Jólin í Afríku eru heit, nánast molluleg. Þvalar hendur, sveitt augnlok og glóandi bumba sem virðist stýra sínu eigin hitakerfi.
Vatnið kallar á okkur... svalandi og ósalt. Ég ætla að stinga mér á morgun - að minnsta kosti í laugina. Þar sem sandurinn smýgur ekki upp í hverja rifu. Við ætlum að vera tvo daga á paradísareyju í Malavívatni. Síðan heldur hversdagsleikinn áfram.
Viftan á skrifstofunni minni er yndisleg. Hljóðlát og vinnusöm. Það fyrsta sem við ætluðum að gera þegar við myndum flytja til Afríku var að kaupa okkur loftkælingu í íbúðina. Það verður aldrei að veruleika. Regntímabilið kemur bara svo seint í ár. Í fyrra rigndi meira og fyrr... að minnsta kosti í minningunni, það var ekki jafn heitt og ég svitnaði ekki jafn oft á efri vörinni það er ég alveg viss um.
Áramótin nálgast og þá geri ég upp árið... þangað til held ég bara áfram að svitna og læt tunguna lafa eins og heitur hundur.
Saturday, December 27, 2014
Wednesday, December 17, 2014
Örpóstur
Það er óhætt að segja að bloggið hafi legið í dvala um nokkurn tíma. Í huga mér höfðu einungis nokkrar vikur liðið síðan ég setti inn færslu þegar raunin var að það höfðu liðið nokkrir mánuðir. En það gildir einu hvort það er hávetur eða hásumar Malaví fer vel með okkur og lífið gengur sinn vanagang.
Við heimsóttum Ísland í september eftir notalegan tíma með mömmu og Maríu hjá okkur hér í Malaví. Það var vægast sagt yndislegt að komast heim til að knúsa alla fjölskylduna og fagna stórum áföngum í lífi bæði fjölskyldu og vina. Það eru auðvitað þessar stundir sem maður saknar mest og vildi óska að maður gæti notið oftar.
En síðan heldur maður áfram að lifa sínu lífi, mæta í vinnu, hitta vini og halda utan um fjölskylduna. Hera Fönn byrjaði í nýjum leikskóla í júlí sem við erum öll himinsæl með. Leikskólinn fylgir Montesori stefnu og leggur mikið upp úr skapandi starfi, þemavinnu og námi í gegnum leik. Lokasýningin þeirra núna fyrir jólafríið snérist um það sem þau höfðu verið að læra og Hera Fönn lék bæði tré og heimsálfuna Norður Ameríku.
Eftir rúmt ár í vinnunni finnst mér ég nú loksins komin á stað þar sem ég er ekki endalaust að klifra lærdómsfjallið óyfirstíganlega. Verkefnin eru ennþá óteljandi og krefjandi en jafnframt spennandi og það er sjaldan... tja eða bara aldrei dauður tími á skrifstofunni hjá mér. En ég er núna farin að geta horft í gegnum ölduganginn og séð markmiðin skýrar og liðið eins og ég sé oftar ofanborðs en undir. Það er góð tilfinning. Sérstaklega þegar maður hefur lagt hart að sér að læra á hlutina, umhverfið sitt, menninguna, siðina, venjurnar og reglurnar. Ég held það hljóti að vera hollt og jafnvel mannbætandi að þurfa að láta reyna á aðlögunarhæfnina, sveigjanleikann, þolinmæðina og víðsýnina. En það er líka mjög gott þegar maður finnur að framandleikinn minnkar, öryggið eykst og margt sem áður var skrýtið og erfitt er orðið hversdagslegt og viðráðanlegt.
Við hlökkum til að koma heim í gott frí í vor - með lækkandi Afríkusól og hækkandi Norðursól styttist í litla snúllu sem stækkar óðum í maga móður sinnar... því tengdu skipuleggur móðirin dagana í nánd við viftur og loftkælingar og sér íslenska vorið (með rigningu og öllu) í hyllingum.
Við heimsóttum Ísland í september eftir notalegan tíma með mömmu og Maríu hjá okkur hér í Malaví. Það var vægast sagt yndislegt að komast heim til að knúsa alla fjölskylduna og fagna stórum áföngum í lífi bæði fjölskyldu og vina. Það eru auðvitað þessar stundir sem maður saknar mest og vildi óska að maður gæti notið oftar.
En síðan heldur maður áfram að lifa sínu lífi, mæta í vinnu, hitta vini og halda utan um fjölskylduna. Hera Fönn byrjaði í nýjum leikskóla í júlí sem við erum öll himinsæl með. Leikskólinn fylgir Montesori stefnu og leggur mikið upp úr skapandi starfi, þemavinnu og námi í gegnum leik. Lokasýningin þeirra núna fyrir jólafríið snérist um það sem þau höfðu verið að læra og Hera Fönn lék bæði tré og heimsálfuna Norður Ameríku.
Eftir rúmt ár í vinnunni finnst mér ég nú loksins komin á stað þar sem ég er ekki endalaust að klifra lærdómsfjallið óyfirstíganlega. Verkefnin eru ennþá óteljandi og krefjandi en jafnframt spennandi og það er sjaldan... tja eða bara aldrei dauður tími á skrifstofunni hjá mér. En ég er núna farin að geta horft í gegnum ölduganginn og séð markmiðin skýrar og liðið eins og ég sé oftar ofanborðs en undir. Það er góð tilfinning. Sérstaklega þegar maður hefur lagt hart að sér að læra á hlutina, umhverfið sitt, menninguna, siðina, venjurnar og reglurnar. Ég held það hljóti að vera hollt og jafnvel mannbætandi að þurfa að láta reyna á aðlögunarhæfnina, sveigjanleikann, þolinmæðina og víðsýnina. En það er líka mjög gott þegar maður finnur að framandleikinn minnkar, öryggið eykst og margt sem áður var skrýtið og erfitt er orðið hversdagslegt og viðráðanlegt.
Við hlökkum til að koma heim í gott frí í vor - með lækkandi Afríkusól og hækkandi Norðursól styttist í litla snúllu sem stækkar óðum í maga móður sinnar... því tengdu skipuleggur móðirin dagana í nánd við viftur og loftkælingar og sér íslenska vorið (með rigningu og öllu) í hyllingum.
Subscribe to:
Posts (Atom)