Arkitektartillagan okkar á vefnum :) HÉR Með því að smella á myndina má sjá restina af tillögunni. Ég er ótrúlega stolt af tillögunni og kannski sérstaklega vegna þess að þetta er í fyrsta skiptið sem ég tek þátt í verkefni af þessu tagi (arkitektarverkefni). Líka vegna þess að við vorum einu þátttakendurnir í verðlaunasæti sem ekki komu frá stórri arkitektarstofu. Verkefnið var unnið á kvöldin og um helgar á met-tíma við eldhúsborðið á Korsgade í Nørrebro. En það var nóg af sköpunargleði og hugmyndum sem skilaði sér í þessu líka fína verkefni :)
Ég eyddi deginum í dag í Slagelse sem er lítill bær á austurhluta Sjálands. Þar fór fram ráðstefna í litlum "efterskole" um borgaravitund og umhverfismál. Ég fjallaði aðeins um Ísland, álframleiðslu og virkjanir. Til að gefa krökkunum raunveruleg dæmi sýndi ég myndir frá Hengilssvæðinu og umhverfi í kringum Hveragerði og fjallaði um umræðuna sem hefur átt sér stað í kringum virkjanir á þessu svæði. Þau stóðu öll á öndinni yfir myndunum og náttúrunni og gott ef það voru ekki lögð drög að ferðalögum til Íslands og þá helst Hveragerði í hádegishléinu ;)
Aðal umræðan snérist hins vegar um ábyrgð og skyldur hvers og eins borgara í heiminum til að taka þátt í vernda umhverfi sitt. Krakkarnir voru alveg frábær og allt starfið í skólanum síðustu tvær vikurnar hefur markast af þessu þema. Þau voru á fullu að útbúa stóra lokadaginn þar sem fram fer blaðamannafundur, stór sýning og afraksturinn sýndur foreldrum og öðrum gestum.
Síðasti leikurinn í dönsku deildinni hjá Lárusi fór fram síðasta laugardag þar sem SISU rúllaði yfir Roskilde. Um kvöldið var síðan körfuboltapartý hér á Matthæusgade þar sem liðið skemmti sér saman langt fram á nótt.... Það er að segja allir nema Jesse Pellot-Rosa sem skellti sér með næsta flugi til Íslands og skoraði tæplega 30 stig í leik daginn eftir fyrir Keflavík.
Lárus er búin að taka að sér þjálfun yngri flokka í SISU sem er ágætis uppfylling og búbót fyrst að sumarfríið kom jafn snemma og raun bar vitni. Við erum ennþá að kenna "afterschool activities" hjá CIS og núna er Lalli búin að bæta við sig körfuboltakennslu og frjálsum íþróttum. Ég held áfram með fimleikana eftir páska og við verðum í þessu fram í júní eða þangað til að skólanum lýkur.
Styttist í páskafríið - og Íslandsheimsókn!!
2 comments:
Mikið er ég stolt af þér elskan. Þú hefur örugglega kynnt Hveragerði og nágrenni vel og allir auðvita boðnir í kvöldverð í Brúarhvamm þegar þeir koma til Íslands
Svo stutt í páskana :) Hlakka svo til að sjá ykkur!
Kv,
Guðrún
Post a Comment