Helgin var svo hugguleg, sól og blíða, góðir vinir og dýrmætar stundir!
Ég vann alla helgina að ritgerð um hvernig borgaravitund og lýðræði birtist í námskrá í grunnskólum í Danmörk og á Íslandi. Ritgerðin er hluti af stærra verkefni sem ég er að fara að kynna á tveggja vikna ráðstefnu í Lignano á Ítalíu í ágúst. Pantaði mér einmitt flugmiða til Feneyja í gærdag. Mikil tilhlökkun og spenningur!
Lalli er á fullu að vinna, bæði hjá Jens (framkvæmdarstjóra SISU), við að þjálfa 94 módel af strákum í körfubolta og sem íþróttakennari hjá CIS. Okkur veitir víst ekki af því að reyna að þéna smá peninga áður en við flytjum suður á bóginn ;)
Hlökkum mikið til allra heimsóknanna sem eru handan við hornið. Vinir og fjölskylda væntanleg í maí og júní. Enda er stefnan tekin á að klára sem mest fyrri 14. maí til að geta notið þess að taka á móti gestum í rólegheitum... og vonandi í jafn góðu veðri og er búið að vera síðustu daga og spáir næstu vikuna :)