- Sýnt mömmu og pabba um Lilongwe
 - Ferðast suður til Mangochi.
 - Tekið þátt í afhendingu nýs húsnæðis fyrir Rauða Krossinn hér í Malaví.
 - Gist á yndislegu gistiheimili lengst upp í hlíðum fjallanna sem umkringja Mangochi þar sem er ekkert rafmagn en nóg af ást, umhyggju, góðum mat og félagsskap.
 - Baðað okkur í útisturtum inni í miðjum skógi.
 - Fylgst með apafjölskyldu og gefið sporðdreka að éta.
 - Borðað regulega morgunmat úti á verönd í húsinu okkar.
 - Horft á pabba laga ýmislegt tilfallandi.
 - Horft á mömmu skreyta og gera jólakósý í húsinu.
 - Verslað leirpott í Dedza, eldað í honum og horft á botninn detta úr honum með öllum gómsæta matnum okkar.
 - Spilað golf.
 - Knúsast, pakkað inn jólagjöfum og átt notalegar stundir saman.
 
Trúi því varla að fyrsta vikan af rúmum þremur sé liðin. Tíminn líður alltof hratt! 
No comments:
Post a Comment