Sunday, August 31, 2008

Myndir hérna í bili

Hérna setti ég nokkrar myndir frá fyrstu dögunum okkar (vikunum). Ég er samt að leita að einhverjum varanlegum stað (síðu) til að setja myndirnar á svo allir geti haft góðan aðgang að þeim.

Thursday, August 28, 2008

Í Köben er ennþá sumar...

Veit ekki hvernig veðrið hefur verið heima en hérna spáir um það bil 25 stiga hita og blíðu um helgina. Sem er reyndar kærkomið þar sem það hefur rignt óvenju mikið finnst okkur síðan við komum.
Á sunnudaginn var yndislegt veður og við hjóluðum til móts við uppáhalds litlu fjölskylduna okkar og borðuðum með þeim pítsu á meðan Margrét Rós lék sér á rólóvelli. Hún er svo mikið krútt að það er leitun að öðru eins. Hún er farin að babla rosa mikið en ég skil ekki neitt sem hún segir... Held samt að hún sé að reyna að segja Eva. Ef þið viljið lesa meira um krúttílínuna þá bendi ég á heimasíðuna hennar: www.msmargret.blogspot.com. Þar eru líka frábærar myndir sem Hildur María tekur af henni.

Talandi um myndatökur þá fór ég með Hildi í stúdíóið í fyrradag og við tókum milljónþúsund myndir held ég. Í alls konar settings og með alls konar þemu. Ég skemmti mér konunglega og vona að Hildur hafi fengið eitthvað bitastætt í möppuna sína... eða að minnsta kosti æft sig í stúdíóljósmyndun. Mér finnst hún alveg ótrúlega klár by the way....

Lalli fór í dag og skráði sig á Konunglega bókasafnið og er þar með tæknilega byrjaður á MA ritgerðinni sinni. Hann kom síðan heim með fullt af nýju Sisu Kobenhavn dóti og nú erum við formlega Sisufélagar eins og kom fram í færslunni á undan. Deildin byrjar í október og mamma og pabbi hafa nú þegar boðað sig í heimsókn þann 10. október til að kíkja á heimaleik.
Erum enn að leita eftir einhverjum sem gæti tekið nýju tölvuna okkar með frá Íslandi sem fyrst. Ef þið vitið af einhverjum á leiðinni til Köben þá látið okkur endilega vita. Ég var bara að bulla með að hún þyrfti að fara í handfarangur hún getur auðvitað líka farið í ferðatösku og hún er í kassa og í kassanum er frauðplast sem verndar hana. Soooo if you have a little space eða vitið um einhvern sem gæti bætt þessu við sig. Allt í þágu menntunar og aukinnar netnotkunar.

Monday, August 25, 2008

Hr. Jónsson

Leikstjórnandinn Lárus Jónsson sem leikið hefur lengst af með Hamri hefur samið við danska úrvalsdeildarfélagið SISU í Kaupamannahöfn. Þar með fetar Lárus í spor Þorsteins Hallgrímssonar og Jóns Kr. Gíslasonar sem báðir léku með SISU.
Lárus flutti til Danmerkur nú í sumar vegna náms konu sinnar og komst í samband við SISU menn og var skrifað undir samning í vikunni.Karfan.is heyrði í Lárusi og spurði hverjar væntingarnar væru fyrir veturinn.„Væntingar til liðsins eru töluverðar miðað við í hvaða sæti liðið var í fyrra. Krone [Jesper Krone þjálfari SISU] sagði að stjórnin setti stefnuna á undanúrslit en hann sagði að raunhæft markmið væri að komast í úrslitakeppni og sjá svo hvar við stöndum.”Hvert reiknar þú með að verði hlutverk þitt í liðinu?„Mitt hlutverk í liðinu verður að leiða liðið þar sem flestir leikmenn SISU eru ungir að árum. Jes Hansen sem er Íslendingum kunnugur er að taka fram skóna að nýju og verður elsti leikmaður liðsins (32ára) svo kem ég þrítugur og einn leikmaður er 27 ára en aðrir eru í kringum 20 árin.Liðið virðist vera vel mannað af dönskum leikmönnum. Svo bætast við tveir kanar og einn Serbi og tveir Litháar.”
Jesper Krone þjálfari SISU Þá heyrði karfan.is í Jesper Krone þjálfara liðsins og spurði hvernig honum litist á að fá Lárus.„Lárus hefur æfti með SISU í rúmlega viku og ég er mjög ánægður með hann sem leikmann og einstakling. Hann gefur sig 100% í allar æfingar og hlustar vel og er auðvelt að þjálfa hann. Hann hefur einnig fallið vel inn í hópinn. Eftir fyrstu æfingu voru margir sem spurðu mig hvort hann myndi spila með okkur í vetur, þeim leist mjög vel á það.Lárus kemur til liðs við félags sem hefur misst þrjá leikstjórnendur frá síðasta tímabili, svo hann ætti að eiga góðan séns á miklum spilatíma. Hann er góður stjórnandi og leiðir hópinn, það er einmitt leikmaður sem við höfum þörf fyrir. Ég hef trú á að það hversu ákafur hann er á æfingum smiti út frá sér til hinna í liðinu, sem gerir ekkert nema að gera liðið betra.Við erum að bíða eftir tveimur litháískum leikmönnum og þangað til þeir koma er Lárus eini alvöru leikstjórnandinn sem við erum með. Það er m.a. ein af ástæðunum fyrir því að hann er gríðarlega mikilvægur fyrir liðið okkar. Ég er vissum að Lárus og SISU eiga eftir að vinna vel saman og ég hlakka mikið til að þjálfa hann á komandi tímabili”.
Tekið af www.karfan.is

