Saturday, December 27, 2014

Heit jól

Jólin í Afríku eru heit, nánast molluleg. Þvalar hendur, sveitt augnlok og glóandi bumba sem virðist stýra sínu eigin hitakerfi.

Vatnið kallar á okkur... svalandi og ósalt. Ég ætla að stinga mér á morgun - að minnsta kosti í laugina. Þar sem sandurinn smýgur ekki upp í hverja rifu. Við ætlum að vera tvo daga á paradísareyju í Malavívatni. Síðan heldur hversdagsleikinn áfram.

Viftan á skrifstofunni minni er yndisleg. Hljóðlát og vinnusöm. Það fyrsta sem við ætluðum að gera þegar við myndum flytja til Afríku var að kaupa okkur loftkælingu í íbúðina. Það verður aldrei að veruleika. Regntímabilið kemur bara svo seint í ár. Í fyrra rigndi meira og fyrr... að minnsta kosti í minningunni, það var ekki jafn heitt og ég svitnaði ekki jafn oft á efri vörinni það er ég alveg viss um.

Áramótin nálgast og þá geri ég upp árið... þangað til held ég bara áfram að svitna og læt tunguna lafa eins og heitur hundur.

Wednesday, December 17, 2014

Örpóstur

Það er óhætt að segja að bloggið hafi legið í dvala um nokkurn tíma. Í huga mér höfðu einungis nokkrar vikur liðið síðan ég setti inn færslu þegar raunin var að það höfðu liðið nokkrir mánuðir. En það gildir einu hvort það er hávetur eða hásumar Malaví fer vel með okkur og lífið gengur sinn vanagang.

Við heimsóttum Ísland í september eftir notalegan tíma með mömmu og Maríu hjá okkur hér í Malaví. Það var vægast sagt yndislegt að komast heim til að knúsa alla fjölskylduna og fagna stórum áföngum í lífi bæði fjölskyldu og vina. Það eru auðvitað þessar stundir sem maður saknar mest og vildi óska að maður gæti notið oftar.

En síðan heldur maður áfram að lifa sínu lífi, mæta í vinnu, hitta vini og halda utan um fjölskylduna. Hera Fönn byrjaði í nýjum leikskóla í júlí sem við erum öll himinsæl með. Leikskólinn fylgir Montesori stefnu og leggur mikið upp úr skapandi starfi, þemavinnu og námi í gegnum leik. Lokasýningin þeirra núna fyrir jólafríið snérist um það sem þau höfðu verið að læra og Hera Fönn lék bæði tré og heimsálfuna Norður Ameríku.

Eftir rúmt ár í vinnunni finnst mér ég nú loksins komin á stað þar sem ég er ekki endalaust að klifra lærdómsfjallið óyfirstíganlega. Verkefnin eru ennþá óteljandi og krefjandi en jafnframt spennandi og það er sjaldan... tja eða bara aldrei dauður tími á skrifstofunni hjá mér. En ég er núna farin að geta horft í gegnum ölduganginn og séð markmiðin skýrar og liðið eins og ég sé oftar ofanborðs en undir. Það er góð tilfinning. Sérstaklega þegar maður hefur lagt hart að sér að læra á hlutina, umhverfið sitt, menninguna, siðina, venjurnar og reglurnar. Ég held það hljóti að vera hollt og jafnvel mannbætandi að þurfa að láta reyna á aðlögunarhæfnina, sveigjanleikann, þolinmæðina og víðsýnina. En það er líka mjög gott þegar maður finnur að framandleikinn minnkar, öryggið eykst og margt sem áður var skrýtið og erfitt er orðið hversdagslegt og viðráðanlegt.

Við hlökkum til að koma heim í gott frí í vor - með lækkandi Afríkusól og hækkandi Norðursól styttist í litla snúllu sem stækkar óðum í maga móður sinnar... því tengdu skipuleggur móðirin dagana í nánd við viftur og loftkælingar og sér íslenska vorið (með rigningu og öllu) í hyllingum.

