Læri læri tækifæri.... bara tveir daga í síðasta prófið á þessari önn, fyndið að ljúka ekki haustönninni fyrr en svona seint. En svona verður þetta líka með vorönnina, hún byrjar ekki fyrr en 4. febrúar og lýkur ekki fyrr en í lok júní. Stemming í því!
Það eru líka tveir dagar í næsta leik hjá Lalla og félögum hans í SISU. Þeir unnu síðasta leik þvílíkt sannfærandi og spiluðu betur en ég hef nokkurn tíman séð þá spila. Ég var ekkert lítið glöð að hafa farið á leikinn. Það voru um það bil 500 áhorfendur frá Svendborg og við vorum 7 frá SISU. Hverjum haldið þið hafið heyrst meira í...!!! Haddi og Bjarney voru líka svo frábær að gera sér ferð með lestinni og komu á leikinn, æðislegt að þau hafi komið á þennan leik - kannski voru þau bara svona mikið happa?? Kemur í ljós á fimmtudaginn þegar strákarnir eiga næsta leik við Aabyhoj. Hægt verður að fylgjast með leiknum beint á netinu, að minnsta kosti textalýsingunni ef ekki næst mynd og hljóð. Ég veit að pabba finnst alveg nógu stressandi að hafa textalýsinguna, held hann myndi fá snert af hjartaáfalli ef hann hefði leikinn bæði í mynd og hljóði. Í síðasta sjónvarpsleik þá tók hann sér pásur frá textalýsingunni til að róa sig niður :)
Annars segi ég bara gleðilegt nýtt kínverskt ár sem var í fyrradag og megi vikan verða ykkur gleðileg og gæfurík á alla kanta.
3 comments:
Þetta var bara geggjað!
Maður ferðast fyrir lest til að sjá SISU spila svona vel anytime!
Go SISU
Fin hugmynd tetta med hladborid....
Vid lisa erum samt ad vinna a kvoldin til ca. 9 kl. hvad byrjar leikurinn?
Kanski Hlín og Helgi finni sér e-h tíma frá tví að spila við Thelmu
kv.Jónas
Vinna til 9 á kvöldin, hvaða rugl er það!! Leikurinn byrjar klukkan 19:00 og er ca að klárast um 9 leytið svo þið eruð augljóslega off. En já bara seinna kannski, dugnaður í ykkur maður, vinna á kvöldin!!
Ég er alveg bit!
Post a Comment