Wednesday, July 28, 2010

Sumarsæla

Dagarnir líða bjartir og fagrir. Tíminn tifar án nokkurar fyrirhafnar. Sumartíminn á Íslandi er bæði hljóðlaus og lævís. Dagarnir langir og næturnar svalar. Rökkrið blekkir og bíður manni inn í nóttina sem síðan lýsist jafnharðan upp aftur og laumar sér inn í allar rifur og glufur.


Thursday, July 22, 2010

Another Iceland


Vestfirðir eru annað Ísland. No doubt about it. Stykkishólmur, Flatey, Tálknafjörður, náttúrulaugar, miðnætursól, Hafnarnes, Flateyri, næturkajak, látrabjarg, rauðusandar, Breiðavík, sjósund, hvítar strendur, göngutúrar, trúnó, vinátta og gleði. Ferðalagið gaf góðan tón fyrir sumarið sem verður vonandi bara fullt af ljúfum stundum með vinum og fjölskyldu.

Hlökkum til að fá vinafólk okkar frá Spáni í heimsókn um og eftir Verzlunarmannahelgina. Þá verður brunað austur og vonandi fylgir sólin okkur áfram á ferðalögunum.




Sunday, July 04, 2010

Erum komin heim til Íslands. Öll fjölskyldan beið okkar hér í Brúarhvamminum með suprizeveislu. Yndislegt líf og við erum endalaust þakklát fyrir allt góða fólkið okkar.

Erum spennt fyrir komandi mánuði sem einkennist af yndislegri samveru með vinum og vandamönnum. Fórum í yndislega skírn í dag, hittum á góða vini og eigum von á enn fleiri góðum stundum.