Thursday, July 17, 2014

Afríkuvetur og vinnan

Hér í Malaví er vetur. Hitinn er ekki nema rétt rúmar 20 gráður yfir daginn og fer allt niður í 13 gráður á nóttunni. Látið ekki blekkjast. Það er alls ekki hlýtt - sérstaklega ekki á morgnanna, kvöldin og á nóttunni. Ég er óskaplega þakklát fyrir ullarteppin og kertin sem voru hluti af fallegu brúðargjöfunum okkar frá því í fyrrasumar. Flíspeysurnar okkar og hnéháu ullarsokkarnir eru líka hið mesta þarfaþing þessa dagana. Kannski töpuðum við bara hæfileikanum til að þola kulda við það að missa úr einn vetur?

Fyrir utan gæsahúðina ríkir almenn gleði á heimilinu þar sem mamma og María frænka eru í fjögurra vikna heimsókn hjá okkur. Þrátt fyrir ansi upptekið heimilsfólk erum við engu að síður búin að ná að eyða góðum tíma við vatnið, taka þátt í sjálfboðaliðastarfi með ljósmæðrum, heimsækja kúltúrþorpið Kumbali og skoða eina af stærri stíflum Malaví. Um þarnæstu helgi förum við síðan í safarí í Liwonde þjóðgarðinum sem ég er mjög spennt fyrir. Annars eru mamma og María ansi sjálfstæðir og geðgóðir gestir sem geta vel dundað sér sjálfar í tennis, golfi og eða bara með góða bók í hengirúminu. 

Í UNICEF er allt á fullu og júlí reynist alls ekki vera einn af þessum rólegu mánuðum (sem ég var á einhvern undarlegan hátt að búast við). Í lok júní og byrjun júlí snérist nánast öll stofnunin um komu norska forsætisráðherrans og UN fylgdarliðs sem smellti í sólarhringsheimsókn til Malaví til þess að hleypa af stokkunum þriggja ára verkefni um menntun stúlkna (Girls´ education) sem UNICEF stendur að ásamt UNFPA og WFP. Verkefnið gengur út frá því að til þess að auka raunverulega möguleika stúlkna á að njóta menntunar þurfi að koma til margvíslegra aðgerða á ýmsum stigum menntunar. Verkefnið hefur þar af leiðandi fjölbreyttar áherslur sem snerta meðal annars matargjafir og skólagarða, aðgengi stúlkna að kynfræðslu og réttindum þeirra til að hafa áhrif á eigin kynhegðun, bættar kennsluaðferðir kennara og stjórnenda í skólum, möguleika stúlkna á óformlegum menntunarleiðum, samfélagslega ábyrgð og kröfur um menntun stúlkna... Afskaplega spennandi allt saman og ég hlakka mikið til að komast á framkvæmdarstig verkefnisins og fylgja því eftir næsta árið. 

Annað verkefni sem ég er líka ábyrg fyrir og þar af leiðandi jafn spennt fyrir er 100 skóla verkefnið. Það verkefni gengur út að styðja 100 skólasamfélög til umbóta með margvíslegum hætti. Verkefnið er líka miní rannsóknarverkefni þar sem við gerðum nú í ágúst grunnrannsókn á flestum þáttum skólanna, og fengum til þess að unga mastersnema frá University of Malawi sem mér fannst alveg extra gaman að geta gert, síðan munum við fylgjast vel með öllum verkefnum sem verða innleidd í skólunum. Á þriggja mánaða fresti munum við síðan fá bæði eigindlegar upplýsingar og megindleg gögn um skólana til samanburðar og notkunar í áætlana- og verkefnagerð. Ég var eins og þið getið rétt ímyndað ykkur ólýsanlega spennt að fá að komast í gögnin úr frumrannsókninni... hef þó þurft að bíða ansi þolinmóð þar sem hlutirnir taka oft ansi langan tíma. Skrifstofan pantaði til dæmis SPSS forrit til þess að ég gæti byrjað að greina um leið og gögnin kæmu inn.... það tók sinn tíma. Forritið var síðan sett upp í tölvu sem reyndist með bilað batterí, nýtt batterí var þá pantað... það tók sinn tíma. Í gær komu skilaboð um að nýtt batterí væri á flugvellinum... (!) ...nú er ég bara farin að anda með nefinu... en vona samt að allt saman skili þetta sér í tíma og ég geti byrjað að greina sem allra allra fyrst!   

Saturday, June 14, 2014

Back to business: Adjusting the program to global strategies

As I mentioned in my previous post it was absolutely revitalizing to visit UNICEF HQ in New York and breath in all the energy, culture and creativity that makes up this amazing city. It was also great to have a bit of space and time to hear about new global UNICEF strategies and programme activities directly from the 'big bosses'. One of the more interesting talk we had was with the deputy director of programme division, Christian Salazar who talked about several key issues for future programming in UNICEF.  

