Thursday, April 08, 2010

Pastellitaðir páskar

Við eyddum páskunum með spænskum vinum. Heimsóttum nokkrar borgir og nokkur lítil fjallaþorp, gistum í fjallakofa, elduðum góðan mat, áttum góðar stundir og erum alsæl með öðruvísi en stórgóða páskahelgi.

Castille y León er stórkostlegt hérað á Spáni. Allt öðruvísi en Baskaland. Undurfallegir og mildir pastellitir; gul og ljósbrún jörð, ljósblár himinn og bleikir steinar... Storkar með hreiður efst í kirkjuturnum og á raflínumöstrum. Týndur froskur í Salamanca, háskólinn, kirkjan, fólkið og allt hitt. Undurfagurt.

Muy bien - todo (sem var einmitt frasi ferðarinnar).



3 comments:

Eyrún said...

Allamalla... þið eruð svo sæt.

Lalli og Eva said...

Hahaha - spegill, sæta þú.

Magga said...

Ohh en fallegt. Muy bien todo! :)