Um svipað leyti og var búin að sitja sveitt við að bæta, laga og stytta þessi blessuðu ritverk mín í um það bil 8 klukkustundir samfleytt (án árangurs) fékk í sendan póst frá Ítalíu þar sem mér var tilkynnt að fresturinn til að skila inn útdrætti og uppkasti af fyrirlestri (sem ég kem til með að halda í ágúst) væri nú óðum að renna út. Ég fékk vægt taugaáfall og tók þá mikilvægu ákvörðun að gefast upp... í kvöld að minnsta kosti. Eða þangað til að geðsveiflurnar snúast í aðra átt, sem þær gera jú alltaf á endanum.
Annars er allt í sómanum hérna í Vesterbro. Við skötuhjú vinnum og lærum eins og síðustu blogg hafa gefið glöggt til kynna. Fengum yndislega gesti um helgina og áttum góðar stundir með þeim þrátt fyrir að hafa þurft að senda þau nokkru sinnum ein út að spássera, þar sem bækurnar kölluðu. Gestirnir fengu að kynnast Vesterbro nokkuð vel þar sem við Lárus erum orðin ansi heimakær og hliðholl hverfinu okkar. En Vesterbro er nú ekki verra en nokkurt annað hverfi svo ég held að þeim Berglindi og Hilmari hafi ekki líkað það illa að spóka sig mest um hér í vesturhluta Kaupmannahafnar.
Stærstu fréttir vikunnar eru hins vegar án efa þær að Lárus sér nú heiminn í nýju ljósi þar sem hann dreif sig í sjónmælingu og er hér með hættur að reyna að "æfa" sjónina með því að píra augun. Hann kom heim með linsur í dag og er alsæll með nýju sjónina :)
Hér verður bloggað að mun meiri krafti og gleði eftir að skóla lýkur!!