I found the discussion to be of particular interest whereas my office in Malawi is undergoing a mid term review which means that we are semi evaluating the whole country programme; redefining outcomes and outputs to better match current situation and global strategies. The key elements that should found the base of every UNICEF programme as highlighted by the the deputy director in NYHQ were actually extremely relevant for the country office of Malawi. Now, more than ever before, UNICEF strives towards programming which is: 

  1. Risk informed with an emphasis on current and somewhat ‘non-conventional’ types of risks such as global warming and climate change as well as economic crises 
  2. Resiliency based. By focusing on resiliency rather than mere response mechanisms communities become better equipped to minimize and/or handle emergency situations by themselves. Resiliency can be reflected in various preparatory ways such as listing supplies, developing preparedness plans at national and community level, putting in place agreements with partners (both government and NGO’s) on roles and responsibilities in case of emergency, raising community awareness and building capacity to respond to and minimize emergencies and risks. The resiliency agenda thus has strong links with greater environmental sustainability.  
  3. Results based and research informed. In recent years UNICEF has been moving steadily towards results based management. At the same time there is also a global move towards focusing more on 'upstream activities' such as capacity building, planning and system building. So how does RMB function in an environment where it is often hard to measure clear results? For it to do so, several factors need to be in place: a) program processes need to be clear, b) program activities need to have a clear sense of purpose, c) there is a sharp problem identification, and d) there are benchmarks and/or indicators that guide the process and results can be reported against. 
  4. ONE UN. It his highly desired by both the UN as well as by member states that UN agencies deliver as one. While acknowledging that fact that joint programming can be difficult at times, considering that agencies have different reporting mechanisms, different budgeting processes and different program priorities, it is never the less an essential part of the ONE UN. The important steps to take in this respect is first and foremost moving towards joint planning and consultation among and between UN agencies. By doing so the UN is able to learn from each other, use each agency expertise and advance and scale up efficiently and effectively.   
  5. District focused. Bearing in mind the process of decentralization it is highly important that programming at the country level takes into consideration contextual issues of each district, region or area focusing on equity. Efforts should be geared towards strengthening structural courses that create or underpin bottlenecks towards achieving results for the most vulnerable communities and children within. 



Sunday, May 18, 2014

A week of learning, thinking and walking...

For the last five days I've felt extremely lucky to be able to do three things:

1. Learn
2. Think 
3. Walk 

You might be saying to yourself: Wait a minute, we do these things everyday, what's so special about it? And it's true, normally we do engage in learning, thinking and walking almost every day. However, for the last five days I've learnt, thought and walked more than I normally do on an average day, both in terms of quantity and quality. 

Learning has been the major theme of the last few days. I've spent the last week in New York attending a training for new staff in UNICEF. The training is supposed to give participants an insight into the organization and help newcomers to decide if they want to strive for a professional career within the UN or not. That alone was an interesting objective from my perspective. The fact that the organization spends a lot of effort in making sure their young professionals become insightful, engaged and fully dedicated is a sign of a true learning organization. A part from all the 'learning about UNICEF' and practical type of work we also spent good amount of time talking to people that have worked for UNICEF for a longer or shorter period of time. This was in fact, what I valued the most from the week long workshop. Real discussions with real people who've had to make difficult work/life decisions during their careers. An international career calls for such decisions and very often it is only possible if you are lucky enough to have a super understanding and flexible spouse. As this is my first year of working as a global civil servant I'm still struggling with the idea of pursuing a career which entails a lifestyle of constant moving, adapting to difficult environment and stressful and long working hours. However, this week has also inspired me more than ever before to work for the beautiful and amazing mandate UNICEF has. The people I talked to and the stories they told made me thankful and happy to be able to contribute to children's well-being, protection and development where it is most needed.

