Allt á fullu hérna á Matthæusgade í ritgerðarskrifum. Lárus skrifar um íþróttir, þróunaraðstoð og alþjóðasamskipti og ég skrifa um borgaravitund, kennsluaðferðir, þekkingarsamfélagið og það að læra fyrir lífið. Ég er að keppast við að skrifa sem mest í dag til að geta kíkt á leik með Lalla í Aarhus á morgun. Sisu er að keppa við lang sterkasta liðið í dönsku deildinni, Bakken Bears svo það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer allt saman.
Líka spennandi fyrir mig borgarbarnið að komast aðeins út fyrir miðborgina þar sem ég hef ekki nema tvisvar sinnum á ævinni farið eitthvað annað en um miðsvæði Köben. Fyrir mörgum árum heimsótti ég Ollerup (sem ég held að sé einhverstaðar á Jylland) til að læra fimleika. Þar voru bara risa stór græn engi, einn risa stór fimleikaskóli og mörg lítil svínabú. Í gær fór ég síðan í ca klukkutíma ferðalag út fyrir miðborgina í lítinn bæ sem heitir Horsholm til að skoða heimavistar - efterskole í tengslum við námið mitt. Skólinn stendur við ofsalega fallegt vatn og mikinn skóg og í svakalega fallegri náttúru, ekki amalegt að vera 14 til 18 ára unglingur í svona umhverfi að læra á óhefðbundin og skemmtilegan hátt. Þeir sem hafa áhuga þá er þetta heimasíðan þeirra www.isteroed.dk.
Annars erum við bara ennþá í skýjunum með skemmtilega afmælishelgi og góðan félagsskap. Tusund tak til ykkar sem voruð með okkur og líka þeirra sem sendu kveðjur og pakka og voruð eflaust með okkur í anda :)