Saturday, August 29, 2009

Nýju heimkynnin...

verða skoðuðu næstu daga. Ég fékk hugskeyti frá Lárusi og rölti út á götu hérna í Bilbao um hálf ellefu leytið í gærkvöldi. Þar stóð hann nýkominn í borgina, drekkhlaðinn dóti og brosti til mín. Ótrúlegt.

Fórum út að borða um miðnætti í gærkvöldi og borðuðum grínlaust besta mat sem við höfum nokkurn tíman smakkað. Tékkuðum aðeins á stemmingunni og lögðum okkur síðan. Langþráð að kúra saman enda vakti hreingerningarkonan okkur um hádegibilið og sagði okkur að hunskast á lappir ;)

Erum farin út að spássera.

Friday, August 28, 2009

Baskaland - Bilbao - Bullandi gangur á þessu...

Ferðalagið heldur áfram og eftir að hafa hlaupið nokkuð rösklega á Madridarflugvelli í þeirri trú að ég væri að missa af tengifluginu mínu til Bilbao... sem ég gerði ekki þar sem það virðist vera lenska hér í sunnanverðri Evrópu að seinka flugum... þá er ég loks komin í miðborg Bilbao, stödd á pínulitlu spænsku gistiheimili þar sem ég rogaðist upp þrjár hæðir með alla yfirvigtina mína. Það skiptir hins vegar engu máli þar sem ég er ennþá að þakka guði fyrir ítölsku stelpuna í tékk inn-inu og þann veruleika að hún rukkaði mig ekki um neina yfirvigt og fyrir það skal ég sko alveg bera kílóin á milli hæða.

IP ráðstefnan var algjört success og ég er hrikaleg ánægð með að hafa tekið þátt í þessu. Hópurinn var gríðarlega góður og ég held barasta að ég eigi eftir að sakna þeirra þrátt fyrir stutt kynni. Lúxusinn við þetta allt saman er að ég gat leyft mér, þrátt fyrir afleita tímasetningu, að lifa í akademískri kúlu í tvær vikur þar sem ég vaknaði á morgnanna til að tala um lýðræði, fjölmenningu, borgaravitund og menntamál þangað til að sólin settist. Ástæðan fyrir því að ég gat leyft mér þetta lúxuslíf er sú að ég á frábærasta kærasta í heimi sem sat eftir heima með ekki minna verkefni á herðunum að klára meistararitgerðina sína og að undirbúa, pakka og flytja án kærustunnar sinnar sem var upptekin eins og fyrr sagði við að ímynda sér hvernig hið eiginlega lýðræði birtist í skólum og hvort að borgaravitund sé í raun og veru eitthvað sem við getum kennt.... Ekki mjög pródúktívt eða praktískt þegar það þarf að setja föt og dót ofan í kassa, plana flug, panta hótel, skoða íbúðir, senda e-mail... eða klára meistararitgerð!

Ég elska Lárus út fyrir ósonlagið það eitt er víst. Vonandi við verðum svo fljót að koma okkur vel fyrir hérna í Baskaborginni og þá ætti ég nú að geta komið einhverju gagnlegu í verk ;)