Thinking about all of the above has been the hardest part of this week. I've learnt that during an average day in UNICEF Malawi I actually do not think that much. I do not have the time nor the energy to spend in true and meaningful thinking. This is because true thinking includes reflecting upon and analyzing your thoughts. I've quite often started this process during my time in Malawi but I have not been able to take the crucial steps between an initial though or idea to some sort of analysis and reflection. The lack of time and space to think seriously about the future; my role as a mother, wife, professional, the work/life balance and the dreams and aspirations of my family has left me with a lot of unanswered questions and doubts. Doubting yourself, your existence and purpose in life is probably the worst thing a person can do to him or herself. Therefore, this week has been very helpful in terms of clarifying some of my quite scattered and unattended thoughts about the future. First of all I realized that being away from my family for only two weeks is probably the hardest thing that I've done. It made me realize that they have to come first despite all my willingness to excel as a professional. At the same time conversations with people within the organization made me realize how important it is to always be true to yourself. This is not only a cliche but actually reflects in actively seeking for the work that makes you personally and truly happy. I really want to believe that by not compromising too much for the work that you choose to do will ultimately come back to you in the form of a successful career. 

Walking to and from the UNICEF building every day for five days, along with walks around the city itself, has provided me with time, space and inspirational environment to think about all of the above. Just a 10 minutes walk in the hallways of the UN building, passing people dressed in amazingly multicultural and authentic manner was in itself a walk full of inspiration and admiration. I completely love the idea of being surrounded with people from all around the world, with unique cultural backgrounds, expressed equally in their appearance and experiences. The diversity actually reminded me of the importance of my work as an educator who believes in the philosophy and beauty of global citizenship.


Thursday, May 01, 2014

Að læra í starfi.... Takk Elfa fyrir innblástur og kraft!

Það er deginum ljósara að bloggið mitt líður fyrir tilkomu Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla. Reyndar hef ég sjaldan verið jafn lítið viðriðin netnotkun eins og undanfarna sex mánuði. Enda nóg annað að gera, upplifa, reyna og fást við. Vinnudagurinn er miklu mun lengri og þar af leiðandi er allt umfram og afgangs nýtt í það sem mestu máli skiptir í lífinu: knús, kossa, bóklestur og ferðalög.  

Mér hefur lærst að vinnan verður ekki rólegri. Nú, hálfu ári eftir að ég byrjaði að vinna fyrir UNICEF geri ég mér ekki lengur vonir um að eiga dag í vinnunni þar sem ekki eru að minnsta kosti eitt til tvö neyðartilfelli, þrír krísufundir, eitt óvænt og algjörlega óskiljanlegt atvik, mál sem þarf að leysa á innan við fimm mínútum, krefjandi samstarfsaðilar, óútreinkanleg ríkisstjórn, endalausir tölvupóstar og símhringingar. Yfirmenn sem krefjast hins ómögulega og menntamálamaráðuneyti sem skiptir um skoðun eins og nærbuxur. 

Ég er líka búin að læra meira á hálfu ári en ég hef gert í öllum skóla til samans (og varði ófáum árum í skóla... og er ekki hætt enn). Ég fékk að skygnast inn í hugrakkt og einstakt meistaraverkefni svilkonu minnar um daginn sem minnti mig rækilega á hversu mikilvægt það er að skoða sjálfan sig í starfi. Síðastliðið hálft ár hefur reynst mér ansi góð naflaskoðun. Óhjákvæmilega hef ég þurft að endurmeta sjálfan mig, hæfni mína og getu. Viðbrögð mín og venjur. Það hefur ekki verið auðvelt. En ef það hefði verið auðvelt væri ég ekki að læra. Ég segi nemendum mínum hikstalaust að ef þeim finnist námsefnið ekki ögn erfitt, krefjandi og óskiljanlegt séu þau ekki að læra... Ef að samvinnan gangi ekki örlítið brösulega og verkefnin virðast óyfirstíganleg... þá er þetta ekki þess virði. Þegar við svitnum hæfilega, botnum ekki alveg í hlutunum og þurfum að hafa okkur við til þess að ná árangri - þá erum við að læra, þroskast og eflast. 

En það er líka mikilvægt að ná andanum inn á milli, fá tækifæri til að setjast niður, líta til baka og ígrunda. Vega og meta hvert reynslan hefur leitt okkur. Er ég færari, sterkari og hæfari? Tek ég betri ákvarðanir, er ég sterkari samstarfsaðili, hef ég breiðari þekkingu og get ég beitt þessari þekkingu á sem bestan hátt? 

Hvað er það í þínu starfi sem þroskar þig, gefur þér kraft og fær þig til að vilja gera betur?



