"Er aftur kominn föstudagur?" spurði Lalli mig í morgun... "já ég veit" sagði ég innilega sammála því sem ég vissi að hann væri að hugsa. Vikan hreinlega þaut framhjá okkur. Mín vika einkenndist af ótal fundum enda margt fólk að hitta og mikið að læra þegar maður er nýr í stórri stofnun líkt og UNICEF. Fyrsti fundurinn minn var svo kallaður All staff meeting þar sem starfsmenn allra deilda mæta og ræða um ýmislegt sem er á döfinni. Eftir um það bil 5 mínútur af fundinum (sem var 3 klukkutímar) áttaði ég mig á því að ég skyldi ekki nema annað hvert orð sem fram fór því tungumálið sem er talað innan UN er svo sannarlega ekki hin hefðbundna enska sem við eigum að venjast. Ég hef aldrei á ævinni heyrt jafn mikið af skamstöfunum og jargonum á ævinni. Yfirmaður minn sagði til dæmis við mig á fyrsta fundinum okkar:
"The CFS will only be able to feed into the SIP if the M&E are in order, thats why we want it to be a part of MORES".
Yes, I totally understand that - var svarið mitt!
Hera Fönn og Lalli eru búin að fara sér örlítið hægar en ég - á meðan við erum bíllaus fara þau ekki langt enda lítið hægt að fara hér um nema í bíl. Í dag fengu þau hins vegar lánaðann bíl hjá Huld og rúntuðu þá um allan bæ, skoðuðu leikskóla og fóru í búðir. Þeim leist best á leikskóla sem margir expatar (útlendingar) hér í Lilongwe hafa mælt með en þar er því miður biðlisti. Sá leikskóli er yndislega fallegur og með mikið og metnaðarfullt starf í gangi. Garðurinn er auðvitað alveg ævintýraheimur út af fyrir sig þar sem alls konar ávextir og grænmeti eru ræktuð. Síðan eru haldin ýmis dýr í hluta af garðinum. Við vonumst til að komast inn fyrr en síðar.
Okkur hlakkar mikið til helgarinnar en við ætlum að hitta fólk í brunch á morgun á svo kölluðum "farmers market". Þau eiga lítinn strák á sama aldri og Hera Fönn en þau hafa hist einu sinni áður og okkur kom öllum mjög vel saman. Seinnipart laugardags ætlum við síðan að heimsækja hefðbundið Malavískt þorp hér í nágrenninu en þar spila nokkrir strákar fótbolta - og Lalli er auðvitað kominn í liðið!
Góða helgi elskurnar.
4 comments:
Þegar þið fóruð sagði ég við Gunnu: "Ég þori að veðja að Lalli verður kominn í eitthvert íþróttastúss áður en mánuður verður liðinn". Hún tók ekki því veðmáli!
Já hann var snöggur að koma sér í fótboltalið og er að leita að körfuboltaliði - þetta vindur bara upp á sig held ég.
Þið eruð nú meiri orkuboltarnir :) Mér finnst pínu scary að Hera Fönn sé að fara á leikskóla þarna með allskonar tungumálum og fólki, en börn eru fljót að aðlagast svo þetta verður eflaust pís of keik fyrir hana, litla snillinginn :)
Hafið það gott og vonandi náið þið að slaka aðeins á inn á milli, kys og kram :* Hugrún
Gaman að heyra frá ykkur og fá að fylgjast með :)Þessi tími á eftir að líða hratt hjá ykkur! kveðja Elísa
Post a Comment