Jæja þá var fyrsta skóladeginum mínum að ljúka og Lalli farin á þriðju körfuboltaæfinguna sína... Semsagt allt að komast í fastar skorður. Lalli er svona nánast búinn að ákveða hvar hann ætlar að æfa og spila í vetur. En það kemur nú samt allt betur í ljós þegar líða tekur á undirbúningstímabilið. Við tókum rölt í hverfinu okkar í gær og fundum hrikalega góðan Tælenskan stað rétt hjá sem við eigum pottþétt eftir að heimsækja nokkuð oft. Hverfið leggst alltaf betur og betur í okkur. Það er bæði notalegt og hugglegt en samt centralt og stutt í allt fjörið.
Aðeins um skólann: Við erum 16 í bekknum mínum frá öllum heimshornum. Með mér í bekk eru til dæmis krakkar frá Eþíópíu, Pakistan, Kamerún, Kína, Indlandi, Filipseyjum, Serbíu og Svartfjallalandi. Þannig að kúltúrblandan er afar áhugaverð og ég hlakka til að vinna með jafn fjölbreyttum hópi - á pottþétt eftir að læra ótrúlega margt nýtt og spennandi. Það er haldið einstaklega vel utan um prógrammið og dagskráin er frekar þétt. Skólinn er æðislega fallegur og býður upp á skemmtilegt lærdómsumhverfi bæði inni og úti. Fyrir mjög suttu síðan var hann tekinn í gegn og hluti af honum endurnýjaður. Til dæmis var rutt út risa stóru bílastæði og búinn til mjög fallegur svona campus garður sem myndar nokkurs konar miðju um allar byggingarnar. Innvolsið er síðan auðvitað frekar skandinavískt. Til dæmis er allt frekar ljós og stílhreint og síðan er yndislega mikið af svona "almenningi" eða afslöppunarherbergjum. Held að metnaðarfullu og kláru elítu krökkunum frá Indlandi hafi ekkert litist á gæjann sem gaf okkur the tour around campus. Því hann opnaði endalaus herbergi með svölum og sófum og sagði: "If you feel like relaxing, talking, sleeping or having a coffe or a smoke then this is the room". Mitt helsta áhyggjuefni var einmitt að kúrsinn yrði ekki nægilega metnaðarfullur en ég þarf sko alls ekki að hafa áhyggjur af því. Miðað við daginn í dag og kröfurnar sem var lagt upp með þá verður þetta ekkert nema vinna næstu tvö árin sýnist mér!
Ég var búin að vera frekar mikið stressuð í vikunni yfir öllu tengdu skólanum og hafði af því miklar áhyggjur að ég yrði ekki nægilega fluent í ensku og að ég myndi ekki koma með nægilega góðan bakgrunn. Komst síðan að því í dag að auðvitað voru allir í bekknum jafn stressaðir og ég að mæta í fyrsta skiptið nema þau voru auðvitað í mun verri stöðu. Skilja ekki bofs í tungumálinu og finnst þau gjörsamlega vera á tunglinu svona kúltúrlega séð. Síðan uppgötvaði ég að ég er bara nokkuð góð í ensku og hef alveg ágætis bakgrunn fyrir þetta nám. Allar áhyggjur foknar út í veður og vind og ég varð allt í einu sú sem skyldi mest og kunni mest í "surviving Copenhagen"... sem er þeirra helsta áhyggjuefni þessa dagana.
Við Lalli erum svo heppin að eiga góða að í hverju horni hérna í Köben og erum því bara í súper málum. Við heimsóttum til dæmis Tinnu og Janna á laugardaginn og hjálpuðum þeim að flytja í nýja æðislega staðsetta íbúð rétt við Söerne. Fluttum á þvílíkum methraða að annað eins hefur ekki sést. Flutningabílstjórinn bauð meira að segja Lárusi helgarvinnu hann var svo impressed :) Ástæðurnar fyrir afkastagetunni voru aðallega tvær. Í fyrsta lagi kostar fullt (fyrir fátæka námsmenn) að leigja stóran flutningabíl á helgartaxta og í öðru lagi þurftum við að ná að flytja allt út úr gömlu íbúðinni og inn í nýju íbúðina áður en handboltaleikurinn byrjaði. Sá leikur fór nú betur en það leit út í fyrstu!! Við gátum allavega fagnað eins og við hefðum unnið... gerðum það meðal annars með því að kíkja á barinn Joline sem þær íslensku Dóra og Dóra Dúna eiga / reka. Þar var mikil stemming og barinn er alveg ágætis staður til að tjútta á.
