Monday, March 09, 2009

...

Það var róló-rómó-huggó helgi sem leið og framundan tekur við frekar annasöm vika. Langur dagur í skólanum í dag sem byrjaði á klukkan 9 á Arbejdermuseum hér í borg sem var algjört æði skal ég segja ykkur. Safnið er risastórt og spannar vinnu- og verkalýðssögu Danmerkur frá 18. öld. Ég datt í algjöra nostalígu þar sem hægt var að lesa, skoða og kaupa alls konar hluti frá mismunandi tímabilum. Til dæmis varð ég hálf ringluð af tryllingi þegar ég kom inn í 60's og 70's sýningarherbergin. Við fengum líka mjög skemmtilegan túr þar sem farið var yfir sögu verkalýðsfélaga, uppþota og óeirða, verkfalla og áfanga í sögu iðnaðar og atvinnu í Danmörku. Þetta hljómar örugglega ekki jafn skemmtilega og það var í raun og veru. En trúið mér þetta safn er miklu skemmtilegra en til dæmis Louisiana modern art safnið sem er hins vegar mun vinsælla. En fyrir safnalúða (eins og mig) þá er þetta safn algjör gullmoli. 

Föstudeginum eyddum við í félagsskap Agne og Alanas og á laugardagskvöldið litum við eftir Ágústi og Margréti Rós, svona fyrst að húsmóðirin á heimilinu var í öðru landi. Á sunnudaginn unnu SISU fyrsta sigurinn (af vonandi tveimur í röð) í neðri/úrslitakeppninni og eiga því útileik gegn Roskilde á laugardaginn næsta. Vinni þeir þann leik er deildinni lokið hjá þeim og þar með æfingum og svo gott sem öllu körfuboltatengdu. Reyndar er Lárus að fara að þjálfa nokkra yngri flokka núna þegar æfingum lýkur svo það verður áfram smá körfubolta í lífinu okkar þrátt fyrir að deildin hafi endað full snemma að okkar mati. Í tilefni sigurs fórum við skötuhjú út að borða á æðislegan stað sem heitir Bio Mio held ég hafi bloggað um hann áður meira að segja. 

Skólinn heldur áfram og nú endurtekur sagan sig frá því á síðustu önn og ritgerðarskrif hefjast á fullu. Í þetta skiptið er ég að skrifa tvær afar ólíkar ritgerðir. Önnur verður samanburðarritgerð þar sem ég ætla að skoða eða bera saman citizenship education í Danmörku og á Íslandi. Það verður spennandi og vonandi praktískt að sjá hvernig slík menntun hefur þróast og tekið á sig ýmsar myndir í gegnum tíðina í hvoru landi fyrir sig. Hvaða samfélagslegu, efnahagslegu og menningarlegu öfl hafa haft áhrif og hvernig. Hin ritgerðin verður meira í stjórnunar-anda og snýst um nám og samvinnu kennara innan vinnustaða, það er skóla. Ritgerðin er hluti af námskeði sem fjallar eingöngu um nám og menntun innan vinnustaða eða stofnanna og er mun tengdari viðskipta- og hagfræði en því sem ég hef áður gert - alltaf gaman að takast á við eitthvað nýtt :) 

Vinnudagur á morgun í tengslum við hugmyndina okkar að nýjum miðbæ í Hveragerði. Hugmyndin hefur fengið athygli og nú erum við að vinna hana fyrir frekari birtingu í fjölmiðlum. Ekki leiðinlegt það - enda afbragðs klárir krakkar á ferð í þessum hópi held ég að sé óhætt að fullyrða :) 

Á miðvikudaginn eigum við Lárus síðan double date með uppáhalds fólkinu okkar. Júhú! Já þetta er ekki leiðinlegt líf - ónei ónei. 


6 comments:

Anonymous said...

Úff annir framundan hjá ykkur, gangi ykkur vel með allt :)

Kv,
Guðrún

Anonymous said...

Heldur þú að seinni ritgerðin þín sé ekki eitthvað sem væri gagnlegt fyrir mig í minni vinnu? Allavega gaman að sjá hana þegar að því kemur. Knús og kossar elskan til ykkar. Mamma

Lalli og Eva said...

Pottþétt mamma - margt líka sem þú kannt sko upp á 10 sem ég er að læra núna. Ég er ekki alveg búin að velja efni en mig langar að fjalla um samskipti "kennara" (getur verið yfirfært á hvaða fólk sem er í vinnu) og hvernig samvinna og co-operation getur aukið líkurnar á learning (nám er svo leiðinlegt orð) en þú veist hvað ég meina... Hvernig getur við aukið skilning, lærdóm og samvinnu milli samstarfsfólks innan sömu stofnannar. Því ég held að það sé svo mikið um svona "ég ætla bara að gera þetta einn í mínu horni" hugsunarhátt inna margra fyrirtækja og á meðan það er þannig, þá lærum við svo lítið nýtt og deilum ekki því sem við lærum heldur og takmörkum þannig upplýsingar, þekkingu og learning ferlið allt saman :)

Vúhú!!

Já takk Guðrún við erum on a roll þessa dagana... alveg þangað til við komum heim um páskana þá ætlum við að kúra hjá mömmum okkar og pabba með tærnar upp í loft í marga marga daga :D

Kossar á ykkur báðar!

Magga said...

Spennó ritgerðir!

Ég fór einmitt á Arbeijdermuseum þegar ég bjó þarna úti og fannst það æði! Það eru svo mörg skemmtileg söfn þarna úti - ég er sko líka algjör safnalúði og er alveg byrjuð að smita Eybjörtu ef þessu! ;)

Anonymous said...

Hæ gullið mitt, mikið finnst mér yndislegt hvað þú ert dugleg að skrifa því þá fgetur maður fylgst svo vel með þér tihí :)
Varðandi hugmyndina ykkar þá finnst mér hún ekkert smá flott en ég var að spá... ég veit að mamma Theu, bestu vinkonu Fanneyjar, vann arktitektarverlaun fyrir nýjan miðbæ í Hveragerði... er eitthvert samhengi þarna á milli???
Kv. Júlía sem saknar þín

Lalli og Eva said...

Já er það þá er hún að vinna á ASK arkitektarstofu - sú stofa vann allavega 1. verðlaun :) Við unnuð verðlaun fyrir athyglisverðugustu tillöguna í sömu keppni semsagt :)

Gott að þú lest og fylgist með!! Mér þykir ótrúlega vænt um það - og vænt um þig!!

ÁST