Jólin voru ljúf að vanda.
Í Brúarhvammi var boðið upp á rjúpur, á Giljum nörtuðum við í kaldann hrygg og fengum síðan hangikjöt á jóladag. Á annan í jólum voru tapasréttir og lambakjöt á boðstólnum að ótöldum öllum kökunum, jólabakstrinum, eftiréttunum osfrv.
Við erum búin að hitta fullt af vinum okkar, óvenju marga eiginlega miðað við að ég er búin að eyða nokkrum dögum í að vera veik - sem kallar á inniveru og rólegheit. En það er nú heil vika eftir svo að ég hef tíma til að þjóta á milli kaffiboða næstu dagana.
Í gærkvöldi áttum við til að mynda frábært kvöld og borðuðum geggjaðan mat með yndislegu fólki og í kvöld er stefnan sett á enn eina sumarbústaðaferðina, ég ætla nú reyndar bara að fara ein með Telmu vinkonu og eiga smá quality time með henni. Aldrei að vita nema að við spilum trjáspilið góða sem við spiluðum um það bil þrjúhundruð sinnum þegar við vorum litlar.
Eigiði góða rest elskurnar og gangið hægt um gleðinnar dyr - inn í nýja árið.
Tuesday, December 29, 2009
Tuesday, December 22, 2009
Ísland
Þá erum við komin heim.
Daginn sem við flugum frá Bilbao fór að snjóa þar og ég prísa mig himinsæla að vera stödd hér á Íslandi þar sem húsin eru upphituð og rúmlega það. Í íbúðinni okkar í Bilbao búum við nú ekki svo vel að vera með hita en getum þó stungið einum rafmagnsofn í samband ef svo ber undir. Það hefur hins vegar ekki gerst oft hingað til og ég vona að veðrið verði orðið betra þegar við lendum aftur á Spáni.
Ég hef líklegast ekki verið nægilega vel klædd miðað við aðstæður þessa fyrstu daga á landinu kalda því ég nældi mér hálsbólgu, hósta og hita. Ekki þó svínaflensu því mér skilst að maður verði svo ægilega veikur af henni, þannig að maður viti varla af sér. En ég er alls ekki það slæm, bara svona "inniveik" og kemst þar af leiðandi ekki í sund - en get eytt tímanum í að skrifa ritgerðir. Kannski eru þetta forlögin að hafa vit fyrir mér. Gera mig sæmilega veika til að vera inni en nógu hressa til að ljúka við lærdóminn. Enda ekki seinna vænna - margt að klára fyrir áramót.
Annars er þetta bara búið að vera notalegt, margir kossar (þannig nældi ég mér líklegast í flensu) og knús, vinamót og fjölskyldustundir. Yndislegt að hugsa til þess að dvölin er rétt svo hálfnuð, nóg eftir!
Daginn sem við flugum frá Bilbao fór að snjóa þar og ég prísa mig himinsæla að vera stödd hér á Íslandi þar sem húsin eru upphituð og rúmlega það. Í íbúðinni okkar í Bilbao búum við nú ekki svo vel að vera með hita en getum þó stungið einum rafmagnsofn í samband ef svo ber undir. Það hefur hins vegar ekki gerst oft hingað til og ég vona að veðrið verði orðið betra þegar við lendum aftur á Spáni.
Ég hef líklegast ekki verið nægilega vel klædd miðað við aðstæður þessa fyrstu daga á landinu kalda því ég nældi mér hálsbólgu, hósta og hita. Ekki þó svínaflensu því mér skilst að maður verði svo ægilega veikur af henni, þannig að maður viti varla af sér. En ég er alls ekki það slæm, bara svona "inniveik" og kemst þar af leiðandi ekki í sund - en get eytt tímanum í að skrifa ritgerðir. Kannski eru þetta forlögin að hafa vit fyrir mér. Gera mig sæmilega veika til að vera inni en nógu hressa til að ljúka við lærdóminn. Enda ekki seinna vænna - margt að klára fyrir áramót.
Annars er þetta bara búið að vera notalegt, margir kossar (þannig nældi ég mér líklegast í flensu) og knús, vinamót og fjölskyldustundir. Yndislegt að hugsa til þess að dvölin er rétt svo hálfnuð, nóg eftir!
Subscribe to:
Posts (Atom)