Sunday, August 24, 2008

Myndir

Hér má sjá fallegustu mæðgur Danmerkur og þó víða væri leitað....














Útsýnið af svölunum okkar - það var sommerfest í garðinum þennan dag :)














Í historical túr með bekknum mínum...
Þarna má sjá gædinn, Söru frá París, Julie frá Shang Hæ og Roger frá Filipseyjum.
















Aftur í historical tour og þarna má sjá í helming af Söru, Isidoru frá Serbíu, Abe frá Eþíópíu, Tariku frá Indlandi, Chetan frá Indlandi og Esther frá Þýskalandi.

Saturday, August 23, 2008

Vá!

Það er ekki leiðinlegt að vera íslendingur í útlöndum núna! Allir í bekknum mínum eru farnir að halda með Íslandi af því að þeirra lönd eru flest dottin út og eiga ekki séns á verðlaunum í neinu meira (nema Kína). Úff við verðum að finna okkur góðan stað til að horfa á leikinn á sunnudaginn.

Thursday, August 21, 2008

meira af okkur

Nú er fyrsta vikan hér um bil liðin og við höfum komið okkur nokkuð vel fyrir. Síðan síðast höfum við afrekað ýmislegt:
* Lalli "útvegaði" okkur hjól svo nú eigum við tvö hjól :)
* Keðjan er reyndar dottin af gamla hjólinu og ég kem henni ekki aftur á...
* Ég fór í risa historical sightseeing um Köben - vá hvað er margt sem ég vissi ekki um borgina!
* Lalli er nánast búinn að skrifa undir samning hjá körfuknattleiksliðinu Sisu - Vhúppa!! (eins og Valdimar litli frændi minn myndi segja).
* Við erum komin með þráðlaust net í íbúðina og það er svooo næs
* Ég valdi mér ný gleraugu í dag!!
* Lalli lék í bíómynd í dag
og margt fleira... á morgun verður spennandi dagur í skólanum hjá mér þar sem við förum í Evrópuráðið og menntamálaráðuneytið í heimsókn. Hlakka mikið til auk þess sem það stefnir allt í fyrsta (af mörgum) bekkjarpartýum vetrarins. Stelpurnar frá Austur-Evrópu og Þýskalandi geta varla beðið eftir að komast í drykkjuleiki...

Monday, August 18, 2008

daglegt líf...