Thursday, February 13, 2014

Meira um Malaví... sem þú kemst ekki að með því að gúggla

  • Í Malaví (sem og víðar á suðurhveli jarðar) stækkar tunglið og minnkar ofan frá en ekki á hlið eins og við erum vön... Hera Fönn spurði heilmikið út í mánann fyrstu kvöldin hér. 
  • Í Malaví tíðkast að segja hlutina tvisvar til þess að leggja verulega áherslu á að eitthvað sé SATT SATT (true true) eða eigi að gerast NÚNA NÚNA (now now)... þetta fannst mér undarlegt í fyrstu en nú nota ég þetta óspart til þess að leggja áherslu áherslu á orð mín. 
  • Í Malaví er ekki hægt að bjóða góðan daginn án þess að spurja (ókunnuga manneskju) hvernig hún og öll hennar fjölskylda hafi það. 
  • Í Malaví eignast konur að meðaltali 5 börn og velja þeim gjarnan nöfn í takt við tíðaranda, stemmingu eða skap þeirra á þeim tíma sem barnið fæðist. Ég þekki fólk sem heitir Vonlaus, Gleði, Hræðsla, Rigning, Bíll (!), Hress og Mistök..... (spurning um að kynna til sögunar mannanafnanefnd). 
  • Í Malaví fer rafmagnið af á hverjum degi... nokkra klukkuktíma í senn (alltaf á kvöldin um kvöldmatarleytið þegar maður þarf mest á því að halda). Þeir sem fá rafmagn í gegnum sömu línu og liggur í forsetahöllina verða hins vegar aldrei rafmagnslausir! 
  • Í Malaví er Carlsberg aðalbjórinn - og heimamenn hafa ekki hugmynd um að Carlsberg sé danskur bjór og halda því staðfastlega fram að bjórinn sé eins Malavískur og hann gerist. 
  • Í Lilongwe höfuðborg Malaví eru 5 umferðarljós (sem virka annan hvern dag). 
  • Í Malaví er hægt að fá besta nautakjöt í heimi - við grillum á hverjum degi! 

Friday, January 31, 2014

Moli #1 um Malaví 

(fyrir 9. bekkinga á Selfossi og aðra sem hafa áhuga...) 

Áður en að ég flutti til Malaví vissi ég lítið um landið. Ég gúgglaði því allt sem ég gat mögulega fundið um landið og las mér til. Það fyrsta sem kom mér á óvart var að landið er um það bil jafn stórt og Ísland (að flatarmáli). Þetta skiptir máli þegar maður uppgötvar að í Malaví búa rúmlega 16 milljónir manns. 

16 milljónir... hugsið ykkur! Í landi sem er jafn stórt og Ísland (og helmingur landsins er meira að segja þakin vatni - sem er afar stórt (þriðja stærsta í Afríku). Ég hugsaði mikið um þetta áður en ég flutti og reyndi að ímynda mér hvernig það væri ef að það byggju jafn margir á Íslandi.  

Þessi ótrúlega tala þýðir að það það er fólk alls staðar. Þessu er ég ennþá að venjast. Hvert sem maður lítur er fólk úti á götu allan sólarhringinn, alls staðar, út um allt. Alls konar fólk, alls staðar! 

Fyrstu dagana var ég að vonum nokkuð gáttuð og reyndi stöðugt að setja þennan veruleika í samhengi við eitthvað heima fyrir. Til dæmis ef að það væri alltaf allt fullt af fólki meðfram þjóðveginum á milli Selfoss og Hveragerði. Fólk að spjalla saman, fólk á gangi, konur að bera fötur og mat á höfðinu, karlar á hjóli, konur með börn á bakinu, hlaupandi börn á leið í skóla, heilu fjölskyldurnar á gangi... 

  

Þannig eru allar götur hér í Malaví. En þetta stafar auðvitað ekki bara af því að það er svo margt fólk í Malaví heldur líka af því að meirihluti alls fólks í Malaví ferðast á tveimur jafnfljótum eða á hjóli þó svo að þau þurfi að fara langa leið. Flest fólk býr í litlum þorpum þar sem er engin þjónusta eins og búðir, skólar, heilsugæsla og svo framvegis. Það þurfa því margir að ganga daglega langa leið til þess að fara í skóla, vinnu eða koma vörunum sínum á markað nærri borg eða þéttbýli.  



