Hjóluðum Köben þvera og endilanga um síðustu helgi. Hjóluðum um allt Norrebro, Österbro, Vesterbro og um allan miðbæinn. Enduðum síðan í bjór á Nyhavn og fengum okkur ofsa góða Pizzu á litlu pizzeria á Nansengade á leiðinni heim. Mæli með því - beint á móti Bankeraat fyrir þá sem vita hvar það er...
Áttað mig eiginlega í fyrsta skiptið í þessum hjólatúr hvernig Köben liggur, hvernig hverfin liggja og svo framvegis. Mjög skemmtileg uppljómun :)
Erum búin að vera ágætlega dugleg að liggja á ströndinni og njóta veðurblíðunnar sem er viðvarandi hérna í Danmörku. Heitasti júlímánuður síðan mælingar hófust. Ágætis árangur það. Erum líka orðin soldið sólarsjúk eins og sönnum dönum sæmir. Mælum brúnku og "basetan" daglega. Keppni sem Lalli vinnur reyndar alveg áreynslulaust þar sem hann er með eina Afríkuferð í forskot á flest alla aðra.
Fullt í deiglunni hjá okkur - Berlinarferð og fleira skemmtilegt. Þeir sem hafa hug á að kíkja á okkur endilega verið í bandi. Tökum óhikað á móti fullt af gestum hérna í 40 fermetrana. Bara kósý sjáiði til!! :)
Ætla að vinna smá fyrir háskólann meðan Lalli og Gústi eru á körfuboltaæfingu.
See Ya
5 comments:
hæ sæta min....gaman að lesa veiii
sorry ég gat ekki talað en skráðist óvart inn á msn og var á fundi :/
er gærn af öfund af þessari sól og öllu því sem þið eruð að gera
hæ snökt.. sniff..
ég verð áfram í rigningunni:(
Sorry að ég er ekki búin að hafa samband aftur, langaði helst að gleyma því að þetta hefði verið í sigtinu... sigtaðist bara alveg út:(
Ekkert mál sæta - reiknaði með því ;) Verðum í bandi.
held að þetta sé í fyrsta sinn á ævinni sem Lalli "hvíti maðurinn" hefur unnið brúnkukeppni...hehe...
Hehehe já - hann er ógeðslega keppnis í þessu líka. Laumast til að sleppa sólarvörninni en ber hana alveg grimmt á mig!! Algjör svindlari ;)
Post a Comment