Kveðjupartý og brúðkaup
Þar sem við, litla fjölskyldan, munum flytja á fjarlægar slóðir í lok sumars - nánar tiltekið til Malaví (smellið á linkinn) fannst okkur bæði skynsamlegt og skemmtilegt að kveðja vini og vandamenn með pompi og prakt. Af því tilefni bjóðum við til kveðju- og brúðkaupsgleði þann 27. júlí nk.
Gleðin mun hefjast í Brúarhvammi klukkan 16.00 að staðartíma þar sem við ætlum að setja upp hefðbundna giftingahringa með óhefðbundnum hætti. Gleðin færist síðan yfir á gamla hótelið betur þekkt sem Hótel Ljósbrá, Þinghúsið, Þinghúskaffi, Snúllabar eða Hótel Hveragerði... (fer aðeins eftir því hvað þið eruð gömul við hvaða nafn þið tengið) og mun væntanlega standa fram á nótt.
Við lofum veigum, veitingum og veglegum gleðiskammti í skiptum fyrir félagsskap ykkar. Ef svo óheppilega vill til að þið getið ekki verið með okkur á þessum degi endilega látið okkur vita í gegnum e-mail, kommentakerfið hér á síðunni, með símtali eða bara í eigin persónu.
Hlökkum til að dansa!
HVAR ER BRÚARHVAMMUR?
Brúarhvammur III er afar huggulegt heimili foreldra Evu og er strangt til tekið í Ölfusi - en engu að síður í miðbæ Hveragerðis... flókið aha! Til að rugla sem fæsta (!) má nálgast kort hér: BRÚARHVAMMUR III
ÚFF, HVERAGERÐI - HVERNIG KEMST ÉG HEIM...?
Fyrir þá sem geta ekki mútað 17 ára ungmenni sem er nýkomið með bílpróf til þess að sækja hressan frænda eða frænku í partý um miðja nótt eða bara fyrir þá sem vilja eyða nóttinni í Hveragerði bendum við á eftirfarandi valmöguleika:
Gistiheimilið Frumskógar www.frumskogar.is - fimm stjörnu gistiheimili í hjarta bæjarins, hinni frægu skáldagötu. Útisturtur og bíó á risa útiskjá á meðan þið svamlið í heita pottinum!
Hótel Eldhestar - www.eldhestar.is - hinu megin við þjóðveginn, huggulegt hestahótel.
Orlofsíbúðir í Ölfusborgum - www.olfusborgir.is - Eames stólar í stofunni, heitur pottur og fallegar gönguleiðir (sem má njóta til dæmis á leiðinni heim úr veislunni um nóttina).
Frost og Funi - www.frostogfuni.is - Heitur pottur nánast ofan í Varmá og splunkunýr veitingastaður á sama stað.
Hótel Örk - www.hotel-ork.is - uppfyllið drauminn um salibunu í rennibrautinni bæði fyrir og eftir veisluna!
Sumarhús á Núpum - www.nupar.is - litir sumarbústaðir til leigu rétt utan við Hveragerði.
Hjarðarból gistiheimili - www.hjardarbol.is - huggó sveitagistiheimili mitt á milli Selfoss og Hveragerði.
Tjaldstæðið - frekar kósý fyrir þá sem eru í útilegugír. Hægt að láta vekja sig með heitum rúnstykkjum úr bakaríinu (án djóks).
Gamlir eða nýir vinir - í brúðkaupinu gefst gott tækifæri til þess að sníkja gistingu hjá þeim sem búa í Hveragerði eða nágrenni, mætið með auka nærur og tannburstann og þið getið örugglega fengið að krassa í sófanum hjá einhverjum góðhjörtuðum veislugesti ;)
ÚTIBRÚÐKAUP?
Já! Athöfnin mun fara fram utandyra og þess vegna er það þjóðráð að líta til himins áður en lagt er af stað og græja sig eftir veðri. Veislan sjálf verður hins vegar mest megnis undir traustu þaki gamla hótelsins.
Bílastæðamál: Vegna þess að athöfnin og veislan eru ekki á sama stað (en þó nánast á sama blettinum) viljum við biðja gesti um að leggja bílunum sínum annað hvort við gamla hótelið eða íþróttahúsið/skólann og rölta síðan upp í Brúarhvamm í athöfnina. Við löbbum síðan öll saman úr athöfninni og yfir á hótelið til þess að halda veislunni áfram. Með þessu móti skapast ekki umferðaröngþveiti í litlu malargötunni fyrir utan húsið hjá mömmu og pabba og stutt í bílinn þegar gleðinni lýkur :-)
HVAR LÆT ÉG VITA?
