Sunday, October 06, 2013


Hera Fönn og Lalli eru búin að vera mjög dugleg að "sósíalisera" hér í Lilongwe, kynnast fólki og styrkja tengslanetið. Lalli er meðal annars búinn að skella sér í göngutúr og teboð með kvenfélags- "kellingum", þar var honum boðið í foreldrahóp sem hittist þrisvar í viku eftir hádegi og á föstudögum er lifandi tónlist og drykkir í boði. Einu sinni í mánuði eru síðan Skandínavakvöld á golfvellinum sem þau feðgin eru búin að fara á - og kynnast fullt af áhugaverðu fólki sem ýmist sinnir skurðlækningum, ljóðagerð, sjálfboðastörfum, tómatarækt, kennslu eða bara einhverju allt öðru. Á fyrsta degi nánast var Lalli líka boðið í klúbb svo kallaðra house-husbands. Klúbburinn kallast "the STUDS" og þið megið giska fyrir hvað skamstöfunin stendur :)   

4 comments:

Anonymous said...

Hahaha ég hló upphátt, mér líður eins og ég sé komin inn í einhverja sápuóperu með Lalla í aðalhlutverki sem Mr.Stud ;) Æ þið eruð svo frábær og svo dugleg að koma ykkur inn í allt og kynnast fólki, máli og menningu. Húrra fyrir ykkur, er ekki viss um að ég gæti þetta sjálf. Aðdáunarvert að fá að fylgjast með ykkur í þessu ævintýri.
Kossar og knús úr snjónum á Selfossi, Hugrún.

Lalli og Eva said...

Einhverjar hugmyndir um meininguna a bak vid skammstofunina??

Knus a Selfoss.

Anonymous said...

ég get ekki imyndað mér fyrir hvað þessi skammstöfun stendur ....

kv. Hildur Björk

Anonymous said...

Upplýstu okkur Eva.. :) Ég er spennt að vita. :)

Knús Solla klippikló