Friday, January 24, 2014

100 skóla verkefnið

Sæl elsku vinir. 


Nú eru þessar tvær afvötnunarvikur frá því að mamma og pabbi snéru aftur heim liðnar og lífið bæði bjartara og fastara í skorðum. Vinnan fer vel af stað eins og þeir sem fylgjast með Facebook síðunni minni hafa eflaust tekið eftir. Í desember lofaði ég pistli um helstu verkefnin í vinnunni á nýju ári. Nú er heldur betur komið nýtt ár - janúar nánast liðinn og línur teknar að skýrast á skrifstofunni. 

Þegar ég hóf vinnuna hjá UNICEF í september á síðasta ári tók það mig nokkra mánuði að átta mig nákvæmlega á því hvað ég væri að fást við. Fyrir því voru nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi kom ég inn á skrifstofuna á frekar hektískum tíma þar sem prógramið var komið vel af stað (við erum með prógram sem nær frá 2012 - 2016) en engu að síður vantaði gríðarlega fólk. Við vorum til að mynda þrjú alveg splunkuný á skrifstofunni að fylla upp í stöður sem höfðu verið lausar í næstum hálft ár. Því voru ansi margir lausir enda og göt sem þurfti að byrja á því að stoppa upp í svona fyrst til að byrja með. Í annan stað var umhverfið afar ólíkt því sem ég hef vanist áður og því tók það mig heilmikinn tíma að átta mig á hversu mikið frelsi ég hefði, hversu  mikla ákvarðanatöku ég væri fær um og hvernig væri best að nálgast hlutina. Í ofan á lag var ekki alveg víst í upphafi hver væri yfirmaður minn. Tveir aðilar gerðu tilkall til þess og þeir höfðu afar ólíkar hugmyndir um hvert hlutverk mitt og verksvið væri innan deildarinnar. 

Þegar allt þetta fór að skýrast fann ég betur og betur hvernig ég sá fyrir mér að geta lagt mitt af mörkum til menntunar barna og ungmenna í Malawi. Ég tók fljótlega eftir því að flestar deildirnar unnu afar einangrað og virtust ekki koma mikið saman til að skipuleggja,framkvæma eða vinna úr niðurstöðum. Eitt og eitt verkefni virtist liggja (stundum af tilviljun) á milli deilda en að öðru leyti virtust flestir vera að gera (góða) hluti hver í sínu horni. Ég ákvað strax að reyna að skoða hvernig við gætum unnið betur saman.

Annað sem ég hjó eftir og vissi strax að ég vildi bæta var rannsóknar- og eftirlitshluti deildarinnar. Öll verkefnin innan menntadeildarinnar höfðu sinn eigin "monitoring and evaluation" ramma. Sem er eðlilegt vegna þess að hvert verkefni sem UNICEF framkvæmir er framkvæmt af ólíkum aðilum og þessir aðilar sjá sjálfir um að meta árangur af verkefnunum með gildum aðferðum. Ég sá hins vegar strax að ef við værum fær um að meta árangur allra þessara ólíku verkefna (byggingar, borholur, menntun stúlkna, kennaramenntun, þjálfun mæðrahópa, skólastyrkir o.fl.) samtímis þá hefðum við sterkar heimildir í höndunum fyrir því hvað væri að virka og hvað ekki. 

Ég var strax komin hálfa leið inn í SPSS forritið í huganum þar sem ég gæti tengt saman ólíkar breytur, stjórnað fyrir ákveðnum þáttum og metið þannig áhrif ákveðinna inngripa! Þannig, strax í október fór 100 skóla verkefnið að verða til í höfðinu og rúlla af stað. Í UNICEF prógramminu, sem var jú byrjað áður en ég kom til sögunnar, var búið að ákveða að á núverandi tímabili myndi UNICEF einbeita sér að 10 héruðum í Malaví sem hafa komið einna verst út í ýmsum mælingum (læsi, aðgengi að skólum o.s.frv.). Þegar ég fór að grennslast fyrir um hvar við værum að veita aðstoð þá virtist sem að ekkert kerfi væri til staðar sem sæi til þess að allar framkvæmdir, aðstoð og inngrip færu fram í þessum tilteknum héruðum eða jafnvel enn nákvæmara, í ákveðnum skólum. Ég fór því að spyrjast fyrir um hvort að við gætum gert lista (!!) Enda vita öll skipulagsfrík eins og ég að listar eru alltaf fyrsta skrefið í átt að árangri :) 

