Monday, March 02, 2009

Jamm & Jæja

Nóg að gera eins og alltaf. Áttum ansi fjöruga og skemmtilega helgi þar sem við fengum algjörlega stjarnfræðilega góðan ítalskan mat hjá Jónasi og Lísu.... Er ennþá að hugsa um allt gotteríið og fæ vatn í munninn!! Takk svo mikið fyrir okkur!

Við kíktum síðan örstutt á körfuboltaleik hjá Íslendingafélaginu Guðrúnu sem rústaði andstæðingum sínum og ég sá Ágúst skora þriggja stiga körfu! Eftir leikinn fórum við með góðu fólki á koktelabar og fengum bestu koktela í himingeimnum... eftir það var okkur ekki til setunnar boðið og skelltum okkur í karókí með fleiri góðum Vesterbro-ingum á ponsu litlum lókal karókíbar/bodegu og það vakti svo mikla lukku að meira segja Lalli söng hvert lagið á fætur öðru!!

Nedtryknings-spil næsta laugardag þegar SISU tekur á móti Roskilde og spilar um það að halda sér uppi í deildinni. Þeir þurfa semsagt að vinna tvo leiki af þrjá gegn liðinu sem lenti í neðsta sæti. Vonandi verða það bara tveir sigrar í röð - þá hafa þeir tryggt sér 7. sætið og pláss í deildinni aftur að ári. Nú eru uppi miklar vangaveltur um það hverjir haldi sinni stöðu í liðinu, hverjir fari, hverjir verði áfram og svo framvegis.

Þau ykkar sem þekkja okkur Lárus lítillega vita að við erum auðvitað búin að hringla með framtíðarplön alveg fram og til baka og ákveða alls konar brjálæðislegar hugmyndir og hætta við allt saman til að geta ákveðið eitthvað alveg nýtt... Já það er um að gera að vera ekkert að stressa sig of mikið á þessu lífi, láta þetta bara koma í ljós og njóta þess sem verður - alveg sama hvað það verður.

Eitt er víst að framundan er páskaferð til Íslands og grínlaust þá erum við byrjuð að bóka kvöld og daga hingað og þangað sem ég veit að er hálf kjánó en ég vil samt frekar gera það en að missa síðan af mörgum eins og gerðist pínulítið síðast. En auðvitað er líka stór hluti heimferðarinnar ætlaður fjölskyldunni, gömlum jafnt sem nýjum meðlimum!! :D

Þannig að planið er að skrifa að minnsta kosti eins og eina ritgerð áður en ég kem heim og vera helst búin með dágóðan slatta til að geta sett tærnar upp í loft og notið þess í botn að vera heima yfir páskana.

Þangað til næst.... :)

4 comments:

Anonymous said...

Þið komið 7. apríl er það ekki? og farið aftur hvaða dag? Ég ætla að reyna að troða ykkur inn á milli páska á Akureyri :) þeas ef ég er bara ekki búin að missa af ykkur. Telji þið ekki ferðin í klukkutímum frekar en dögum til að ná að hitta sem flesta ;)

Kv,
Guðrún

Anonymous said...

Er hægt að panta tíma ?

kv.Holtsgötugengið

Lalli og Eva said...

Heldur betur!! Hægt að koma öllum að :)

Anonymous said...

Verðið þið heima(í kaupmhöfn) 14. maí?