Friday, January 23, 2009

...

Tími fyrir eitt föstudagsblogg. Lífið heldur áfram hérna í Kaupmannahöfn og er án efa töluvert rólegra en heima á Íslandi. Helstu fréttir sem ekki tengjast körfubolta, námi eða vinnu eru eftirfarandi: 

*Í verslunarmiðstöðinni okkar (sem er einmitt fyrir neðan íbúðina okkar) er að opna nýtt outlet með danskri hönnun á borð við Bruuns Bazar og fleiri góðum merkjum. Ég er búin að anda á gluggann hjá þeim í allan dag og býð spennt eftir því að geta skoðað en ekki keypt!

*Við höfum komist að því að það er lang best að versla í Netto klukkan 11 á morgnana. Þá eru vörurnar nýkomnar og ekki kílómeterslöng biðröð og skælandi börn... 

*Ég þarf að læra betur á strætókerfið í skólann minn því til dæmis í dag biluðu lestarnar og ég var 1 og 1/2 tíma í vinnuna. Sjúkket að þetta v
ar ekki prófdagur. Annar möguleiki væri líka að ég myndi hjóla... sem minnir mig á það að ég þarf að pumpa í dekkin á bleiku Eurostar elskunni minni. 

*Ég fékk sjampó og hárnæringu í afmælispakkanum frá Íslandi og hef sjaldan verið jafn glöð með neina nauðsynjavöru - sem hefur einmitt verið lúxusvara á þessu heimili undanfarnar vikur og mánuði. 

En svo ég tali nú aðeins um þetta vanalega og hversdagslega (nám og körfubolta semsagt) þá gekk vörnin vel og ég fékk 12 sem er víst hæsta einkunn hérna í útlandinu. Ekki leiðinlegt að geta fengið meira en 10! Að sama skapi er líka hægt að fá minna en 0 sem ég skil ekki alveg... en það er hægt að fá -2. Kannski ef maður rífur prófið sitt í tvennt fyrir framan kennarann?? En þetta gekk allt saman vel og mér var hrósað 

fyrir yfirvegun á meðan svitin lak niður bakið á mér... Síðan er næsti leikur í körfunni gegn Svendborg Rabbits sem eru eitt af bestu liðunum í deildinni og verma annað sætið eins og staðan er í dag. Í síðustu viku var tekið viðtal við Lárus þar sem fjallað er um SISU og komu hans til liðsins. 

Viðtalið má finna hérna: Viðtal við Lárus.

Svona rétt til að gleðja þá sem nenna ekki að lesa en finnst gaman að skoða þá koma nokkrar myndir frá síðustu vikum inn á Facebook er alveg búin að gefast upp á að pósta einhverjum myndum hérna inn. Tékkið á fleiri Facebook myndum með því að klikka á þessa mynd :) 


Stundum getur verið mikið að gera ;)

6 comments:

Lalli og Eva said...

Æ ókei það er ekki að virka linkurinn en það eru allavega fleiri myndir á Facebook fyrir þá sem eru tæknivæddir :)

Anonymous said...

vá ekkert smá flott hjá þér með vörnina....þú ert svo klár:)
KNÚS

Lalli og Eva said...

Sæta þú Eygló!! Takk elskan, knús til ykkar.

Lalli og Eva said...

Sæta þú Eygló!! Takk elskan, knús til ykkar.

Anonymous said...

Hæ, vá en frábært hjá þér! Gó Eva! ;) Vissi að þú myndir massa þetta.

Anonymous said...

´Váá´til hamingju með vörnina, ég hafði reyndar fulla trú á þér krúslan mín. Ég er búin að skella hér mikið upp úr við að ímynda mér þig andandi á rúðurnar í nýju búðinni hahahahahaha :)
Kv. Júlía