Thursday, December 30, 2010

Doktorsdraumurinn

Fæ fiðrildi í magann þegar ég sé auglýsta spennandi doktorsstyrki í einhverjum skólum í útlöndum - ég er áskrifandi af ýmsum síðum og fæ því sent nokkru sinnum í viku einhver ægilega spennandi tilboð um styrki. Reyndar eru flest þeirra verulega utan þess ramma sem ég hef einhverja hæfileika á. Til dæmis virðist endalaust vanta stjarneðlisfræðinga, kjarnorkusérfræðinga eða jafnvel einhverja sem eru sérhæfðir á sviði sjávarfalla.

En stundum læðist inn einn og einn styrkur sem er eins og hannaður fyrir mig og mitt áhugasvið. Ég býð tækifæris. Set stefnuna á greinaskrif og kennslu næsta árið og safna í sarpinn. Geri svo dúndurumsókn eftir um það bil ár og fæ styrk aldarinnar (kallast þetta ekki að setja sér markmið annars - eða er þetta meira svona óskyhyggja?).

Hvort heldur sem er, þá er ég alltaf jafn spennt fyrir framhaldinu og finnst ég ekki alveg búin að ná markmiðunum fyrr en ég klára PhD og næ að dýpka mig enn frekar í rannsóknum og sérhæfingu um borgaravitund og menntun. Slíka dýpkun og sérhæfingu er ekki mögulegt að ná fram nema að fá borgað fyrir það að rannsaka. Nám og kennsla fléttast enda alltaf saman á endanum og þannig lít ég á doktorsnámið - sem þriggja ára (lágmarks) vinnusamning við ákveðinn háskóla og fræðasviðið í heild sinni. Síðan er maður svo skandinavískur í hugsun að fjölskyldan verður samt að fá sinn skerf og rúmlega það og þess vegna lít ég til þess að doktorsnámið mitt geti boðið upp á fæðingarorlof, lífeyrisréttindi og sjúkratryggingar. Þetta er alls ekki sjálfsagt í flestum löndum öðrum en Norðurlöndum. Prófessorinn minn á Spáni tók til dæmis framan fram yfir börn og sagði það einfalt reiknisdæmi þar í landi. Ef þú ætlaðir að klára doktorspróf, fá góða stöðu við virtan háskóla og geta sinnt rannsóknum (ráðstefnum, skrifum, erindum og öllu sem því fylgir) þá eignastu ekki börn. Ef þú eignast börn þá sættiru þig einfaldlega við minna (eða nærð þér í kall sem fær að sinna sínum frama á meðan þú sinnir barninu).

En ég eins og flestar íslenskar konur á mér draum um að geta gert bæði og vinn því jafnt og þétt að því markmiði að finna leiðir og lausnir sem leyfa mér að njóta þess að vinna að skemmtilegu og krefjandi starfi auk þess að eiga gæðastundir með maka og fjölskyldu. Vamos a ver!

3 comments:

Ásta Mekkín said...

...eða nærð þér í kall sem sinnir barninu (sínu!) meðan þú sinnir framanum

Lalli og Eva said...

hahaha já það myndi ég samt ekki endilega vilja eða þú veist ég ekki að fá að vera með heldur í að sinna - er til dæmis í smá svona klemmu núna með næsta haust. Með fimm mánaða gamalt barn en svo býðst svaka fín staða og hvað geri ég þá? (raunverulegt dæmi)....

Reyndar held ég að lendingin verði þannig að kallinn (Lalli) sinni barninu og ég vinni (hefði samt eiginlega viljað hafa hann ríkan líka)... það myndi leysa ýmis mál.

Lalli og Eva said...

En þetta með að karlinn sinni sínu barni og konan sinni framanum - það myndi seint gerast á Spáni.... Enda finnst þeim mjög spez vinum okkar á Spáni að Lalli ætli kannski að vera heima með barnið frá fimm mánaða ;)