Um er að ræða æsispennandi veðmál þar sem veðjað er um næsta áfangastað og heimili okkar Lárusar. Í boðinu eru eftirfarandi valmöguleikar:
1. Bilbao
2. Reykjavík
3. Kaupmannahöfn
4. Barcelona
Til þess að upplýsa þátttakendur örlítið þá set ég hér með pros/cons fyrir hvern stað eins og staðan lítur út í dag 25. maí 2010. Þessar forsendur gætu hins vegar breyst og því hvet ég alla til að fylgjast vel með gangi mála.
BILBAO KOSTIR
-góð vinasambönd að myndast
-lærum spænsku
-möguleikar á doktorsnámi
BILBAO ÓKOSTIR
-fá körfuboltalið
-lítið um vinnutækifæri
-rignir ógeðslega mikið
BARCELONA KOSTIR
-súper fín strönd
-fullt af körfuboltaliðum (og Lakers eru að spila í október)
-lærum spænsku
BARCELONA ÓKOSTIR
-rosa erfitt að fá vinnu
-engir vinir
-byrja allt upp á nýtt
REYKJAVÍK KOSTIR
-fjölskylda
-vinir
-vinna í boðinu
REYKJAVÍK ÓKOSTIR
-lærum enga spænsku
-lítil laun og dýrt að lifa
-förum aldrei út aftur ef við komum heim??
KÖBEN KOSTIR
-vinir
-körfuboltalið
-vinna jafnvel
KÖBEN ÓKOSTIR
-engin spænska
-kalt kalt kalt
-dýrt að leigja
Fólki er líka frjálst að segja sína skoðun á þessu og leggja til fleiri atriði í kosti eða ókosti einnar eða fleiri borga. Línur munu skýrast í sumar og í allra síðasta lagi um miðjan ágúst.
BILBAO
BARCELONA
REYKJAVÍK
9 comments:
Eftir að hafa íhugað þessa kosti þá finnst mér svarið augljóst, Stokkhólmur !
- góð vinasambönd
- lærið sænsku
- möguleikar á doktorsnámi
- fullt af körfuboltaliðum
- lágmark 9 mánaða barneignarleyfi fyrir alla
- fallegar eyjar og stutt til afríku
- best
það er líka dýrt að leigja í BC og skít kalt þar á veturnar!!!!
ég en ég seigi samt það..
BC.
og við verðum dugleg að heimsækja ykkur.
það er líka dýrt að leigja í BC og skít kalt þar á veturnar!!!!
ég en ég seigi samt það..
BC.
og við verðum dugleg að heimsækja ykkur.
Sko Hjörtur ég hugsaði um að setja Stokkhólm inn sem valkost en svo fattaði ég að við eigum engar myndir af okkur þaðan og það skemmdi þemað...
En listinn yfir kosti hljómar girnilega skal ég segja þér...
Þarna styð ég manninn minn! Við erum hrikalega spennt og langar að fá ykkur líka. Eina sem væri erfitt þar fyrir ykkur er að finna íbúð.
Iii þá myndum við bara sofa uppí hjá ykkur Hildur. Ykkur munar ekkert um það, er það nokkuð??
Af þessum valkostum sýnist mér Bilbao hafa vinninginn!
Annars hljómar Stokkhólmur mjööög vel því þá get ég heimsótt einhvern þegar ég er í skólanum, það virðist vera einhver lenska hjá öllum sem ég þekki að fara til Gautaborgar og það nýtist mér ekki neitt, sérstaklega í ljósi þess að framhaldsnámið mitt er líka í Sthlm!
Já Bilbao er nebbla bara nokkuð hugguleg. Samt er einhver ferðahugur í okkur. Lalla langar að spila meiri körfubolta og mig langar að breyta til... alltaf einhver njálgur í okkur. Stokkhólmur gæti bara alveg verið að koma sterkur inn hérna :)
Góðir skólar líka ;)
hey góð hugmynd, erum með gestaherbergi ;)
Post a Comment