Hér á þessari síðu: http://www.malawitourism.com/ má skoða fallega landið sem við komum til með að búa í. Við erum þegar byrjuð að taka á móti heimsóknapöntunum. Bæði vinir og foreldrar hafa þegar ákveðið að láta Afríkudrauminn rætast og heimsækja okkur hálfa leið yfir hnöttinn.
Fyrir þá sem ekki vita þá erum við að flytja til Malaví í tengslum við starf sem ég mun sinna á vegum Sameinuðu þjóðanna - UNICEF. Í að minnsta kosti eitt ár ætla ég að sinna menntastefnumótun, skólamálum og jafnréttismálum. Þegar þetta tækifæri gafst vorum við kærustuparið sammála um að það væri "once in a lifetime" og við yrðum að grípa það. Eins og fólki er kunnugt um hefur Lalli verið sérstaklega skilningsríkur þegar kemur að ævintýramennsku og útþrá unnustannar. Svona ævintýri væru ekki möguleg nema fyrir óbilandi traust og trú á hvort annað. Á meðan mamman skoðar skólamálin ætla feðginin að þreifa fyrir sér í Malavísku samfélagi, læra á umhverfið, eignast nýja vini og læra nýja siði.
Við komum til með að skrifa pistla hingað inn og vonandi getum við haldið úti videódagbók að einhverju leyti líka. Viljum endilega deila reynslunni með sem flestum!