Jæja þá var fyrsta skóladeginum mínum að ljúka og Lalli farin á þriðju körfuboltaæfinguna sína... Semsagt allt að komast í fastar skorður. Lalli er svona nánast búinn að ákveða hvar hann ætlar að æfa og spila í vetur. En það kemur nú samt allt betur í ljós þegar líða tekur á undirbúningstímabilið. Við tókum rölt í hverfinu okkar í gær og fundum hrikalega góðan Tælenskan stað rétt hjá sem við eigum pottþétt eftir að heimsækja nokkuð oft. Hverfið leggst alltaf betur og betur í okkur. Það er bæði notalegt og hugglegt en samt centralt og stutt í allt fjörið.
Aðeins um skólann: Við erum 16 í bekknum mínum frá öllum heimshornum. Með mér í bekk eru til dæmis krakkar frá Eþíópíu, Pakistan, Kamerún, Kína, Indlandi, Filipseyjum, Serbíu og Svartfjallalandi. Þannig að kúltúrblandan er afar áhugaverð og ég hlakka til að vinna með jafn fjölbreyttum hópi - á pottþétt eftir að læra ótrúlega margt nýtt og spennandi. Það er haldið einstaklega vel utan um prógrammið og dagskráin er frekar þétt. Skólinn er æðislega fallegur og býður upp á skemmtilegt lærdómsumhverfi bæði inni og úti. Fyrir mjög suttu síðan var hann tekinn í gegn og hluti af honum endurnýjaður. Til dæmis var rutt út risa stóru bílastæði og búinn til mjög fallegur svona campus garður sem myndar nokkurs konar miðju um allar byggingarnar. Innvolsið er síðan auðvitað frekar skandinavískt. Til dæmis er allt frekar ljós og stílhreint og síðan er yndislega mikið af svona "almenningi" eða afslöppunarherbergjum. Held að metnaðarfullu og kláru elítu krökkunum frá Indlandi hafi ekkert litist á gæjann sem gaf okkur the tour around campus. Því hann opnaði endalaus herbergi með svölum og sófum og sagði: "If you feel like relaxing, talking, sleeping or having a coffe or a smoke then this is the room". Mitt helsta áhyggjuefni var einmitt að kúrsinn yrði ekki nægilega metnaðarfullur en ég þarf sko alls ekki að hafa áhyggjur af því. Miðað við daginn í dag og kröfurnar sem var lagt upp með þá verður þetta ekkert nema vinna næstu tvö árin sýnist mér!
Ég var búin að vera frekar mikið stressuð í vikunni yfir öllu tengdu skólanum og hafði af því miklar áhyggjur að ég yrði ekki nægilega fluent í ensku og að ég myndi ekki koma með nægilega góðan bakgrunn. Komst síðan að því í dag að auðvitað voru allir í bekknum jafn stressaðir og ég að mæta í fyrsta skiptið nema þau voru auðvitað í mun verri stöðu. Skilja ekki bofs í tungumálinu og finnst þau gjörsamlega vera á tunglinu svona kúltúrlega séð. Síðan uppgötvaði ég að ég er bara nokkuð góð í ensku og hef alveg ágætis bakgrunn fyrir þetta nám. Allar áhyggjur foknar út í veður og vind og ég varð allt í einu sú sem skyldi mest og kunni mest í "surviving Copenhagen"... sem er þeirra helsta áhyggjuefni þessa dagana.
Við Lalli erum svo heppin að eiga góða að í hverju horni hérna í Köben og erum því bara í súper málum. Við heimsóttum til dæmis Tinnu og Janna á laugardaginn og hjálpuðum þeim að flytja í nýja æðislega staðsetta íbúð rétt við Söerne. Fluttum á þvílíkum methraða að annað eins hefur ekki sést. Flutningabílstjórinn bauð meira að segja Lárusi helgarvinnu hann var svo impressed :) Ástæðurnar fyrir afkastagetunni voru aðallega tvær. Í fyrsta lagi kostar fullt (fyrir fátæka námsmenn) að leigja stóran flutningabíl á helgartaxta og í öðru lagi þurftum við að ná að flytja allt út úr gömlu íbúðinni og inn í nýju íbúðina áður en handboltaleikurinn byrjaði. Sá leikur fór nú betur en það leit út í fyrstu!! Við gátum allavega fagnað eins og við hefðum unnið... gerðum það meðal annars með því að kíkja á barinn Joline sem þær íslensku Dóra og Dóra Dúna eiga / reka. Þar var mikil stemming og barinn er alveg ágætis staður til að tjútta á.
Annars eru það bara nokkur praktísk atriði sem við eigum eftir að ganga frá. Erum í vandræðum með heimilistölvuna okkar. Hún er algjörlega malfunctional - full af vírusum og harða drifið er líklegast ónýtt og því lítið hægt að gera (nema setja hana í rándýra viðgerð). Síðan var búið að lofa okkur þráðlausu interneti sem virkar ekki eins og stendur... við höfum verið að reyna að hugsa það til að virka en ég held að við endum á því að hringja í netfyrirtækið og fá einhvern hingað til að laga það fyrir okkur.
Já og eitt enn: Ef einhver er á leiðinni til Köben frá Íslandi mjög fljótlega (í næstu eða þarnæstu viku) og getur tekið eina splunkunýja fartölvu með sér (og jafnvel eitt hjól) þá væri það algjör draumur. Tölvan yrði að fara sem handfarangur en hjólið getur farið í heilu lagi út í farangrinum.
Þrusum inn myndum svona við tækifæri. Ég var eiginlega sú eina sem kom til dæmis ekki með myndavél í skólann í dag. Bekkjarfélagar mínir tóku hins vegar myndir af öllu mögulegu og ómögulegu. Ég ætla að vera dugleg að taka myndir næstu daga :)
Þangað til næst...

Friday, August 15, 2008

Heimilisfang og símanúmer

Fyrir þá sem vilja ná í okkur bréfleiðis eða kíkja í heimsókn:

Matthæusgade 48 C
4. sal -425 c/o T.T. Nielsen
1666 Kobenhavn V.
Danmark

Fyrir þá sem vilja ná í okkur símleiðis eða senda sms:

Lalli +45 5349 1510
Eva +45 5340 2048

Thursday, August 14, 2008

Flutt

Þá erum við semsagt flutt og tilveran rétt að byrja hér í Kaupmannahöfn. Ég hefði nú aldeilis átt að hrósa okkur meira fyrir að vera EKKI með yfirvigt þar sem hún reyndist vera um það bil 20 kg þegar á flugvöllinn var komið. Elskulegur innritunardrengurinn gaf okkur hins vegar æði mikinn séns og rukkaði okkur nákvæmlega ekki neitt – heldur brosti bara blítt til okkar og spurði hvort við værum að flytja...

Við komuna til Köben lá okkur heldur betur á að komast í nýju íbúðina og því vorum við einstaklega glöð þegar töskurnar okkar tvær komu fyrstar á færibandið. Við þustum því út í leigubíl áleiðis til borgarinnar og vorum komin hálfa leið inn í Köben þegar við uppgötvuðum að í reynd áttu töskurnar að vera þrjár. Við bættum nefnilega einni tösku við í farangursgeymsluna í blálokin við innritun svona fyrst að innritunardrengurinn var svona almennilegur.

Þetta uppátæki kemur kannski ekki nánustu ættingjum á óvart en sem betur fer endaði það allt saman vel. Við báðum leigubílstjórann vinsamlegast að taka U-beygju og bruna aftur á völlinn. Sem hann og gerði með glöðu geði enda mælirinn kominn hátt í 1000 danskar krónur. Taskan fannst síðan með hjálp starfsmanns og við vorum einstaklega ánægð með að endurheimta videocameruna, myndavélina og hjólalykilinn sem var með því dýrmætara í töskunni.

Við komum því töluvert seint um kvöld að Matthæusgade þar sem hin danska Trine beið okkar til að afhenda okkur íbúðina. Við ráfuðum aðeins um fyrir utan húsið þar sem við sáum engan augljósan inngan að íbúðarhúsnæði heldur blasti við okkur risastórt andyri að verslunarmiðstöð. Eftir smá leit fundum við dyrabjöllu og nafnið hennar Trine. Trine bauð okkur velkomin og opnaði innganginn að verzlunarmiðstöðinni.

Eins og okkur grunaði þá eigum við heima á 5. hæð fyrir ofan nýbyggðan (Júní 2008) verslunarkjarna í Vesterbro. Verslunarmiðstöðin tengir saman Matthæusgade og Vesterbrogade og hefur að geyma afar mikilvægar verslanir eins og Mödström og Message (umdeilanlegt kannski...) en ætli Netto sé ekki sú verslun sem við eigum eftir nýta okkur einna mest. Að ég tali nú ekki um að við innganginn okkar er líkamsræktarstöðin SATS sem er mjög fín stöð. Það duga víst engar afsakanir lengur hér á bæ... Já staðsetningin er semsagt bara frábær í alla staði.

