Skemmtilegt þegar lífið skiptir um lit. Dagarnir breytast, nýir hlutir taka við og ný ævintýri liggja handan við hornið.
Komum heim í fyrradag. Fluttum inn í nýja íbúð á Eggertsgötunni. Stukkum beint inn í vetrarrútínuna okkar. Sumarið var yndislegt, öðruvísi, nýtt og spenndandi. Við skemmtum okkur æðislega vel, kynntumst frábæru nýju fólki, eyddum tíma með bestu vinum okkar og áttum yndislegan tíma.
Þúsund Þakkir fyrir samveruna og tímann í sumar - allir!!
Núna tekur við skóli, íþróttir, vinna og daglega lífið sem er samt svo litríkt, æðislegt og gefandi. Stundum þarf maður bara að komast aðeins frá því til að meta það að verðleikum. Við erum allavega mun sáttari og meira tilbúin að takast á við hversdagsleikann held ég eftir þetta sumar okkar í Köben en nokkurn tíman áður :)
Blogginu okkar líkur hér með og þeir sem vilja lesa meira... forvitnast eða bara stytta sér stundir yfir daglegu amstri okkar í vetur geta lesið á www.evahardar.blogdrive.com og svo minni ég á myndirnar sem eru margar hverjar óborganlegar á www.fotki.com/evahardardottir
Takk fyrir að fylgjast með - þeir sem lásu... endilega kommentið og látið okkur vita ef þið eruð að reka nefið hérna inn á síðuna. Allir velkomnir og enginn er meiri blogg nörd en ég ;)
Kossar og knúz
Eva & Lalli