Næstu vikurnar verða ansi strembnar vinnu- og skólalega séð hjá okkur báðum og ef það verður fátt um fréttir þá er ástæðan góð og gild. Við viljum að sjálfsögðu eiga góðan tíma til að sinna þeim gestum sem eru væntanlegir til okkar í Kaupmannahöfn á næstunni og þá er um að gera að nýta næstu vikur vel.
Tuesday, April 14, 2009
Vor í lofti
Yndislegt páskafrí að baki og á morgun höldum við heim. Já það verður að viðurkennast að Kaupmannahöfn hefur hægt og rólega áunnið sér rétt til að heita "heim" og við hlökkum sannarlega til að komast heim til vina, heim í Vesterbro og síðast en ekki síst heim í sól og sumaryl. Við förum sátt og sæl með gott frí á Íslandi þar sem fjölskyldan fékk að vera í fyrirrúmi. Við áttum margar góðar stundir með bæði vinum og fjölskyldu í borg, bæ og sveit en upp úr standa hins vegar okkar fyrstu kynni af 13 marka og tæplega þriggja vikna dreng sem ilmar eins og vorið og fallegri en allt sem fagurt er.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Djö... hvað ég vissi að ég hefði átt að kyssa ykkur almennilega bless á skírdag !!! þetta er alltaf svona...brjálað að gera í boltanum og loksins þegar það er búið eruð þið bara farin "heim".... jæja hlakka bara ennþá meira til að sjá ykkur í sumar hvenær sem það nú verður.
kossar frúin á Holtsgötunni
Já svona er þetta nebbla alltaf!! Til hamingju með sigurinn og eiginmanninn sem skilaði sko heldur betur sínu og rúmlega það :)
Bolurinn þinn er í Brúarhvamminum og gömlu hjónin eru þar heima nánast öll kvöld og helgar ef þið eigið leið hjá, annars get ég líka örugglega dobblað mömmu eða pabba í að taka hann með í bæinn og skutla honum inn á Holtsgötu.
Knús og kossar!!!
Velkomin heim aftur til Dk!
Jáájáájáá við erum aldeilis til í hitting sem fyrst! Frekar róleg dagskrá hjá okkur núna þegar karfan er búin og allt það.
Spurning um hvort við veljum borg eða bæ og hvenær :)
Hilsen, Odensebúarnir
Post a Comment