Friday, January 16, 2009

Skyderi

á horni götunnar okkar og Saxogade. Já það getur fylgt því ýmislegt misjafn að búa miðsvæðið í stórri borg. í gærdag kom semsagt svartur leigubíll akandi á mikilli ferð inn Matthæusgade og stoppaði á horni Matthæusgade og Saxogade. Tveir menn stigu út og skutu inn á veitingastað í átt að manni sem var þar inni. Í hamaganginum skutu þeir líka á bíla og fólk sem var fyrir utan veitingastaðinn. Allt er þetta eitthvað tengt klíkum og deilum milli ólíkra hópa. Maðurinn sem skotið var í áttina að er á sjúkrahúsi en aðrir sluppu ómeiddir. 

Það væri nú óskandi að fólki kæmi betur saman. Því fyrir mér er fjölbreytnin og allt það ólíka fólk sem býr hérna klárlega einn af helstu kostum hverfisins okkar og helsti kosturinn við að búa í borg. En við urðum nú samt sem áður lítið vör við þetta þar sem við vorum bæði í vinnu lengst upp í Emdrup og Holte þannig að við lásum bara um hasarinn í blöðunum. Ég var ekki alveg að fatta kommentið þitt Jónas, en sá þetta síðan á netinu. Held að Norrebro sé nú samt sem áður töluvert meira shady hverfi! Nema kannski fyrir utan reitinn sem þú býrð á. Efast um að eldri borgarar séu mikið í því að stökkva út úr leigubílum með hlaðnar byssur...?? Maður veit samt aldrei hvað gerist! 

Rólegt og rómantískt hjá okkur skötuhjúum í kvöld. Ætlum að elda okkur góðan mat og taka jafnvel upp eina rauðvín svona í tilefni ýmissa áfanga. Aðallega samt bara til að halda upp á lífið. Ég er að vinna á morgun og á síðan að verja aðra ritgerðina mína á miðvikudaginn. Spennandi verkefni það! Annars eru nokkrir í kringum mig sem fagna sjálfsagt þessa helgi ýmsum áföngum. Við ætlum að minnsta kosti að samgleðjast einum sem er að eldast all svakalega þessa helgina. Húllumhæ og herlegheit á laugardaginn :) 

Úpps dyrabjallan hringir.... later

No comments: