Hef örugglega aldrei tekið svona margar myndir á einu sumri... eða á 2/3 af sumri. Skemmtilegar myndir komnar (settar inn 1.8.2006) í Meira Köben albúmið. Restin af myndunum sem teknar verða út Ágúst fara í nýjasta albúmið...
...ótrúleg skipulag alveg hreint finnst ykkur ekki?
Fyndið að renna yfir myndirnar - þær eru orðnar nokkuð margar en alveg skuggalega líkar. Sól og fólk á bryggjunni eða sól og fólk á ströndinni í miðri viku og partýmyndir um helgar...
Við erum sko alveg líka að gera margt annað en að vera í sólbaði og í partýum. Til dæmis að vinna, læra og í ræktinni og svona... það er bara ekki alveg nógu myndvænt efni... eða hvað?
Mér finnst alveg eins og sumarið sé alveg að verða búið - við búin að vera tvo þriðju af tímanum okkar hérna og bara ágúst eftir. Þá er bara um að gera að nýta þennan mánuð vel og gera eitthvað skemmtilegt... eins og til dæmis að fara á Beck tónleika í Tivoli!! :)
...úff sá eldingu inn um gluggann hjá mér, nú koma þrumurnar enn eitt kvöldið. Það er nú reyndar mikið í lagi ef það er alltaf skínandi sól daginn um morguninn!