Íbúðin sjálf er síðan æði hugguleg og ekki yfir neinu að kvarta þar. Ég sem hafði undirbúið mig undir sturtuhaus fyrir ofan klósettið og tengi í vaskinn eða eitthvað álíka mix – en gekk hinsvegar inn í flísalagt baðherbergi með sér sturtu og hitastýrðum blöndunartækjum. Brúnu og appelsínugulu flísarnar skipta engu máli þegar sturtan er jafn stór og raun ber vitni. Hvílíkur lúxus!! Annars er íbúðin rúmgóð og björt. Nóg pláss fyrir gesti og hún Trine var svo elskuleg að skilja eftir luftmadrass fyrir okkur þar sem hana grunaði að það yrði gestkvæmt. Við erum búin að eiga stutt spjall við tvo elskulega nágranna. Þau eiga samtals um það bil fimm hunda en það heyrist nú ekkert í þeim... ennþá að minnsta kosti. Hundarnir eru mjög vinalegir og komu í smá heimsókn til okkar í gær...

Við erum svo lukkuleg að vera ennþá inni í danska kerfinu síðan fyrir tveimur árum og þurfum því bara að sækja um sygesikringskort og velja okkur lækni. Við fórum niður í bæ til að gera þetta í dag en gleymdum auðvitað vegabréfunum (kemur ættingjum enn og aftur örugglega ekki á óvart) og gátum því ekkert gert... svo við fórum bara á Salonen í staðinn (sem er uppáhalds kaffihúsið okkar) og fengum okkur lífrænar samlokur og hummus. Stefnum á að redda CPR númerinu bara á morgun og ég er meira að segja búin að fá leiðbeiningar frá Hildi um það hvaða lækni ég á að velja. Ég á að biðja um denne smuk læger pa lægehuset i Vesterbro... eða eitthvað álíka. Það er allavega einn mjög sætur læknir þar sem heitir Jesper.

Lalli fer á fyrstu æfinguna sína í dag hjá Sisou og því ríkir mikil eftirvænting. Annars vöktum við langt fram á nótt í gær að fylgjast með ólympíuleikunum og eigum eflaust eftir að gera það áfram næstu daga og nætur.

Margrét litla Rós er í aðlögun á vöggustofu og stendur sig eins og hetja. Vinkar bless og leikur sér alveg eins og herforingi. Ég veit ekki hvort mín aðlögun (næstu tvær vikur) í skólanum verður jafn lukkuleg. Ég er ekki jafn mikil hetja og Margrét og þarf án ef á meiri stuðning að halda en 1 árs gamalt barn. Þá er ég nú heppin að eiga bestustu Hildi... Við fengum Hildi og Ágúst til dæmis strax í heimsókn sem var æði og þau buðu okkur í mat fyrsta kvöldið og BEZT í HEIMI er að þau eru í rölt færi.

Tuesday, August 12, 2008

Dagurinn fyrir daginn sem við flytjum...

er í dag.
Þá er allt klappað og klárt og ekkert annað að gera en að vaka alla nóttina og horfa á strandblakið eða jafnvel júdóið. Missti klárlega af öllum fimleikunum um helgina og vakti þar af leiðandi í alla nótt til að horfa á "the best of" Lárusi til mikillar mæðu. Honum fannst til dæmis tónlistin ekki mjög flott og vildi alls ekki sjá aftur og aftur þega Santos gerði tvöfalt streit á gólfi. Erum búin að pakka í tvær töskur - veit þið trúið því ekki en við erum actually að fara út með tvær ferðatöskur og ekki eitt kíló umfram leyfilega farangursþyngd! Og nú minni ég alla á að við erum að fara að flytja af landi brott næstu tvö árin. Reyndar ætlum við að gera heiðarlega tilraun til að fara með sex töskur í handfarangur...
Lárus er kominn með leiðbeinenda í Masterstnámið og ég er búin að fá senda þrjá 100 síðna bæklinga um kynningarvikurnar, námið sjálft, lesefni fyrir hvern tíma og allt um það hvernig á að lifa lífinu í Kaupmannahöfn. Það er óhætt að halda að það verði hugsað vel um mig og aðra tilvonandi nemendur í þessu námi.
Fyrir þá sem hafa ekki enn hugmynd um hvað við erum að fara að gera... Þá er förinni heitið til Köben, öðru sinni til að eiga heima þar - nema í lengri tíma í þetta skiptið. Ég ætla að setjast á skólabekk og reyna við meistaragráðuna. Lalli er töluvert eldri og reyndari en ég og er einungis einni ritgerð frá því að verða meistari í alþjóðasamskiptum. Ritgerðina ætlar hann að massa í vetur ásamt því að skora fullt af körfum í dönskum körfubolta. Það hefur eitthvað vafist fyrir fólki hvað ég er að fara að læra og það er spurning um að reyna að koma því í orð. European Master in Lifelong Learning: Policy and Management er hið virðulega heiti námsins og held ég að nafnið sjálft geri fólki jafnvel örlítið erfitt fyrir að skilja restina. Námið er á vegum Evrópuráðsins og er Mastersnám í menntunarfræðum - þar sem ég afla mér sérþekkingu á sviði menntamála. Áherslan er síðan á hugtak eða stefnu sem kallast Lifelong Learning sem gæti útlagst sem símenntun eða lífsmenntun. Á Íslandi hafa þessi hugtök viljað loða við endurmenntun eingöngu. Í dag er Evrópuráðið hins vegar að leggja upp með að allt menntakerfið, frá leikskóla og upp úr, taki tillit til þess að við ættum að geta lært og haft aðgang að námi og þekkingu allt okkar líf. Fyrsti kúrsinn sem ég sit endurspeglar að einhverju leyti það sem allt námið snýst um. Þar er fjallað um The new educational order eða nýtt menntakerfi og nýja hugsun í fræðslu- og menntamálum. Þar sem áherslan er ekki endilega lögð á að við þurfum að mennta okkur til þess að verða eitthvað eitt ákveðið allt okkar líf - heldur að menntun og þekking sé eitthvað mun sveigjanlegra og endurmótanlegra.

