

Nýjar Myndir

Fullt af nýjum myndum - í sama albúmi og gömlu. Þið skellið bara í slideshow og kíkið á gömlu myndirnar aftur ;) Set inn nýtt albúm næst svo þið fáið ekki ógeð á því að kíkja á myndirnar!!
Myndir frá...
-housepartý í Valby
-partý hjá Ágústi og Hildi
-Ísabella í pössun
-mamma og pabbi í heimsókn
-Fjóla og fjölskylda í heimsókn
-Dýragarðuinn

Wednesday, July 05, 2006

Hróarskelda

Prenthæfar myndir til sýnis á www.fotki.com/evahardardottir eða inn á síðunni www.evahardar.blogdrive.com undir MyndaAlbúm nr 4 og Roskilde Festival.

Skemmtum okkur algjörlega út fyrir ósonlagið...

Wednesday, June 28, 2006

Hressleiki Dagsins

1 dagur í Roskilde
Hildur og Ágúst redduðu sér miðum í dag... á seinustu stundu
Við eigum LÆST hjól fyrir utan sem fær makeover fljótlega af ýmsum ástæðum
Það spáir ennþá 25 stiga hita og sunny alla helgina

Tuesday, June 27, 2006

Roskilde Festival

Nenenene.... Við eigum miða, við eigum miða, við eigum miða....

Fórum upp á svæði í gærdag og tjölduðum alltof mörgum tjöldum fyrir allt of mikið af fólki sem skuldar okkur alveg fáránlega stóran greiða núna!!

Nú er bara að vona að Axl Rose verði látin laus úr varðhaldi og láti sjá sig á Hróarskeldu!!

Friday, June 23, 2006

"Nýja" sjónvarpið okkar - beint úr skrallinu :)

Skrall

Eignuðumst nýtt sjónvarp rétt áðan - fundum það í skrallinu...

Alveg fríkeypis :) Gerist ekki meira námsmannadanzkt en þetta held ég.

Skrallið er semsagt svona rusl þar sem fólkið í hverfinu hendir dóti sem það notar ekki lengur. Einhver dani skipti út gamla sjónvarpinu fyrir plazma skjá og við nutum góðs af. Þetta líka fína sjónvarp!!

Thursday, June 22, 2006

Arbejde

Jæja núna er búiða að neyða mig til þess að skrifa á þetta blogg. Áslaug vinkona hennar Evu reddaði okkur vinnu við skúringar en við ætlum að kalla okkur ræstitækna hér eftir. Takk kærlega Áslaug. Annars er ég og Eva eða vænan mín eins og afi í Indró kallar hana því hann mana ekki hvað hún heitir-gott redd hjá afa-í góðu tjilli hér í danmark. Í nýju vinnunni byrjum við klukkan sex fyrir hádegi og eigum að vinna til 11. Áslaug tjáði okkur að vinnutíminn væri frá sex til átta og þá er tekið kaffi til korteríníu. Eftir kaffið er unnið til hálftíu og þá er beðið eftir því að klukkan skríði yfir tíu og þá er farið heim og jafnvel tekið smá legg.
Med venlige hilsen, Lalli og Eva

Tuesday, June 20, 2006

Uppáhalds

Heftarinn sem ég keypti í Ordning & Reda er í algjöru uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Ég er með hann á skrifborðinu því það er svo skemmtilegt að horfa á hann. Hann er við hliðina á algjörlega uppáhaldshlutnum mínum í dag - fallega Tivoli útvarpinu okkar :)

...síðustu daga...
-sóttum um vinnur
-verzluðum bara ef það var tilbud
-hittum Möggu Guðmunds og Möggu Rós
-höfðum það huggulegt
-borðuðum allt ökologiskt

Sunday, June 18, 2006

Info & Myndir

Myndir frá fyrstu dögunum á www.fotki.com/evahardardottir undir Köben Sumar 2006.

Dönzku númerin okkar eru: +45 26474445 (Eva) & +45 26461059 (Lalli)

Ring nu!!

Saturday, June 17, 2006

Komin til Köben

Þá erum við komin til Kaupmannahafnar! Vorum svo heppin að fá íbúðina degi fyrr en áætlað var svo við sluppum við að leita að gistingu eina eða tvær nætur. Íbúðin er við Rolfsplads 19, 2000 Frederiksberg fyrir þá sem vilja banka upp á hjá okkur.

Staðsetningin er mjög góð og allt til alls í næsta nágrenni. Strætó gengur beint niðrí bæ og er ca 10 á leiðinni. Reyndar erum við búin að komast að því að það er fljótlegra að hjóla og við erum svona 5 mínútur að hjóla niðrí bæ.

