- Í Malaví (sem og víðar á suðurhveli jarðar) stækkar tunglið og minnkar ofan frá en ekki á hlið eins og við erum vön... Hera Fönn spurði heilmikið út í mánann fyrstu kvöldin hér.
- Í Malaví tíðkast að segja hlutina tvisvar til þess að leggja verulega áherslu á að eitthvað sé SATT SATT (true true) eða eigi að gerast NÚNA NÚNA (now now)... þetta fannst mér undarlegt í fyrstu en nú nota ég þetta óspart til þess að leggja áherslu áherslu á orð mín.
- Í Malaví er ekki hægt að bjóða góðan daginn án þess að spurja (ókunnuga manneskju) hvernig hún og öll hennar fjölskylda hafi það.
- Í Malaví eignast konur að meðaltali 5 börn og velja þeim gjarnan nöfn í takt við tíðaranda, stemmingu eða skap þeirra á þeim tíma sem barnið fæðist. Ég þekki fólk sem heitir Vonlaus, Gleði, Hræðsla, Rigning, Bíll (!), Hress og Mistök..... (spurning um að kynna til sögunar mannanafnanefnd).
- Í Malaví fer rafmagnið af á hverjum degi... nokkra klukkuktíma í senn (alltaf á kvöldin um kvöldmatarleytið þegar maður þarf mest á því að halda). Þeir sem fá rafmagn í gegnum sömu línu og liggur í forsetahöllina verða hins vegar aldrei rafmagnslausir!
- Í Malaví er Carlsberg aðalbjórinn - og heimamenn hafa ekki hugmynd um að Carlsberg sé danskur bjór og halda því staðfastlega fram að bjórinn sé eins Malavískur og hann gerist.
- Í Lilongwe höfuðborg Malaví eru 5 umferðarljós (sem virka annan hvern dag).
- Í Malaví er hægt að fá besta nautakjöt í heimi - við grillum á hverjum degi!
Thursday, February 13, 2014
Meira um Malaví... sem þú kemst ekki að með því að gúggla
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
hahaha... yndislegar staðreyndir og gaman að lesa þær. Skemmti mér mest yfir double áherslu, nöfnunum og að Carlsberg sé frá Malaví ;) Knús til ykkar...
úff að heita Mistök, það hlýtur að stinga pínulítið.
Post a Comment