Svona til að setja þetta í samhengi þá hefur til dæmis "ömmu og afa" kynslóð oftast bara unnið við eitt starf og það hefur án efa mótað þeirra "identity" eða sjálfsmynd að mjög miklu leyti. Næsta kynslóð þar á eftir menntaði sig fyrir ákveðið starf en hafa mörg hver síðan gengið í gegnum einhverja endurmenntun þegar upplýsingaflæði og tækni fóru að bjóða upp á að þekking og nýjar upplýsingar skiluðu sér á mun meiri hraða en áður. Mamma fór til dæmis í Háskólann fyrir nokkrum árum og skipti síðan um starf núna fyrir rúmu ári. Þá hafði hún unnið á sama staðnum í ca 20 ár. Fæstir krakkar á mínum aldri sjá fyrir sér að verða í sama starfinu næstu 20-30-40 árin....
Já já já... blablabla (ég hef alltaf verið soldið léleg að koma mér að kjarna málsins) en pointið er þá nokkurn vegin það að menntastefnur framtíðarinnar þurfa að taka mið af því að við erum ekki endilega að mennta fólk til að verða eitthvað ákveðið fyrir lífstíð. Menntun er líka orðin aðgengilegri fyrir fleira og fleira fólk og ætti að auðvitað að vera aðgengileg fyrir alla. Endalaust upplýsingaflæði á netinu gerir það til dæmis að verkum að oft vita nemendur í grunnskólum miklu meira um eitthvað efni en kennarar þeirra. Allar þessar breytingar í hugsunarhætti og þjóðfélagi samræmast ekki endilega því menntakerfi sem er við lýði í flestum löndum og hefur verið við lýði alveg frá því á iðnöld þegar mikilvægt var að mennta fólk beint til allra þeirra nýju starfa sem mynduðust við tæknivæðingar þess tíma.
Jæja nú er Lalli farin að hlægja að því hvað ég skrifa mikið og ég efast um að þið séuð einhverju nær eða hafið dottið út þarna einhvers staðar í 20-30-40... En ég segi alltaf að það er gott að fólk hefur mismunandi áhugamál og lærir mismunandi hluti... Annars væri nú lífið einsleitt.
En svona til að koma Lárusi að líka þar sem þetta er jú sameiginlegt blogg... Þá er vinnuheitið á ritgerðinni hans: Alþjóðasamskipti, íþróttir og þróunarmál. Þið getið síðan reynt að ímynda ykkur efnistök út frá því... mér finnst þetta hljóma frábærlega spennandi og sýnir einmitt Lifelong Learning hugtakið í allri sinni dýrð. Íþróttakennari sem fer í alþjóðasamskipti en hefur líka mikinn áhuga á þróunarmálum og nær að sameina þetta allt saman í einu verkefni.
En nóg af blaðri í bili - lengdin á blogginu er ekki endilega lýsandi fyrir það sem koma skal... lofa hins vegar ágætis upplýsingaflæði um það sem á daga okkar drífur í Kaupmannahöfn. Þeir sem við náðum ekki að kveðja (sem voru alltof margir): Kiss og knúz og allir auðvitað velkomnir í heimsókn!!