Styttist heldur betur í flugferðina heim til Íslands. Vika til að njóta síðustu Köben daganna til fullnustu.
Helgin var viðburðarrík, sólrík og skemmtileg.
Við fylgdumst með gaypride göngunni sem var alls ekki svo stór eða flott. Allavega hef ég alveg farið í betri göngu heima - greinilegt að íslendingar eru metnaðarfullir gaypride gönguliðar. Kíktum á Nansensgade sem er ein af okkar uppáhaldsgötum í Köben. Þar var götufestival og við keyptum gamlar plötur og borðuðum pulsur. Á laugardagskvöldinu var okkur boðið í mat til Tinnu og Janusar þar sem boðið var upp á Víetnamskar pönnukökur og íslenskt brennivín.
Bara æðislegt :)
Sunnudagurinn var svo afslöppunardagur sem fólst í kaffihúsasetu, fótboltaglápi og bíóferð. Sáum Miami Vice sem var alveg yfirmáta svöl - sem var eiginlega alveg nauðsynlegt til að bæta upp fyrir alveg glaaatað handrit.
Hlökkum til að koma heim til að geta kennt fimleika, keppt í körfubolta, lært í háskólanum og hitt vini okkar og famílíu.
Allir sem vettlingi geta valdið... eða á haldið mega alveg bjalla í okkur á laugardaginn 2. sept til að vera með í flutningum... ;)
...frekar vinsælt?
Tuesday, August 22, 2006
Friday, August 18, 2006
Tilviljanir
Já lífið er fullt af tilviljunum, eða hvað?
Eftir að hafa velt mér óþarflega mikið upp úr vandamálum nágrannans þá ákvað ég að salta þetta sakamál og hugsa um eitthvað annað. Það gekk því miður ekki alveg sem skyldi...
Í gærkvöldi fór Lárus á körfuboltaæfingu um átta leytið og ég var heima í rólegheitunum. Fljótlega eftir að hann er farinn út hringir síminn hans. Ég sá að númerið var danzkt og hélt strax að þetta væri einhver úr vinnunni hans.
Í símanum var karlmaður sem talaði óskiljanlegt mál (afrískt??) mjög hratt og hafði mikið að segja. Ég stoppaði hann í miðri ræðu og spurði hver þetta væri á ensku. Hann svaraði hátt og snjallt ABDULLAH! Hjartað í mér tók bókstaflega aukaslag og ég spurði aftur "who is this" Abdullah sagði maðurinn hinu megin. Ég spurði þá hvert hann væri að hringja og hvern hann vildi tala við. Þá kom önnur eins ræða á óskiljanlegu máli og ég segi við hann í miðri ræðu að hann sé örugglega að hringja í vitlaust númer... Þá hættir hann að tala við mig og virðist beina orðaflaumnum að einhverjum við hliðina á sér... við það skellti ég bara á!
Ég get ekki lýst því hversu skelkuð ég varð. Fór beint á krak.dk og fletti upp númerinu. Það stóð heima að maðurinn sem skráður var fyrir númerinu var Zarif Abdullah Mohamed. Ég læsti hurðinni, lokaði gluggunum og taldi mínúturnar þangað til að Lalli átti að koma heim. Lárus tók hins vegar extra langa æfingu þetta kvöldið og var ekki komin heim fyrr en að ganga 12 að miðnætti. Þá var ég orðin stjörf af hræðslu um að vinir hans Abdullah hefðu bara tekið Lalla líka. Sem betur fer kom hann þó heim og varð ekki var við neitt undarlegt á leiðinni heim.
Af nágrannanum er það að frétta að það kom einhver heim til hans í gær - ekki hann þó held ég. Fór inn og fljótlega aftur út. Læsti hurðinni þrisvar sinnum innan frá þegar hann fór inn og tvisvar sinnum utan frá þegar hann fór út aftur. Hann tók hins vegar ekki fjallið af póstinum sem hefur hlaðist upp fyrir framan dyrnar hjá honum.
Tilviljun að Abdullah hringir í Lalla eftir að hann hverfur úr íbúðinni sinni í rúma viku?? Við erum by the way með óskráð númer hérna úti...
Eftir að hafa velt mér óþarflega mikið upp úr vandamálum nágrannans þá ákvað ég að salta þetta sakamál og hugsa um eitthvað annað. Það gekk því miður ekki alveg sem skyldi...
Í gærkvöldi fór Lárus á körfuboltaæfingu um átta leytið og ég var heima í rólegheitunum. Fljótlega eftir að hann er farinn út hringir síminn hans. Ég sá að númerið var danzkt og hélt strax að þetta væri einhver úr vinnunni hans.