Skildu eftir komment - eða ef þú ert ekki mikið fyrir að tjá þig á alnetinu geturðu sent tölvupóst eða hreinlega hringt og spjallað :-)
evahardar@gmail.com - s. 8419737
lallijons12@gmail.com - s. 6964763
Hlökkum til að dansa!
ÝMSAR UPPLÝSINGAR
HVAR ER BRÚARHVAMMUR?
Brúarhvammur III er afar huggulegt heimili foreldra Evu og er strangt til tekið í Ölfusi - en engu að síður í miðbæ Hveragerðis... flókið aha! Til að rugla sem fæsta (!) má nálgast kort hér: BRÚARHVAMMUR III
ÚFF, HVERAGERÐI - HVERNIG KEMST ÉG HEIM...?
Fyrir þá sem geta ekki mútað 17 ára ungmenni sem er nýkomið með bílpróf til þess að sækja hressan frænda eða frænku í partý um miðja nótt eða bara fyrir þá sem vilja eyða nóttinni í Hveragerði bendum við á eftirfarandi valmöguleika:
Gistiheimilið Frumskógar www.frumskogar.is - fimm stjörnu gistiheimili í hjarta bæjarins, hinni frægu skáldagötu. Útisturtur og bíó á risa útiskjá á meðan þið svamlið í heita pottinum!
Hótel Eldhestar - www.eldhestar.is - hinu megin við þjóðveginn, huggulegt hestahótel.
Orlofsíbúðir í Ölfusborgum - www.olfusborgir.is - Eames stólar í stofunni, heitur pottur og fallegar gönguleiðir (sem má njóta til dæmis á leiðinni heim úr veislunni um nóttina).
Frost og Funi - www.frostogfuni.is - Heitur pottur nánast ofan í Varmá og splunkunýr veitingastaður á sama stað.
Hótel Örk - www.hotel-ork.is - uppfyllið drauminn um salibunu í rennibrautinni bæði fyrir og eftir veisluna!
Sumarhús á Núpum - www.nupar.is - litir sumarbústaðir til leigu rétt utan við Hveragerði.
Hjarðarból gistiheimili - www.hjardarbol.is - huggó sveitagistiheimili mitt á milli Selfoss og Hveragerði.
Tjaldstæðið - frekar kósý fyrir þá sem eru í útilegugír. Hægt að láta vekja sig með heitum rúnstykkjum úr bakaríinu (án djóks).
Gamlir eða nýir vinir - í brúðkaupinu gefst gott tækifæri til þess að sníkja gistingu hjá þeim sem búa í Hveragerði eða nágrenni, mætið með auka nærur og tannburstann og þið getið örugglega fengið að krassa í sófanum hjá einhverjum góðhjörtuðum veislugesti ;)
ÚTIBRÚÐKAUP?
Já! Athöfnin mun fara fram utandyra og þess vegna er það þjóðráð að líta til himins áður en lagt er af stað og græja sig eftir veðri. Veislan sjálf verður hins vegar mest megnis undir traustu þaki gamla hótelsins.
Bílastæðamál: Vegna þess að athöfnin og veislan eru ekki á sama stað (en þó nánast á sama blettinum) viljum við biðja gesti um að leggja bílunum sínum annað hvort við gamla hótelið eða íþróttahúsið/skólann og rölta síðan upp í Brúarhvamm í athöfnina. Við löbbum síðan öll saman úr athöfninni og yfir á hótelið til þess að halda veislunni áfram. Með þessu móti skapast ekki umferðaröngþveiti í litlu malargötunni fyrir utan húsið hjá mömmu og pabba og stutt í bílinn þegar gleðinni lýkur :-)
HVAR LÆT ÉG VITA?
Skildu eftir komment - eða ef þú ert ekki mikið fyrir að tjá þig á alnetinu geturðu sent tölvupóst eða hreinlega hringt og spjallað :-)
evahardar@gmail.com - s. 8419737
lallijons12@gmail.com - s. 6964763
2 comments:
Hlökkum mikið til að fagna með ykkur!
Þetta verður svo flott og fallegt hjá ykkur! En mér sýnist ég þurfa að vera með fleiri en eitt par af skóm ;)
Post a Comment