Annars eru það bara nokkur praktísk atriði sem við eigum eftir að ganga frá. Erum í vandræðum með heimilistölvuna okkar. Hún er algjörlega malfunctional - full af vírusum og harða drifið er líklegast ónýtt og því lítið hægt að gera (nema setja hana í rándýra viðgerð). Síðan var búið að lofa okkur þráðlausu interneti sem virkar ekki eins og stendur... við höfum verið að reyna að hugsa það til að virka en ég held að við endum á því að hringja í netfyrirtækið og fá einhvern hingað til að laga það fyrir okkur.
Já og eitt enn: Ef einhver er á leiðinni til Köben frá Íslandi mjög fljótlega (í næstu eða þarnæstu viku) og getur tekið eina splunkunýja fartölvu með sér (og jafnvel eitt hjól) þá væri það algjör draumur. Tölvan yrði að fara sem handfarangur en hjólið getur farið í heilu lagi út í farangrinum.
Þrusum inn myndum svona við tækifæri. Ég var eiginlega sú eina sem kom til dæmis ekki með myndavél í skólann í dag. Bekkjarfélagar mínir tóku hins vegar myndir af öllu mögulegu og ómögulegu. Ég ætla að vera dugleg að taka myndir næstu daga :)
Þangað til næst...
8 comments:
mikið rosalega er þetta spennandi hjá ykkur...
hlakka til að fylgjast með lífinu í dk...
hvernig geri ég það??
jú hun eva ætlar að vera svo dugleg að blogga.
kossar og knús eða frekar knus og kram
Ohhh ekta Íslendingur ekki með myndavél fyrsta daginn ;) Alveg tækifæri að bjóða mér og Viðari út og hann lagar tölvuna fyrir ykkur!! :)
Kv,
Guðrún
Hehehe já algjörlega!! A computure master needed in this home!!
Ætla ég heldur betur að vera dúleg Rakel!!
Frábært hvað allt gengur vel,
Ég sendi póst á eitthvað af fólkinu í hópnum út af Köben ferð, er nú ekki með öll e-mail. Setti svo könnun á ml78.bloggar.is, gat ekki kommentað þarna...
Er ekki spurning að auglýsa þetta líka á facebook, það eru svo margir þar?
Kveðja, Elín úberspennta að komast í helgarferð til Köben ;o)
Júhú!! Mikið er ég hamingjusöm að þú ert svona spennt fyrir þessu - alveg um að gera að vota fyrir þessu á sem flestum stöðum og við sem flesta. Það yrði nú bara gaman að fá ykkur sem flest eina helgina!!! Við gætum skipulagt fullt að gera saman.
Frábært að fyrsti skóladagurinn hafi gengið svona rosa vel, þetta á bara eftir að vera spennandi tími hjá ykkur. Maður á nú pottþétt eftir að koma til köben þó það verði nú ekki á næstu mánuðum, vonandi komið þið heim um jólin og getið þá kanski heimsótt nýja krílið ef það kemur tímalega.
Heyrði aðeins í Hildi í dag og sagði hún mér að hún væri á leið til new york voða gaman þar sem ég verð þar líka ég gæti tekið tölvuna ef þú vilt með mér þangað og látið Hildi hafa hana ef þið verðið ekki ´buin að fá hana fyrir það.
mbk. Hafný
Ég get reddað tölvunni ef þú reddar mér íbúð.....Grín
kv.Jónas
Hahahaha já ekkert mál sófinn okkar er til dæmis alltaf available (þúst Lísa getur bara sett saman tvo stóla og fengið teppi). Við skulum samt vera með augun alveg galopin svona í alvörunni fyrir íbúð handa ykkur - ég mæli með vestside svona til að við getum verið neighbours!!
Sendu mér meil - svo við getum spjallað: evahar@hi.is
Hafný ég hef þig bak við eyrað ef ég verð ekki komin með tölvuna þá -úff ég öfunda ykkur svoooo af NY ferðinni!
Post a Comment