Í símanum var karlmaður sem talaði óskiljanlegt mál (afrískt??) mjög hratt og hafði mikið að segja. Ég stoppaði hann í miðri ræðu og spurði hver þetta væri á ensku. Hann svaraði hátt og snjallt ABDULLAH! Hjartað í mér tók bókstaflega aukaslag og ég spurði aftur "who is this" Abdullah sagði maðurinn hinu megin. Ég spurði þá hvert hann væri að hringja og hvern hann vildi tala við. Þá kom önnur eins ræða á óskiljanlegu máli og ég segi við hann í miðri ræðu að hann sé örugglega að hringja í vitlaust númer... Þá hættir hann að tala við mig og virðist beina orðaflaumnum að einhverjum við hliðina á sér... við það skellti ég bara á!
Ég get ekki lýst því hversu skelkuð ég varð. Fór beint á krak.dk og fletti upp númerinu. Það stóð heima að maðurinn sem skráður var fyrir númerinu var Zarif Abdullah Mohamed. Ég læsti hurðinni, lokaði gluggunum og taldi mínúturnar þangað til að Lalli átti að koma heim. Lárus tók hins vegar extra langa æfingu þetta kvöldið og var ekki komin heim fyrr en að ganga 12 að miðnætti. Þá var ég orðin stjörf af hræðslu um að vinir hans Abdullah hefðu bara tekið Lalla líka. Sem betur fer kom hann þó heim og varð ekki var við neitt undarlegt á leiðinni heim.
Af nágrannanum er það að frétta að það kom einhver heim til hans í gær - ekki hann þó held ég. Fór inn og fljótlega aftur út. Læsti hurðinni þrisvar sinnum innan frá þegar hann fór inn og tvisvar sinnum utan frá þegar hann fór út aftur. Hann tók hins vegar ekki fjallið af póstinum sem hefur hlaðist upp fyrir framan dyrnar hjá honum.
Tilviljun að Abdullah hringir í Lalla eftir að hann hverfur úr íbúðinni sinni í rúma viku?? Við erum by the way með óskráð númer hérna úti...
Wednesday, August 16, 2006
Nágrannar
Við búum á 1. sal tv. sem útlegst sem önnur hæð ti lvinstri á íslensku.
Á móti okkur búa mjög guðhræddir múslimar sem hafa í sumar stytt okkur Lalla stundir með bænamúsík og bænakalli. Nágrannar okkar hafa beðið til Allah á hverjum degi í allt sumar - undantekningarlaust. Þetta allt saman væri nú ekki frásögu færandi nema hvað...
Fyrir rúmri viku síðan hringdi dyrasíminn hjá okkur og spurt eftir Abdullah. Lárus sagðist ekki heita Abdullah og ekki þekkja neinn slíkan, þar með lauk samtalinu. Eftir nokkrar sekúndur hringir síminn aftur og ég svara. Á illskiljanlegri dönsk/ensku var spurt aftur eftir Abdullah og nú sagðist maður í símanum eiga erindi við hann og í rauninni eiga heima uppi á 1. sal th. Hann sagðist hafa gleymt lyklunum að útidyrahuðinni og þyrfti bara að komast inn ganginn.
Ég opnaði hurðina og hleytpi þeim inn fyrir tvær ástæður:
1. Ég hef mikinn skilning á því vandamáli að týna eða gleyma útidyralyklunum og hef ósjaldan dinglað á allar bjölllur í blokkinni á Laugarnesveginum sem og blokkinni hjá Júlíu þegar ég bjó þar.
2. Ég hef í raun og veru ekki hugmynd um hver býr þarna á móti okkur. Ég hef séð 3 menn fara þarna reglulega inn. Ég hef líka séð börn fara þarna inn með lykla og einu sinni hef ég séð konu fara þarna inn.
Allavega... þegar mennirnir komu upp beið ég að sjálfsögðu spennt á dyragatinu og fylgdist með öllu sem gerðist. Þeir voru í fyrsta lagi ekki með neina lykla og áttu alls ekki heima þarna. Þeir dingluðu dyrabjöllunni en fengu ekkert svar. Þrátt fyrir að fá ekkert svar stóðu þeir í ca klukkutíma og dingluðu dyrabjöllunni, kölluðu inn, lömdu á hurðina og létu frekar ófriðlega. Á endanum var annar maðurinn kominn á fjórar fætur að öskra inn um dyralúguna.
