Wednesday, June 28, 2006

Hressleiki Dagsins

1 dagur í Roskilde
Hildur og Ágúst redduðu sér miðum í dag... á seinustu stundu
Við eigum LÆST hjól fyrir utan sem fær makeover fljótlega af ýmsum ástæðum
Það spáir ennþá 25 stiga hita og sunny alla helgina

Tuesday, June 27, 2006

Roskilde Festival

Nenenene.... Við eigum miða, við eigum miða, við eigum miða....

Fórum upp á svæði í gærdag og tjölduðum alltof mörgum tjöldum fyrir allt of mikið af fólki sem skuldar okkur alveg fáránlega stóran greiða núna!!

Nú er bara að vona að Axl Rose verði látin laus úr varðhaldi og láti sjá sig á Hróarskeldu!!

Friday, June 23, 2006

"Nýja" sjónvarpið okkar - beint úr skrallinu :)

Skrall

Eignuðumst nýtt sjónvarp rétt áðan - fundum það í skrallinu...

Alveg fríkeypis :) Gerist ekki meira námsmannadanzkt en þetta held ég.

Skrallið er semsagt svona rusl þar sem fólkið í hverfinu hendir dóti sem það notar ekki lengur. Einhver dani skipti út gamla sjónvarpinu fyrir plazma skjá og við nutum góðs af. Þetta líka fína sjónvarp!!

Thursday, June 22, 2006

Arbejde

Jæja núna er búiða að neyða mig til þess að skrifa á þetta blogg. Áslaug vinkona hennar Evu reddaði okkur vinnu við skúringar en við ætlum að kalla okkur ræstitækna hér eftir. Takk kærlega Áslaug. Annars er ég og Eva eða vænan mín eins og afi í Indró kallar hana því hann mana ekki hvað hún heitir-gott redd hjá afa-í góðu tjilli hér í danmark. Í nýju vinnunni byrjum við klukkan sex fyrir hádegi og eigum að vinna til 11. Áslaug tjáði okkur að vinnutíminn væri frá sex til átta og þá er tekið kaffi til korteríníu. Eftir kaffið er unnið til hálftíu og þá er beðið eftir því að klukkan skríði yfir tíu og þá er farið heim og jafnvel tekið smá legg.
Med venlige hilsen, Lalli og Eva

Tuesday, June 20, 2006

Uppáhalds

Heftarinn sem ég keypti í Ordning & Reda er í algjöru uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Ég er með hann á skrifborðinu því það er svo skemmtilegt að horfa á hann. Hann er við hliðina á algjörlega uppáhaldshlutnum mínum í dag - fallega Tivoli útvarpinu okkar :)

...síðustu daga...
-sóttum um vinnur
-verzluðum bara ef það var tilbud
-hittum Möggu Guðmunds og Möggu Rós
-höfðum það huggulegt
-borðuðum allt ökologiskt

Sunday, June 18, 2006

Info & Myndir

Myndir frá fyrstu dögunum á www.fotki.com/evahardardottir undir Köben Sumar 2006.

Dönzku númerin okkar eru: +45 26474445 (Eva) & +45 26461059 (Lalli)

Ring nu!!

Saturday, June 17, 2006

Komin til Köben

Þá erum við komin til Kaupmannahafnar! Vorum svo heppin að fá íbúðina degi fyrr en áætlað var svo við sluppum við að leita að gistingu eina eða tvær nætur. Íbúðin er við Rolfsplads 19, 2000 Frederiksberg fyrir þá sem vilja banka upp á hjá okkur.

Staðsetningin er mjög góð og allt til alls í næsta nágrenni. Strætó gengur beint niðrí bæ og er ca 10 á leiðinni. Reyndar erum við búin að komast að því að það er fljótlegra að hjóla og við erum svona 5 mínútur að hjóla niðrí bæ.

Íbúðin sjálf er mjög notaleg og kósý. Hún er pínu lítil en bara akkúrat passlega fyrir okkur tvö. Við fengum netsamband strax og dönzk símanúmer - sem ég set inn von bráðar.

Næst á dagskrá hjá okkur að finna vinnu svo við getum fengið danzka bráðabyrgðar kennitölu og þénað einhverja peninga. Eyddum fyrstu dögunum og helginni í að skoða okkur um og hugga okkur með Hildi og Ágústi.

Veðrið er búið að vera yndislegt - rúmlega 20 stiga hiti og sól sem er bara hið besta sumarveður á íslenzkan mælikvarða. Meiri fréttir seinna...

-ástogkossar- L+E

Sunday, June 04, 2006

Myndataka

Takan heppnaðist alveg æðislega vel og fór fram í bongó blíðu. Hlakka til að sjá alvöru myndirnar. Þessar tók Sibba systir af litlu systrum sínum og Lalla.

Saturday, June 03, 2006

Heimkoma

Vorum að koma heim. Fórum bæði beint í ýmis verkefni og vinnu. Fínt að vera upptekin þangað til að við förum aftur út. Ferðin til Búlgaríu var súper skemmtileg og sérstaklega félagsskapurinn sem var alveg til fyrirmyndar ;) Við mælum þó ekkert sérstaklega með því að fólk leggi leið sína á Golden Sands - sem er ekkert annað en þvottastöð fyrir dóp og vændispeninga. Þjónustan er eftir því léleg og matur og vín í algjörum lágflokki. Töluvert meiri upplifun og skemmtun að heimsækja borgir á borð við Burgos og Schumen þar sem borinn er fram alvöru matur og vínin eru góð. Fólkið þjónustulundað og góð stemming á hverju horni.

"Blakadarió" fyrir frábæra ferð krakkar. Jogvan og Þórhildur eru sjálfskipuð í næstu útlandanefnd. Þau stefna á að smala saman í hópnum þarnæsta sumar á Ólafsvöku og gefa Höllu Rós og Bjögga frí eitt sumar í Víkinni. Vona að sem flestir taki Verzlunarmannahelgina 2007 frá og skelli sér til Færeyja.

Vorum að fjárfesta í miðum á Roskilde festival og spenningurinn jókst töluvert við það að vita af öruggum miðum á hátíðina. Nú er bara að panta sól og gott veður svo ég geti mögulega sofið í tjaldi og skemmt mér í leiðinni.

Allir sem vettlingi geta valdið (eða á haldið) mega síðan hafa augun opin fyrir vinnu handa okkur skötuhjúum í Köben í sumar. Það slær örlítið á kæruleysið í mér með hverjum deginum og ég vona að við finnum okkur eitthvað að gera sem allra fyrst.

Eva & Lalli... living the good live