UN stofnanir um heim allan ákveða tiltekinn fjölda af frídögum á ári í samræmi við mismunandi trúarbrögð og þá frídaga sem gilda í hverju landi fyrir sig. Í dag og á morgun er frí hjá sameinuðu þjóðunum í Malaví. Í fyrsta lagi vegna mæðradags sem haldin er mjög svo heilagur hér í landi. Útvarpsþulir hafa til að mynda á síðast liðinni viku ítrekað minnt hlustendur á að versla eitthvað fallegt handa mæðrum sínum og malavískar konur af skrifstofunni minni pósta löngum færslum á Facebook til heiðurs mæðrum sínum. Í öðru lagi vegna Eid al-Fitr eða "feast of breaking the fast" - lokadagur Ramödunar.
Við fjölskyldan nutum þess í botn af fá langa helgi og héldum suður að Malavívatni þar sem dekruðum við okkur í meira lagi. Það var algjörlega frábært að komast út fyrir borgarmörkin og sjá meira af þessu fallega og margbreytilega landi. Við keyrðum í gegnum sléttur og fjöll alla leið niður að vatninu sem ég tala ennþá um sem sjó enda erfitt að ímynda sér vatn af slíkri stærðargráðu. Í ferðum sínum um Afríku árið 1859 nefndi Livingstone vatnið "Nyasa" eða "lake of stars" - eftir að hafa séð sólina setjast tvö kvöld í röð við vatnið skil ég vel nafngiftina og hefði jafnvel bætt við "stjarna og drauma" eða einhverju álíka væmnu og rómantísku en slíkur er andinn sem svífur yfir. Við snæddum morgun- hádegis og kvöldmat með útsýni yfir spegilslétt vatnið þar sem hafernir svifu um og klófestu sinn snæðing. Yfir daginn svömluðum við í sundlauginni og töldum áreiðannlega yfir 30 fuglategundir. Lalli og Hera Fönn sigldu á kajak á meðan mamman lá á ströndinni og síðan fórum við öll saman í sólseturssiglingu á seglskútu. Á morgnanna fylgdumst með apafjölskyldu vakna fyrir utan svalirnar okkar, gefa apabörnum brjóst og snyrta hvert annað.
Ef einhverjir voru að láta sig dreyma um að koma í heimsókn en voru ekki alveg vissir þá ættu meðfylgjandi myndir og þær sem birtast á Facebook að auðvelda fólki að láta draumana rætast!
Morgundagurinn verður síðan nýttur í að plana komandi daga og vikur þar sem við erum loksin komin á ról með að búa okkur til okkar eigið líf hér í borginni. Við hlökkum til að komast inn í húsið okkar í þar næstu viku og hefjast handa við að gera það huggulegt. Hera Fönn fer á nýjan leikskóla í sömu viku og þá erum við loksins komin með langtímapláss fyrir hana. Leikskólinn er æðislegur, heldur húsdýr og býður upp á frábært úti- og leiksvæði. Við erum spennt að komast í okkar eigin rútínu og segja frá öllum hversdagslegu hlutunum sem gera lífið að ekki minna ævintýri en helgar líkt og sú sem leið.
5 comments:
Vá þvílíkt ævintýri :) Geggjað!!
Knús Solla Pálma <3
Æðislegt hjá ykkur! Rosa gaman að fá að fylgjast með og sjá myndir ;-)
Váhh hvað þetta er geggjað!! Þessar myndir og lýsingar minnka ekkert löngunina til þess að heimsækja ykkur :) Knús til ykkar allra og þó sérstaklega til Heru krúttu!
Vá! Hera Fönn og þið öll ljómið alveg! Africa obviously agrees with you :)
Get allavega með sanni sagt að mig hefur ekki langað að heimsækja Afríku fyrr en nú :)
Kossar og knús á ykkur ævintýrafólkið mitt :*
xoxo, V
Get ekki beðið eftir að koma til ykkar í desember. Mér finnst á myndunum að Hera Fönn hafa þroskast svo mikið og ég fæ á tilfingun að ég sé að missa af einhverju hjá henni.
love, mamma
Post a Comment