Fundir innan deildarinnar minnar í nóvember og desember leiddu til þess að flestir voru nú orðnir nokkuð meðvitaðir um hvar hvert og eitt prógram væri staðsett, hvar við værum að vinna og hversu mikil þjónusta væri í hverju héraði fyrir sig. Eftir að slíkur listi lá fyrir fór ég að "lobbía" fyrir því að við þyrftum að gera hlutina á enn skipulagðri hátt. Ég fór því að spurja fólk einslega hvort það væri ekki frábært ef við gætum til dæmis sýnt fram á það með tölfræðilegum hætti að brottfall stúlkna væri minna úr skólum þar sem UNICEF hefði bæði styrkt kennaramenntun og framfleytt stúlkum í námi frekar en í skólum þar sem við hefðum til dæmis bara borgað fyrir skólagjöldin þeirra (rökin sú að kennaramenntun er lykilþáttur í menntun stúlkna). Þetta féll að vonum í góðan jarðveg og í desember fékk ég að halda kynningu á hugmyndinni - ég fékk í lið með mér eina frábæra stelpu í deildinni minni sem hefur miklar hugsjónir fyrir símenntun kennara. Hún var nýbúin að vera að segja mér frá góðum hugmyndum um klasakerfi þar sem hver og einn skóli er tengdur við nærliggjandi skóla og gegnir sem slíkur leiðtogahlutverki á sínu svæði hvað varðar kennslu og nám. Ég sá þetta allt smella í huganum, við skoðuðum reynslu annarra landa, litum til rannsókna á Malaví og öðrum löndum inna og utan Afríku og héldum áfram að þróa verkefnið. 

Þeir sem þekkja mig vita að ég skrifaði mastersritgerðina mína með þeim hætti að í gegnum tveggja ára tímabil (og átta mismunandi námskeið) sá ég til þess að ég væri alltaf að skrifa beint eða óbeint um sama efnið. Að tveimur árum liðnum átti ég átta ólíkar ritgerðir um sama efnið sem mynduðu uppistöðuna í meistararitgerðinni minni. Ég er því afar mikið fyrir að tengja saman hluti, ná fram sameiginlegri línu og mynda þannig heildarafurð. Þannig fór ég strax að huga að því hvernig væri hægt að tengja þetta verkefni á raunsæan hátt út fyrir veggi menntadeildarinnar. Næstu skref fólust því í að spjalla við fólk innan ólíkra deilda í UNICEF og styrkja það samstarf sem var þegar til staðar og mynda ný sambönd. Ég vona að við fáum deildir sem snúa að hreinlætis- og vatnsaðstöðu, HIV og barnavernd til liðs við okkur. Það lítur vel út og flestir eru afar spenntir! Annað verkefni sem ég vinn að á skrifstofu UNICEF er að leiða hóp ólíkra UN stofnanna um menntamál. Þarna sá ég tækifæri um leið og fór fljótlega að hugsa hvernig aðrar UN stofnanir gætu komið að verkefninu. Eins og ég sagði frá um daginn er ég í afar jákvæðum samningarviðræðum við WFP sem er stofnun sem bæði útdeilir og styður við matargjöf fólks um allan heim. Fleiri stofnanir eru á listanum mínum.... 

Eins jákvæð og ég er núna þá veit ég að ég á eftir að lenda á fleiri en einum vegg því verkefnið er hreinlega af þeirri stærðargráðu að það getur ekki allt gengið snuðrulaust fyrir sig. Það sem skiptir líka máli í þessu er að allt þetta verkefni viljum við gera með fullkomnu samþykki og að frumkvæði sveitarfélaganna sjálfra. Það sem skiptir nefnilega mestu  máli (og ekki bara þegar unnið er að þróunaraðstoð heldur bara ALLTAF í öllum verkefnum sem snúa að fólki) er að hafa alla hagsmunaaðila við borðið. Leita ráða hjá þeim sem eiga að njóta þjónustannar, þeirra sem eiga að veita hana, þeirra sem eiga að viðhalda henni o.s.frv. Næsta skref er því að halda stóra vinnustofu þar sem allir sem hafa hagsmuna að gæta í skólunum sem valdir hafa verið til að taka þátt í verkefninu (og þeir voru ykkur að segja valdir með afar lýðræðislegum hætti af fólkinu sjálfu í héruðunum en ekki UNICEF).   

