Síðasti leikurinn í deildinni er í kvöld og ég sit heima að drukkna í lærdómi. Kannski missi ég ekki af svo miklu þar sem síðasti leikur var einstaklega óspennandi þrátt fyrir afar gleðileg úrslit þar sem SISU vann Horsens með um það bil 40 stigum. Dönsku SISU strákarnir fengu gott tækifæri til að bæta við sig mínútum og á meðan sátu Lárus og flestir aðrir sem venjulega eru í byrjunarliðinu á bekknum. Það stefnir nú flest í það að þessi leikur verði á svipuðum nótum - aldrei að vanmeta andstæðing samt sem áður... Þessi stig sem vinnast núna svona auðveldlega hefðu vel mátt koma fyrr í vetur og þá væri staðan heldur betur önnur. En svona er þetta bara og SISU spilar svokallað neðri-deildar-umspil og eru efstir og langsamlega bestir í neðri hluta deildarinnar. Því má vel ætla að það verði stutt umspil og þeir vinni strax sína tvo leiki af þremur sem þarf til að halda 7. sætinu sem þeir eru nú í.
Skólinn kominn á fullt og það gefst lítill tími til að slaka á. Annar áfangakennarinn minn er einn sá allra metnaðarfyllsti. Tímarnir hjá honum byrja klukkan 9 og eru til 5. Á þessum tíma fáum við eina pásu í ca 20 mínútur um hádegisbilið. Pásan sem átti í upphafi að vera klukkutíma hádegishlé styttist með hverjum tímanum þar sem hann vill ekki að ein einasta mínúta fari til spillis. Kennarinn er grískur prófessor sem heitir Stavros og er stundum kallaður Starvors. Hann er mikill lýðræðissinni og kennir einungis í anda Sókratesar, sem gefur tímunum vissulega skemmtilegan og spennandi blæ. Yfirleitt nær hann að koma öllum nemendum í bekknum upp á móti hvor öðrum, ef ekki, þá að minnsta kosti að skapa fjörugar umræður. Þá þýðir lítið að mæta ólesin í tíma ef maður vill geta svarað fyrir sig eða átt séns í umræðunum.
Vinnan gengur vel hjá okkur báðum, ég vinn ca 2 til 3 daga í DPU og Lalli vinnur 3 daga hjá framkvæmdarstjóra liðsins við að skipuleggja það sem snýr að SISU. Við erum síðan bæði með "after school activities" hjá CIS og verðum alveg fam á sumar. Lalli er að taka að sér meira í þeirri deild og verður nú með badminton, körfubolta og frjálsar. Ég held mig bara við fimleikana einu sinni í viku sem er fínt svona með skólanum og vinnunni þar.
Á morgun er okkur boðið í ítalsk matarboð hjá Jónasi og Lísu - erum æsispennt að fá eitthvað girnilegt að borða úr ítölsku kokkabókinni þeirra :) Góða helgi til ykkar allra - hún verður pottó góð hjá okkur!! :D
No comments:
Post a Comment