Íbúðin sjálf er mjög notaleg og kósý. Hún er pínu lítil en bara akkúrat passlega fyrir okkur tvö. Við fengum netsamband strax og dönzk símanúmer - sem ég set inn von bráðar.

Næst á dagskrá hjá okkur að finna vinnu svo við getum fengið danzka bráðabyrgðar kennitölu og þénað einhverja peninga. Eyddum fyrstu dögunum og helginni í að skoða okkur um og hugga okkur með Hildi og Ágústi.

Veðrið er búið að vera yndislegt - rúmlega 20 stiga hiti og sól sem er bara hið besta sumarveður á íslenzkan mælikvarða. Meiri fréttir seinna...

-ástogkossar- L+E

Sunday, June 04, 2006

Myndataka

Takan heppnaðist alveg æðislega vel og fór fram í bongó blíðu. Hlakka til að sjá alvöru myndirnar. Þessar tók Sibba systir af litlu systrum sínum og Lalla.

Saturday, June 03, 2006

Heimkoma

Vorum að koma heim. Fórum bæði beint í ýmis verkefni og vinnu. Fínt að vera upptekin þangað til að við förum aftur út. Ferðin til Búlgaríu var súper skemmtileg og sérstaklega félagsskapurinn sem var alveg til fyrirmyndar ;) Við mælum þó ekkert sérstaklega með því að fólk leggi leið sína á Golden Sands - sem er ekkert annað en þvottastöð fyrir dóp og vændispeninga. Þjónustan er eftir því léleg og matur og vín í algjörum lágflokki. Töluvert meiri upplifun og skemmtun að heimsækja borgir á borð við Burgos og Schumen þar sem borinn er fram alvöru matur og vínin eru góð. Fólkið þjónustulundað og góð stemming á hverju horni.

"Blakadarió" fyrir frábæra ferð krakkar. Jogvan og Þórhildur eru sjálfskipuð í næstu útlandanefnd. Þau stefna á að smala saman í hópnum þarnæsta sumar á Ólafsvöku og gefa Höllu Rós og Bjögga frí eitt sumar í Víkinni. Vona að sem flestir taki Verzlunarmannahelgina 2007 frá og skelli sér til Færeyja.

Vorum að fjárfesta í miðum á Roskilde festival og spenningurinn jókst töluvert við það að vita af öruggum miðum á hátíðina. Nú er bara að panta sól og gott veður svo ég geti mögulega sofið í tjaldi og skemmt mér í leiðinni.

Allir sem vettlingi geta valdið (eða á haldið) mega síðan hafa augun opin fyrir vinnu handa okkur skötuhjúum í Köben í sumar. Það slær örlítið á kæruleysið í mér með hverjum deginum og ég vona að við finnum okkur eitthvað að gera sem allra fyrst.

Eva & Lalli... living the good live

Wednesday, May 10, 2006

SALE

Verðum í Kolaportinu laugardag og sunnudag að selja dót, föt og bækur frá okkur. Allt til að minnka farangur til Köben. Endilega leggið leið ykkar í Koló og kíkið á okkur - gerið góð kaup :)

Saturday, May 06, 2006

Próflok og prófbyrjun

Ég búin í prófum... Lalli byrjar á mánudaginn og klárar á miðvikudaginn :)

Sumarið á næsta leyti bæði veðurlega og frílega. Förum til Búlgaríú eftir rétt tæpar 2 vikur. Held ég sé spenntari en Lalli sem er náttúrlega nýlentur á klakanum aftur.

Stefnum á að vinna slatta þangað til við förum út. Nauðsynlegt að eiga smá spendingmoney í sumar. Allir styrkir í formi peninga eru vel þegnir ;)

Sumarkveðja, Eva

Thursday, April 20, 2006

Loksins Sumar

Gleðilegt Sumar & Til hamingju með afmælið Lakers.

Lalli fór í safaríferð í dag - veit ekki alveg hvernig hún heppnaðist. Hversu mörg eða merkileg dýr þeir sáu en í sms-inu stóð GEGGJAÐ. Það hlýtur að boða gott!

Búlgaría eftir rúmar 3 vikur...
Kaupmannahöfn bráðum bráðum...

Monday, April 10, 2006

Afríka

Lalli fékk draumasímtalið í morgun. Boð um að koma til Afríku yfir páskana með góðum vini sínum. Er hægt að segja nei takk? Fer eftir 1 dag - ekki mikill tími til að hugsa sig um!

Saturday, April 01, 2006

Sumarblogg

Gæti verið að ég sé að fara örlítið fram úr mér en... Köben bloggið er tilbúið!!

Húrra Húrra Húrra.

Segjum fréttir frá Kóngsins Kaupmannahöfn í allt sumar á þessari síðu.