Sunday, February 22, 2009

Sunnudagur

Helgin var bæði skynsamleg og hugguleg. Við pössuðum sætustu stelpuna á Solbakken á föstudagskvöldið á meðan mamman og pabbinn fóru á sveitaball að íslenskum sið. Hún var auðvitað ekkert nema hressleikinn og ljúfleikinn uppmáluð. Söng meðal annars sjálfan sig í svefn - sem var einstaklega krúttlegt.

Ég þurfti reyndar að leggja mig um það bil þrisvar á laugardeginum sökum þreytu þar sem ljúfunni tókst að vakna klukkna 6:20 á laugardagsmorgninum. Ef ég eignast börn held ég að ég komi til með að þjást af síþreytu. Rósin sem er miklu meira skotin í Lalla heldur en mér tilkynnti síðan mömmu sinni og pabba þegar þau komu heim að það hefði verið gaman í pössun hjá Lalla "Lalli Gaman" sagði hún skælbrosandi en minntist ekki einu orði á Evu vinkonu sína sem las svona 10 bækur fyrir hana, púslaði 5 púsl, söng allan daginn og sagði sögur, gaf henni pizzu og vaknaði síðan á ókristilegum tíma til að elda hafragraut.

Fórum snemma að sofa í gærkvöldi og sváfum í ca 12 tíma sem er einstaklega sjaldgæft en mjög svo ánægjulegt. Körfuboltaleikur í dag og ég er búin að bjóða öllum í bekknum mínum að koma og horfa. Þeir sem eru í Köben og hafa lítið að gera klukkan 3 eru auðvitað velkomnir í Kildeskovshallen til að fylgjast með SISU vs. Horsens.

Þangað til næst...

7 comments:

Anonymous said...

Æjjj krúttið, börn eru líka miklu hrifnari af Viðari en mér, held það sé líka af því að hann nennir að vakna kl. 6, horfa á teiknimyndir og skipta á kúkableyjum ;)

Vonandi fer leikurinn vel, góða skemmtun :)

Kv, Guðrún

Anonymous said...

hahaha velkome to my world....alltaf kl 6:45 á hverjum morgni vakna "vekjaraklukkurnar" mínar. Mikið þætti þeim nú gaman að koma í heimsókn til Evu frænku og láta lesa fyrir sig 10 bækur, púsla, syngja og auðvitað fá hafragraut. Hvenær á ég að pannta flug fyrir þau??? ;-)

Vona að körfuboltaleikurinn fara vel, bestu kveðjur úr Mosó

Láretta frænka

Lalli og Eva said...

Ohhh ja pantadu bara when ever, nema ekki um paskana ta komum vid heim nebbla :D

Leikurinn for vel, unnu med 40 stigum, sæmilegt tad!!

Kiss og knús fra okkur til ykkar.

E&L

Anonymous said...

Veistu Ingvar Dagur hennar Lóu gerir þetta stundum við mig... "bless afi, bless amma, bless himmar, bless....... afi" :) ekkert "bless bendlind". Svo hlær hann alveg eins og honum þyki ekkert fyndnara og ég sit eftir með sárt ennið:) Ég tel mér samt trú um að þetta sé sérstakur kærleikur á milli okkar tveggja.
Þýðir ekki annað en að túlka svona sér í hag:)

Lalli og Eva said...

Já það er rétt Berglind, það þýðir það pottþétt!! Svo reyndi Hildur María að láta mér líða betur með því að segja að hún hafi líka sagt "gaman Eva" þegar ég var farin... :) Jamm þetta er sérstök ást held ég :D

Anonymous said...

Lalli er og verður ávallt gulldrengur...spurðu bara mig og Ottó sem höfum ávallt setið eftir með sárt ennið :)

Lalli og Eva said...

Hahahaha já hann getur bara ekki að þessu gert greyið... :)