Við erum orðin ansi spennt fyrir aðventuferðinni okkar í ár. Það verður í fyrsta skiptið sem ég fer til Svíþjóðar og ég sé fram á ekta sænska jólastemmingu. Ég er smá vafa með hvort ég eigi að klára jólagjafakaupin fyrir ferðina eða ekki. Það er ansi freistandi að segjast ætla að kaupa allt í H&M en raunin er samt sú að ég mig langar ekkert sérstaklega til að þræða búðirnar alla dagana með sífellt stækkandi kúlu framan á mér.
Kúlan er orðin að algjöru fyrirbæri finnst mér. Þar inni iðar allt af lífi og fjöri, spriklum og spörkum og mér finnst stundum eins og kúlan sé einhverskonar sjálfstætt "unit" framan á mér sem tengist mér sjálfri ekkert sérstaklega mikið. Ég er farin að finna töluvert fyrir aukinni þyngd framan á mér og sárvorkenni því fólki sem dagsdaglega ber utan á sér aukakíló.
Ef ég lyfti undir bumbuna núna þá finn ég hvernig léttir á bæði lífbeini og mjóbaki. Þar sem aukakílóin mín í dag eru ekki mitt "venjulega" ástand þá finn ég mikinn líkamlegan mun á mér og geri mér mjög vel grein fyrir því hversu mikilvægt það er að halda góðri heilsu og líkamlegum styrk bæði fyrir, á meðan og eftir meðgöngu.
4 comments:
Þú ert svo ofsalega fín. Þetta er svo skemmtilegur tími! Ég var með Ísak Ægi í magapoka framan á mér um daginn og fékk alveg óléttutilfinninguna aftur, fannst eiginlega eins og ég væri orðin kasólétt aftur bara :)
Hlakka til að sjá ykkur um jólin vonandi!
Knús Bjarney
Hahaha yndislegt!
Já endilega hittumst um jólin :) Verðið þið í Hveró eitthvað? Við verðum bara mest f. austan og í góðu jólafríi.
Mamma þín var einmitt að reyna að ljúga því að mér og öðrum í vikunni að þú værir komin sex mánuði á leið. Ég var sko aldeilis ekki á því, var rétt í fyrradag sem ég "fékk að hringja hjá Lalla"... En viti menn, tíminn flýgur! Beibí verður komið áður en þú veist af, með tilheyrandi létti fyrir lífbein og mjóbak, svo njóttu þess bara að hafa það öruggt og spriklandi þarna inni á meðan.
Góða skemmtun í Sverige!
Takk fallega frænka!! Jamm það er bara huggó að hafa það þarna inni - "safe and sound" og ÉG VEIT hversu hratt líður tíminn - þú varst fyrsta til að vita - pældu í því :-) "uuu góð mynd" hahaha!
Post a Comment