Þá hefur verkefnið líka verið þróað með fullkominni aðild og út frá hugmyndum menntamálaráðuneytis (ófáir fundir í afar óloftkældri skrifstofu upp í ráðuneyti hafa verið þess virði) og héraðanna tíu sem um ræðir. Verkefnið fer þá frá því að vera einungis afmarkað UNICEF verkefni yfir í að vera merkingarbær og sjálfbær kerfisstyrking þar sem ólíkir aðilar leggjast á eitt til að ná öflugri árangri. 

Meira um kerfishlutann næst - er nefnilega æsispennt að hitta tölfræði- og gagnafulltrúa allra héraða á vinnustofunni okkar til að ræða við þá um hvernig við getum styrkt kerfið enn frekar.


Wednesday, January 15, 2014

Tímaleysi

Stundum er eins og tíminn standi í stað og æði áfram - á sama tíma. Slíkt hendir mig æ oftar hér í Afríku. Tíminn er, á einhvern óskiljanlegan hátt, afstæðari hér lengst úti í heimi, eins og Malaví sé ekki bara á öðru tímabelti (munar reyndar ekki nema 2 tímum á Malaví og Íslandi) heldur líka eins og landið sé hreinlega á öðru tímakerfi. Samt er Malaví hefðbundið land í þeim skilningi á meðan til eru lönd á borð við Eþíópíu þar sem árið er ekki 2014 heldur 2003, þar sem mánuðirnir í árinu eru 13 og klukkan byrjar á núll. 

Nei hér er ekkert óvenjulegt við tímann - svona út á við. En samt finnst mér tíminn ýmist standa í stað eða rjúka áfram. Á Ísland líður hann hratt, stundum alltof hratt, en yfirleitt svona jafnhratt. Hér finnst mér oft ríkja ákveðið tímaleysi. Svona eins og landið sé hvort eð er svo langt frá umheiminum, nútímanum, samtímanum að það skipti ekki máli hvaða ár sé, eða hvaða dagur sé, eða hvað klukkan sé. Um daginn heyrði ég í flugvél og þá leið mér allt í einu eins og um merkilegan viðburð væri að ræða og ég fór að hugsa um hvert fólkið væri að fara í flugvélinni, hvort það væri að fljúga inn í raunverulegan tíma. Þegar ég hugsa líka um að við eigum eftir að vera hér í eitt ár þá veit ég að eitt ár getur bæði liðið eins og einn dagur eða heil eilífð. Það er það sem gerir þetta líf svo snúið - að meta tímann sem við eigum. Hvernig við kjósum að verja honum, með hverjum, við hvað.   

Æ þið afsakið að ég leyfi mér svona hugleiðingar. Það er bara eitthvað svo stutt í melankólíuna svona rétt eftir jólin, sem voru undarlega notaleg. Ég held að það sé góð ástæða fyrir því að barnungir skiptinemar eru hvattir til að heimsækja ekki foreldra sína (eða fá heimsókn) á þessu eina ári sem þau dvelja í öðru landi. Eins frábært og það er að fá mömmu og pabbaskammt beint í æð þá er það líka eins og fá smá sykursjokk og eftir situr maður hálf dofinn, með smá hausverk og pínu bumbult af allri gleðinni, knúsunum, hlýjunni og nálægðinni. 

Ég finn að ég þarf að hafa mig heilmikið við að takast á við hversdaginn aftur. Mæta á skrifstofuna, hefja slaginn við menntamálaráðuneytið, framkvæmdaraðila, peningafólkið og sveitarfélögin. Boða fólk á fundi, rýna í fjárhagsáætlanir, undirbúa fyrirlestra, fara yfir rannsóknaráætlanir, sitja námskeið í kerfum Sameinuðu þjóðanna og skipuleggja skólaheimsóknir. Samt eru þetta spennandi verkefni, ótrúleg tækifæri og hafsjór af reynslu. Ég veit líka að með hverjum deginum öðlast ég styrk til að taka stærri og ákveðnari skref. Með hverri vikunni verð ég öruggari og hugrakkari og get þannig notið tímans betur.