Tuesday, February 01, 2011

Þakklæti

Heitur og rjúkandi kaffibolli, glærur um samskipti í uppeldis og fræðslustarfi, súkkulaði með hnetum. Que bien!

Ég lifi rólegheitarlífi þessa dagana og þakka fyrir það á hverju kvöldi hversu heppin ég er að vera í þessari stöðu. Ég vinn skemmtilega vinnu sem ég elska að undirbúa og sinna, ég bý í rúmgóðri og kósý íbúð þar sem ofnarnir virka og heita vatnið bunar úr sturtunni. Ég á yndislegan maka sem er líka sálufélagi minn og besti vinur. Notalegir vinir og fjölskylda eru í nálægð við okkur og lífið er gott.

Útþráin er ekki eins mikil og vænta mætti í febrúarbyrjun. Held að vorið sem ríkir á einhvern undarlegan hátt innra með mér hafi mikið um það að segja. Ég stelst samt til að leiða hugann öðru hvoru að útlandaferðum... enda bara gott að fylla hugann af sól og sumaryl þegar úti er hvasst og hvítt.

No comments: