Saturday, December 27, 2014

Heit jól

Jólin í Afríku eru heit, nánast molluleg. Þvalar hendur, sveitt augnlok og glóandi bumba sem virðist stýra sínu eigin hitakerfi.

Vatnið kallar á okkur... svalandi og ósalt. Ég ætla að stinga mér á morgun - að minnsta kosti í laugina. Þar sem sandurinn smýgur ekki upp í hverja rifu. Við ætlum að vera tvo daga á paradísareyju í Malavívatni. Síðan heldur hversdagsleikinn áfram.

Viftan á skrifstofunni minni er yndisleg. Hljóðlát og vinnusöm. Það fyrsta sem við ætluðum að gera þegar við myndum flytja til Afríku var að kaupa okkur loftkælingu í íbúðina. Það verður aldrei að veruleika. Regntímabilið kemur bara svo seint í ár. Í fyrra rigndi meira og fyrr... að minnsta kosti í minningunni, það var ekki jafn heitt og ég svitnaði ekki jafn oft á efri vörinni það er ég alveg viss um.

Áramótin nálgast og þá geri ég upp árið... þangað til held ég bara áfram að svitna og læt tunguna lafa eins og heitur hundur.

No comments: