Óskar eftir fólki frá Norður Evrópu til að sækja um. Hingað til hefur kostað 15.000 Evrur í námið en í næstu inntöku verður frítt fyrir Evrópubúa og því langar mig að auglýsa þetta frábæra tækifæri til meistaranáms í þremur löndum í Evrópu.
Hérna má lesa nánar um námið http://www.lifelonglearningmasters.org/ og ef ÞÚ hefur áhuga eða veist af einhverjum sem gæti verið áhugasamur/söm þá endilega hafið samband við mig í gegnum meilið evah@dpu.dk og fáið frekari upplýsingar!!
Thursday, February 26, 2009
...
Síðasti leikurinn í deildinni er í kvöld og ég sit heima að drukkna í lærdómi. Kannski missi ég ekki af svo miklu þar sem síðasti leikur var einstaklega óspennandi þrátt fyrir afar gleðileg úrslit þar sem SISU vann Horsens með um það bil 40 stigum. Dönsku SISU strákarnir fengu gott tækifæri til að bæta við sig mínútum og á meðan sátu Lárus og flestir aðrir sem venjulega eru í byrjunarliðinu á bekknum. Það stefnir nú flest í það að þessi leikur verði á svipuðum nótum - aldrei að vanmeta andstæðing samt sem áður... Þessi stig sem vinnast núna svona auðveldlega hefðu vel mátt koma fyrr í vetur og þá væri staðan heldur betur önnur. En svona er þetta bara og SISU spilar svokallað neðri-deildar-umspil og eru efstir og langsamlega bestir í neðri hluta deildarinnar. Því má vel ætla að það verði stutt umspil og þeir vinni strax sína tvo leiki af þremur sem þarf til að halda 7. sætinu sem þeir eru nú í.
Skólinn kominn á fullt og það gefst lítill tími til að slaka á. Annar áfangakennarinn minn er einn sá allra metnaðarfyllsti. Tímarnir hjá honum byrja klukkan 9 og eru til 5. Á þessum tíma fáum við eina pásu í ca 20 mínútur um hádegisbilið. Pásan sem átti í upphafi að vera klukkutíma hádegishlé styttist með hverjum tímanum þar sem hann vill ekki að ein einasta mínúta fari til spillis. Kennarinn er grískur prófessor sem heitir Stavros og er stundum kallaður Starvors. Hann er mikill lýðræðissinni og kennir einungis í anda Sókratesar, sem gefur tímunum vissulega skemmtilegan og spennandi blæ. Yfirleitt nær hann að koma öllum nemendum í bekknum upp á móti hvor öðrum, ef ekki, þá að minnsta kosti að skapa fjörugar umræður. Þá þýðir lítið að mæta ólesin í tíma ef maður vill geta svarað fyrir sig eða átt séns í umræðunum.
Vinnan gengur vel hjá okkur báðum, ég vinn ca 2 til 3 daga í DPU og Lalli vinnur 3 daga hjá framkvæmdarstjóra liðsins við að skipuleggja það sem snýr að SISU. Við erum síðan bæði með "after school activities" hjá CIS og verðum alveg fam á sumar. Lalli er að taka að sér meira í þeirri deild og verður nú með badminton, körfubolta og frjálsar. Ég held mig bara við fimleikana einu sinni í viku sem er fínt svona með skólanum og vinnunni þar.
Á morgun er okkur boðið í ítalsk matarboð hjá Jónasi og Lísu - erum æsispennt að fá eitthvað girnilegt að borða úr ítölsku kokkabókinni þeirra :) Góða helgi til ykkar allra - hún verður pottó góð hjá okkur!! :D
Skólinn kominn á fullt og það gefst lítill tími til að slaka á. Annar áfangakennarinn minn er einn sá allra metnaðarfyllsti. Tímarnir hjá honum byrja klukkan 9 og eru til 5. Á þessum tíma fáum við eina pásu í ca 20 mínútur um hádegisbilið. Pásan sem átti í upphafi að vera klukkutíma hádegishlé styttist með hverjum tímanum þar sem hann vill ekki að ein einasta mínúta fari til spillis. Kennarinn er grískur prófessor sem heitir Stavros og er stundum kallaður Starvors. Hann er mikill lýðræðissinni og kennir einungis í anda Sókratesar, sem gefur tímunum vissulega skemmtilegan og spennandi blæ. Yfirleitt nær hann að koma öllum nemendum í bekknum upp á móti hvor öðrum, ef ekki, þá að minnsta kosti að skapa fjörugar umræður. Þá þýðir lítið að mæta ólesin í tíma ef maður vill geta svarað fyrir sig eða átt séns í umræðunum.
Vinnan gengur vel hjá okkur báðum, ég vinn ca 2 til 3 daga í DPU og Lalli vinnur 3 daga hjá framkvæmdarstjóra liðsins við að skipuleggja það sem snýr að SISU. Við erum síðan bæði með "after school activities" hjá CIS og verðum alveg fam á sumar. Lalli er að taka að sér meira í þeirri deild og verður nú með badminton, körfubolta og frjálsar. Ég held mig bara við fimleikana einu sinni í viku sem er fínt svona með skólanum og vinnunni þar.
Á morgun er okkur boðið í ítalsk matarboð hjá Jónasi og Lísu - erum æsispennt að fá eitthvað girnilegt að borða úr ítölsku kokkabókinni þeirra :) Góða helgi til ykkar allra - hún verður pottó góð hjá okkur!! :D
Sunday, February 22, 2009
Sunnudagur
Helgin var bæði skynsamleg og hugguleg. Við pössuðum sætustu stelpuna á Solbakken á föstudagskvöldið á meðan mamman og pabbinn fóru á sveitaball að íslenskum sið. Hún var auðvitað ekkert nema hressleikinn og ljúfleikinn uppmáluð. Söng meðal annars sjálfan sig í svefn - sem var einstaklega krúttlegt.
Ég þurfti reyndar að leggja mig um það bil þrisvar á laugardeginum sökum þreytu þar sem ljúfunni tókst að vakna klukkna 6:20 á laugardagsmorgninum. Ef ég eignast börn held ég að ég komi til með að þjást af síþreytu. Rósin sem er miklu meira skotin í Lalla heldur en mér tilkynnti síðan mömmu sinni og pabba þegar þau komu heim að það hefði verið gaman í pössun hjá Lalla "Lalli Gaman" sagði hún skælbrosandi en minntist ekki einu orði á Evu vinkonu sína sem las svona 10 bækur fyrir hana, púslaði 5 púsl, söng allan daginn og sagði sögur, gaf henni pizzu og vaknaði síðan á ókristilegum tíma til að elda hafragraut.
Fórum snemma að sofa í gærkvöldi og sváfum í ca 12 tíma sem er einstaklega sjaldgæft en mjög svo ánægjulegt. Körfuboltaleikur í dag og ég er búin að bjóða öllum í bekknum mínum að koma og horfa. Þeir sem eru í Köben og hafa lítið að gera klukkan 3 eru auðvitað velkomnir í Kildeskovshallen til að fylgjast með SISU vs. Horsens.
Þangað til næst...
Ég þurfti reyndar að leggja mig um það bil þrisvar á laugardeginum sökum þreytu þar sem ljúfunni tókst að vakna klukkna 6:20 á laugardagsmorgninum. Ef ég eignast börn held ég að ég komi til með að þjást af síþreytu. Rósin sem er miklu meira skotin í Lalla heldur en mér tilkynnti síðan mömmu sinni og pabba þegar þau komu heim að það hefði verið gaman í pössun hjá Lalla "Lalli Gaman" sagði hún skælbrosandi en minntist ekki einu orði á Evu vinkonu sína sem las svona 10 bækur fyrir hana, púslaði 5 púsl, söng allan daginn og sagði sögur, gaf henni pizzu og vaknaði síðan á ókristilegum tíma til að elda hafragraut.
Fórum snemma að sofa í gærkvöldi og sváfum í ca 12 tíma sem er einstaklega sjaldgæft en mjög svo ánægjulegt. Körfuboltaleikur í dag og ég er búin að bjóða öllum í bekknum mínum að koma og horfa. Þeir sem eru í Köben og hafa lítið að gera klukkan 3 eru auðvitað velkomnir í Kildeskovshallen til að fylgjast með SISU vs. Horsens.
Þangað til næst...
Thursday, February 19, 2009
og...
...fyrir vildarpunktana sem okkur áskotnuðust í gær var pantað flug heim til Íslands um páskana. Ég íhugaði í eitt augnablik að panta miða til Boston eða New York fyrst ég átti orðið svona mikið af punktum. En svo mundi ég auðvitað eftir öllum vinunum og fjölskyldunni og bókaði til Ísalalalands!! Við verðum heima frá 7. apríl til 15. apríl sem spannar fleiri daga en við vorum heima yfir jólin. Júhú ég hlakka til.
Erum að fara að passa Ms. Mambó á morgun og ég hlakka líka til þess að fá að knúsast með henni heilt kvöld á meðan mamma hennar og pabbi verða einhverstaðar í ruglinu....
Erum að fara að passa Ms. Mambó á morgun og ég hlakka líka til þess að fá að knúsast með henni heilt kvöld á meðan mamma hennar og pabbi verða einhverstaðar í ruglinu....
Wednesday, February 18, 2009
Þér hafa verið gefnir vildarpunktar...
er yndisleg setning!! Á stofuborðinu er dagatal, heimshnöttur, blöð með plönum, visakortið og framtíðin liggur fyrir....
Tuesday, February 17, 2009
...
Hér í höfn Kaupmanna snjóar sem aldrei fyrr - krökkunum í international bekknum mínum til mikillar ánægju. Daglega koma inn ca 100 myndir á Facebook hjá þeim þar sem þau gera engla í snjónum, kasta snjóboltum og taka myndir af "bómullartrjám" (snjó á trjám). Mjög sætt allt saman og alveg í sama anda og þegar ég tek óendanlega margar myndir af öllum eðlum, froskum og fuglum sem á vegi mínum verða í heitum löndum.
Því miður fór síðasti körfuboltaleikur ekki eins og óskað var eftir. Leikurinn tapaðist mjög naumt og staðreyndin því sú að SISU kemst ekki upp um sæti á þessari leiktíð og þar af leiðandi ekki í úrslitakeppnina. Engu að síður eru tveir leikir eftir af tímabilinu og mikilvægt að vinna þá til að þurfa ekki að spila stórt umspil um að halda sér uppi í deildinni. Þessum fréttum fylgja bæði kostir og gallar og eru helstu kostirnir fólgnir í því að nú liggur engin vafi á því að við komumst heim um páskana. Hlökkum til!
Annars er tími ritgerða enn og aftur að renna upp - þar sem ég hugsa að með minnkandi körfuboltastressi færist vinnuálag Lárusar yfir á Masterritgerðina hans og mínar annarritgerðir þurfa að fara að taka á sig einhverja skýra mig á næstu vikum. Já þetta er nú svona frekar rútínerað hjá okkur skötuhjúum.
Jæja nú ætla ég að drífa mig niður í Netto, selja dósirnar mínar og kaupa í matinn :)
Ást og friður!
Því miður fór síðasti körfuboltaleikur ekki eins og óskað var eftir. Leikurinn tapaðist mjög naumt og staðreyndin því sú að SISU kemst ekki upp um sæti á þessari leiktíð og þar af leiðandi ekki í úrslitakeppnina. Engu að síður eru tveir leikir eftir af tímabilinu og mikilvægt að vinna þá til að þurfa ekki að spila stórt umspil um að halda sér uppi í deildinni. Þessum fréttum fylgja bæði kostir og gallar og eru helstu kostirnir fólgnir í því að nú liggur engin vafi á því að við komumst heim um páskana. Hlökkum til!
Annars er tími ritgerða enn og aftur að renna upp - þar sem ég hugsa að með minnkandi körfuboltastressi færist vinnuálag Lárusar yfir á Masterritgerðina hans og mínar annarritgerðir þurfa að fara að taka á sig einhverja skýra mig á næstu vikum. Já þetta er nú svona frekar rútínerað hjá okkur skötuhjúum.
Jæja nú ætla ég að drífa mig niður í Netto, selja dósirnar mínar og kaupa í matinn :)
Ást og friður!
Monday, February 16, 2009
Enn um val... :)
*tvær ljósaperur sprungu í gær
*ég náði ekki að læra fyrir tímann í dag
*við gátum ekki borgað alla leiguna í þessum mánuði
*það er ógeðslega kalt úti
*SISU tapaði í gær og kemst ekki í úrslitakeppni
*ég er búin að þyngjast um 5 kíló síðan við fluttum
EÐA
*það er ótrúlega rómó að hafa bara kertaljós inn á baði
*tíminn í dag um creativity & innovation var súper skemmtilegur
*við leigjum hjá æðislegri stelpu sem er alltaf til í að gefa okkur séns
*það er svo næs þegar það snjóar, allt verður miklu bjartara úti
*nú komumst við pottþétt heim til Íslands um páskana - gengur betur næst
*uuu... hjóla meira??
Hvort veljið þið??
*ég náði ekki að læra fyrir tímann í dag
*við gátum ekki borgað alla leiguna í þessum mánuði
*það er ógeðslega kalt úti
*SISU tapaði í gær og kemst ekki í úrslitakeppni
*ég er búin að þyngjast um 5 kíló síðan við fluttum
EÐA
*það er ótrúlega rómó að hafa bara kertaljós inn á baði
*tíminn í dag um creativity & innovation var súper skemmtilegur
*við leigjum hjá æðislegri stelpu sem er alltaf til í að gefa okkur séns
*það er svo næs þegar það snjóar, allt verður miklu bjartara úti
*nú komumst við pottþétt heim til Íslands um páskana - gengur betur næst
*uuu... hjóla meira??
Hvort veljið þið??
Saturday, February 14, 2009
...
Körfubolta/danssýningin í gær lukkaðist heldur betur vel og kvöldið var í alla staði huggulegt og skemmtilegt. Flottir dansarar, skemmtilegur körfubolti og mjög flott tónlist og ljósashow. Gaman gaman. Borðuðum á skemmtilegum stað líka við endan á Sonder Boulevard sem heitir Bio Mio eða eitthvað álíka. Mæli með honum ef þið eigið leið um Köben. Staðurinn er 100% lífrænn og hefur það skemmtilega concept að þú velur þér þinn eigin kokk og hann eldar fyrir þig á meðan þú fylgist með.
Leikur á morgun gegn Næstved - einn mikilvægasti leikurinn á tímabilinu myndi ég ætla og mikil spenna í gangi!! :)
Leikur á morgun gegn Næstved - einn mikilvægasti leikurinn á tímabilinu myndi ég ætla og mikil spenna í gangi!! :)
Friday, February 13, 2009
Lárus...
er ad fara ad sýna kørfubolta í slagtogi med balletdønsurum í DGI-byen í kvøld. Medal áhorfenda verda krónprinsinn og Mary prinsessa. Ég ætla mest ad reyna ad taka myndir af theim (prinsinum og prinsessunni sko). Linkurinn hérna fyrir nedan útskýrir thetta "event" kannski ørlítid betur ef thid erud sleip í dønskunni.
Svarti strákurinn a myndunum sem hægt er ad skoda heitir Jesse og er í lidinu hans Lárusar, SISU CPH og er einn langbesti kaninn í deildinni hérna í ár. Ég er alveg ótrúlega spennt fyrir thessu... Sérstaklega í ljósi thess ad Lárus hefur sagt ad hann sé adal-dansarinn...!!!
Thursday, February 12, 2009
Ég...
- fór í mega kósý brunch með Ásu Ninnu í Frederiksberg og mátaði falleg föt hjá henni
- fékk LÍN og LÆKKAÐI yfirdráttinn - jedúdda mía hvað það var góð tilfinning
- framlengdi leigusamninginn við Trine - erum núna með íbúðina út september
- sat á kaffihúsi með prófessor í tvo klukkutíma og talaði um borgaravitund og lifelong learning
- lærði um muninn á creativity og innovation
- las Etica Para Amador í þriðja skiptið
- fékk atvinnutilboð á Íslandi
- íhugaði að flytja alfarið til Spánar
- spilaði skák við Lalla og náði bara að færa tvö peð áður en ég tapaði
Það er í tísku að vera í íslenskri ull í kreppunni...
Monday, February 09, 2009
Ummmm daaaa
Síðan við fluttum út hef ég ekkert lagt mig sérstaklega fram við að fylgjast með dægur(þrasi)málum frá Íslandi. Er bara ponsu lítið fegin að vera ekki mitt í allri hringiðunni og að geta horft á úr ákveðinni fjarlægð. Ég freistaðist hins vegar til að horfa á fréttir í beinni á RÚV í gærkvöldi á meðan ég var að elda kvöldmat (ég er ótrúlega dugleg að elda kvöldmat fyrir þá sem ekki vita). Semsagt, ég horfði á fréttirnar og fékk óstöðvandi kjána/klisju hroll. Í fréttunum var aðallega fjallað um fólk sem fannst annað fólk leiðinlegt við sig eða koma illa fram við sig út af ástandinu.
Uppeldi mitt sl. 27 ár (já ég held að mamma og pabbi sé ennþá að reyna að ala mig upp stundum) hefur aðallega markast af tveimur mjög skýrum og einföldum leiðarljósum sem ég hef reynt að tileinka mér í gegnum lífið.
1. Þú tekur ábyrgð á sjálfum þér.
2. Þú hefur frelsi til að velja.
Þetta tvennt, frelsið og ábyrgðin haldast í hendur og mynda órjúfanlegt orsakasamhengi. Þegar ég tala um ábyrgð þá meina ég að maðurinn tekur ábyrgð á því sem hann gerir - og gerir ekki ef því er að skipta. Með frelsi til að velja á ég við það að í öllum aðstæðum getum við valið hvaða leið við förum og hvað við gerum - eða gerum ekki. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því - og mér var kennt það mjög snemma að lífið er ekki alltaf sanngjarn og maður hefur ekki alltaf val um hvað hendir mann í lífinu. En maður hefur alltaf frelsi til að velja hvernig maður bregst við í aðstæðunum. Maður hefur alltaf frelsi til að axla ábyrgð og til að takast á við það sem lífið býður manni upp á. Frelsið sem okkur er gefið kristallast að mínu mati í því að taka ábyrgð.
Já einmitt og hana nú! Þessi moli hefði nú kannski frekar átt heima á persónulega blogginu mínu en hann fékk að fljóta hérna með. Ég slökkti allavega á fréttunum eftir smá stund og ákvað að vera bara ekkert að horfa á svo mikið á þær aftur. Enda margt annað sem á hug minn allan þessa dagana. Um helgina pössuðum við hundinn Brúnó. Ég var nú ekki mikil hundakona fyrir þessa helgi og það breyttist lítið held ég. Hundurinn fór með mig út að labba en ekki öfugt. og ég pissaði næstum á mig af hræðslu þegar aðrir, mun stærri og sterkari hundar, geltu á eftir okkur Brúnó. Hann var samt voða ljúfur og góður og hagaði sér af mikilli prúðmennsku alla helgina.
Þegar ég kom heim úr skólanum og vinnunni í dag þá beið mín líka þessi ótrúlega spennandi pakki frá Íslandi!! :) Ég er búin að lifa ansi lengi á afmælinu mínu og hef fengið frábæra pakka með reglulega millibili síðan í byrjun janúar! Ég fékk yndislega fallega ullarsokka sem eru nú fastir við fætur mínar og heilan helling af íslensku nammi sem fór rakleitt upp í skáp (fyrir utan einn Draum). Nú býð ég spennt eftir að það renni upp nammidagur hér á M.48. Fyrir um það bil viku síðan fékk ég líka pakka fullan af nammi og fleira fallegu prjónadóti frá Reykásfjölskyldunni. Er búin að vera klædd í íslenska ull nánast frá toppi til táar síðustu daga og er algjörlega að elska það!
Lalli er núna komin í dansfélag SISU en ekki körfuboltafélag SISU þar sem liðið hans er að æfa tímabundið með balletdönsurum að rosa flottu showi sem fer fram í DGI - byen í þessum mánuði. Showið er samblanda af körfubolta og ballet/modern dansi. Þetta verður mikið ljósa og tónlistarshow og örugglega rosalega flott og ég er mjög spennt að sjá þetta þegar þetta verður sýnt. En svo engin misskilji neitt þá fer Lárus með hlutverk körfuboltamanns í showinu :)
Annars hef ég gleðifréttir að færa... bráðlega þegar og ef ég fæ staðfestingu á því :) (ég er samt ekki ófrísk þó svo að Óli litli fari mér einstaklega vel á myndinni úr síðustu færslu). Jæja nú er það alvaran sem tekur við og það þýðir að ég verð að lesa mér eitthvað örlítið til um samanburðarmenntunarfræði.
Kveðja af M48
Thursday, February 05, 2009
...
Bara að minna á eitt og annað. Er komin með nýtt meil sem er töluvert styttra og aðgengilegra en fyrra skóla-meilið sem mér var úthlutað. Fékk þennan munað að skipta um meil þar sem ég nú skráð sem starfsmaður skólans. Póstfangið er evah@dpu.dk.
Er massa stolt að segja frá því að tillaga okkar fjórmenninganna (Tinna, Haukur, Maggi og Eva) var valin til innkaupa af Hveragerðisbæ og nú stendur yfir sýning á tillögunum í Listasafni Árnesinga (Listaskálinn í Hveragerði). Þeir sem eru áhugasamir um hönnun og arkitektúr ættu endilega að skella sér. Tillöguna okkar er síðan hægt að skoða á heimasíðu Tinnu frænku www.tinnaottesen.blogspot.com
Við erum svo yndislega heppin að eiga góða vini og vinkonur sem stunda hina ýmsu iðju hérna í Köben. Til dæmis má nefna að Eva Lind vinkona okkar klippir hár, plokkar augabrúnir og hannar föt. Eins og flestir sem þekkja mig vita er hún Hildur María einn efnilegasti ljósmyndari sem ég veit um og hún tekur myndir við öll tækifæri.
Annars er gott að frétta af okkur. Skólinn byrjaði af fullum krafti í gær, miðvikudag og næsti leikur í körfunni verður 22. febrúar nk. Í dag var ég svo heppin að fá að kíkja í heimsókn til Ingu Rúnar og Ólafs litla sem var algjör rúsínubolla...
Monday, February 02, 2009
Góð helgi í Odense..
...að baki og ég setti inn nokkrar myndir frá síðustu vikum hérna til hliðar í myndaalbúmið. Smella á myndina af okkur skötuhjúum til að skoða fleiri myndir. Helgin var yndisleg í alla staði og við nutum okkar eins og við værum í útlöndum. Haddi og Bjarney stjönuðu við okkur alla helgina og við skemmtum okkur afskaplega vel.
Í gærkvöldi fengum við Einar Rúnar í kvöldmat til okkar þar sem hann var í transiti á leið sinni heim til Kína. Gaman að fá hann í stutta heimsókn og við látum okkur nú dreyma um Kínaferð - sérstaklega í ljósi þess hversu skelfilega kalt er í Kaupmannahöfn þessa dagana.
Subscribe to:
Posts (Atom)