Bara að minna á eitt og annað. Er komin með nýtt meil sem er töluvert styttra og aðgengilegra en fyrra skóla-meilið sem mér var úthlutað. Fékk þennan munað að skipta um meil þar sem ég nú skráð sem starfsmaður skólans. Póstfangið er evah@dpu.dk.
Er massa stolt að segja frá því að tillaga okkar fjórmenninganna (Tinna, Haukur, Maggi og Eva) var valin til innkaupa af Hveragerðisbæ og nú stendur yfir sýning á tillögunum í Listasafni Árnesinga (Listaskálinn í Hveragerði). Þeir sem eru áhugasamir um hönnun og arkitektúr ættu endilega að skella sér. Tillöguna okkar er síðan hægt að skoða á heimasíðu Tinnu frænku www.tinnaottesen.blogspot.com
Við erum svo yndislega heppin að eiga góða vini og vinkonur sem stunda hina ýmsu iðju hérna í Köben. Til dæmis má nefna að Eva Lind vinkona okkar klippir hár, plokkar augabrúnir og hannar föt. Eins og flestir sem þekkja mig vita er hún Hildur María einn efnilegasti ljósmyndari sem ég veit um og hún tekur myndir við öll tækifæri.
Annars er gott að frétta af okkur. Skólinn byrjaði af fullum krafti í gær, miðvikudag og næsti leikur í körfunni verður 22. febrúar nk. Í dag var ég svo heppin að fá að kíkja í heimsókn til Ingu Rúnar og Ólafs litla sem var algjör rúsínubolla...
4 comments:
Hæ hæ molinn minn, innilega til hamingju með tillöguna. Gaman að fylgjast með ykkur, fer annan hvern dag inn á bloggið ykkar.... stokker :)
Kv. Júlía
Hæ snullan min, takk fyrir ad kommenta, kyss og knus familiuna thina :*
Elsku Eva!
Hjartanlega til hamingju með tillöguna ykkar. Fór á sunnudaginn að skoða. Margt virkilega flott og áhugavert hjá ykkur.
Mér fannst nú forvitnilegast að skoða hvar Kjörís var eða ekki og hvort að húsið hennar mömmu gömlu væri til eða ekki. Það var allur gangur á því.
En það er ábyggilegt að margt úr ykkar tillögum á eftir að prýða bæinn okkar.
Kær kveðja,
Guðrún
Hæ, krúttið mitt
Sá litli fer þér bara vel :-)
knús mamma
Post a Comment