Monday, January 12, 2009

...

Allt súper gott að frétta af M. 48. 

Við skötuhjú vorum ekki lengi að snara okkur inn í daglega lífið. Mér var boðin óvænt vinna í skólanum mínum DPU. Vinnan felst í að aðstoða með stjórnsýslu og umsjón með masters náminu sem ég er í. Ég er því búin að vinna á hverjum degi síðan á miðvikudaginn og finn alveg lyktina af dönsku krónunum.... :) 

Síðan er ekki verra að vinnan er mjög skemmtileg og góð reynsla. Gaman að vera treyst fyrir þessu starfi og frábært að fá tækifæri til að sitja "hinu megin við borðið". Sjá hvernig til dæmis umsóknarferlið fer fram og annað slíkt. Ég hef verið í því að flokka og fara í gegnum umsóknir fyrir næsta ár í Lifelong Learning, sem verður þá fjórði árgangurinn í þessu prógrammi. Það komu inn ca 300 gildar umsóknir núna sem er svipað og þegar ég sótti um í fyrra. Eins og í fyrra verða teknir inn 30 umsækjendur. Um það bil 15 í Kaupmannahöfn og 15 í London. Ég var frekar hissa að sjá að það eru eiginlega jafn margir sem sækja um í Köben eins og London. Hélt einhvern vegin að London væri vinsælli áfangastaður, en svo virðist ekki vera. 

Umsóknirnar eru frábærlega flottar. Þetta snýst að mestu leyti um að fá "brains" inn í Evrópu og þess vegna er samkeppnin ekkert grín. En ég er æsispennt að fylgjast með því hverjir fá inn og hverjum ég verð að vinna með í vor. Ég fæ semsagt vinnuna fram á næsta sumar og kem líklegast til með að taka á móti þeim sem komast inn að ári, vinna með þeim í undirbúningi og koma þeim inn í nám og samfélag í vor. 

Lárus og félagar hans í SISU unnu síðasta leik gegn BK Amager á útivelli sem var frábært afrek hjá þeim. Afskaplega mikilvæg og góð útistig. Lárus skoraði síðustu þrjú stigin úr glæsilegri þriggja stiga körfu á loka mínútunum í æsispennandi leik. Þeir eru nú í baráttu um að koma sér inn í úrslitakeppnina. Það fara bara sex lið inn í úrslitakeppni og í dag eru þeir í 6. - 7. sæti. Þurfa að vinna lið Næstved með nokkuð mörgum stigum til að hafa betri stöðu innbyrðis gegn þeim. Næsti leikur verður fimmtudaginn 15. febrúar og það er sjónvarpsleikur. Íþróttastöðin DK 4 er að gera rosalega góða hluti hérna og sýnir grimmt frá dönskum körfubolta, þó svo að handboltinn sé nú töluvert vinsælli. Sjónvarpsleikurinn er í beinni en það gæti kostað peninga að horfa á hann. Við Lalli mælum þess vegna með því að fólk sæki frekar leikinn daginn eftir og þá kostar hann ekki neitt. Vefslóðin er www.dk4.dk og þar má finna fleiri eldri leiki. 

Plönin okkar eru sem fyrr tengd körfubolta, skóla og vinnu. En líka tengd vinum og vandamönnum sem betur fer :) Á miðvikudaginn ætlum við vonandi að kíkja á Elmar og Eddu með Telmu frænku. Hef ekki séð þau í alltof langan tíma og við stefnum á sushi hitting. Síðan er aldrei að vita nema að maður kíki á næstunni á Ingu, Braga og Óla litla sem fæddist loksins í nótt og kemur vonandi heim í Vesterbro fljótlega. 

Ást og kossar frá Köben til ykkar allra sem dettið hingað inn :) 

E+L

4 comments:

Anonymous said...

Frábært að heyra hvað allt gengur vel hjá ykkur.. ekki við öðru að búast reynar :)
Hér verður fylgst með leiknum hjá Lalla.. alla vega með öðru auganu! Svo er nú planið að sjá allavega einn leik "live" í vetur!
Hlökkum ógurlega til að fá ykkur svo í heimsókn.

Kveðjur frá sveitinni í Odense!

Anonymous said...

Ohhh var að skoða myndir frá Argentínu... góðar minningar, snjókoma, Andes bjór, "Hrollur er hollur", "Veðurfar er hugarfar" og annað gott kom upp í hugann :)

K&K, Guðrún

Lalli og Eva said...

Hahaha yndislegt Guðrún!! Við vorum að finna vínbar hérna á Istegade sem heitir Malbec og selur bara eðal Malbec rauðvín frá Argentínu!! Heppin við eða hvað?

Hrollur er hollur á sko alveg við í dag :)

Hlökkum sko líka frekar mikið til að koma í sveitina til ykkar Bjarney!!

Anonymous said...

Skotárás á Vesterbro.....

Það er sko ekki búin að vera nein lengi hérna hjá okkur á Norrebro, spurning hvort hverfið sé hættulegara....

kv.Jónas