Mér leist ekki neitt á blikuna og kíkti inn á svalir hjá þeim (ef ég teygi mig frekar langt yfir mínar svalir og kíki til hægri sé ég inn til þeirra - frekar obvious og ekki hættulaust svo ég geri það ekkert oft... haha). En það var semsagt opið inn á svalir allt í rúst í stofunni...
Síðan í síðustu viku hefur ekki heyrst nein bænatónlist eða Allah áköll og pósturinn hlaðist upp fyrir framan dyrnar hjá nágrannanum (ég græddi IKEA bækling á því) það virðist hreinlega sem jörðin hafi gleypt hann.
Í dag var mér ekki farið að standa á sama og tók áhættuatriðis-kíkið yfir svalirnar... og viti menn það var allt eins og fyrir viku síðan - allt galopið, hurð og gluggar en enginn heima! Enginn búin að vera heima í heila viku, samt leit allt út eins og þeir hefðu bara ætlað að skreppa eitthvað smá þar sem allt er opið út hjá þeim???
Nú held ég að mennirnir sem komu í heimsókn og lömdu allt að utan hafi bara tekið nágrannann og stungið honum í skottið eða eitthvað þaðan af verra!!
Á móti okkur búa mjög guðhræddir múslimar sem hafa í sumar stytt okkur Lalla stundir með bænamúsík og bænakalli. Nágrannar okkar hafa beðið til Allah á hverjum degi í allt sumar - undantekningarlaust. Þetta allt saman væri nú ekki frásögu færandi nema hvað...
Fyrir rúmri viku síðan hringdi dyrasíminn hjá okkur og spurt eftir Abdullah. Lárus sagðist ekki heita Abdullah og ekki þekkja neinn slíkan, þar með lauk samtalinu. Eftir nokkrar sekúndur hringir síminn aftur og ég svara. Á illskiljanlegri dönsk/ensku var spurt aftur eftir Abdullah og nú sagðist maður í símanum eiga erindi við hann og í rauninni eiga heima uppi á 1. sal th. Hann sagðist hafa gleymt lyklunum að útidyrahuðinni og þyrfti bara að komast inn ganginn.
Ég opnaði hurðina og hleytpi þeim inn fyrir tvær ástæður:
1. Ég hef mikinn skilning á því vandamáli að týna eða gleyma útidyralyklunum og hef ósjaldan dinglað á allar bjölllur í blokkinni á Laugarnesveginum sem og blokkinni hjá Júlíu þegar ég bjó þar.
2. Ég hef í raun og veru ekki hugmynd um hver býr þarna á móti okkur. Ég hef séð 3 menn fara þarna reglulega inn. Ég hef líka séð börn fara þarna inn með lykla og einu sinni hef ég séð konu fara þarna inn.
Allavega... þegar mennirnir komu upp beið ég að sjálfsögðu spennt á dyragatinu og fylgdist með öllu sem gerðist. Þeir voru í fyrsta lagi ekki með neina lykla og áttu alls ekki heima þarna. Þeir dingluðu dyrabjöllunni en fengu ekkert svar. Þrátt fyrir að fá ekkert svar stóðu þeir í ca klukkutíma og dingluðu dyrabjöllunni, kölluðu inn, lömdu á hurðina og létu frekar ófriðlega. Á endanum var annar maðurinn kominn á fjórar fætur að öskra inn um dyralúguna.
Mér leist ekki neitt á blikuna og kíkti inn á svalir hjá þeim (ef ég teygi mig frekar langt yfir mínar svalir og kíki til hægri sé ég inn til þeirra - frekar obvious og ekki hættulaust svo ég geri það ekkert oft... haha). En það var semsagt opið inn á svalir allt í rúst í stofunni...
Síðan í síðustu viku hefur ekki heyrst nein bænatónlist eða Allah áköll og pósturinn hlaðist upp fyrir framan dyrnar hjá nágrannanum (ég græddi IKEA bækling á því) það virðist hreinlega sem jörðin hafi gleypt hann.
Í dag var mér ekki farið að standa á sama og tók áhættuatriðis-kíkið yfir svalirnar... og viti menn það var allt eins og fyrir viku síðan - allt galopið, hurð og gluggar en enginn heima! Enginn búin að vera heima í heila viku, samt leit allt út eins og þeir hefðu bara ætlað að skreppa eitthvað smá þar sem allt er opið út hjá þeim???
Nú held ég að mennirnir sem komu í heimsókn og lömdu allt að utan hafi bara tekið nágrannann og stungið honum í skottið eða eitthvað þaðan af verra!!
Monday, August 14, 2006
Styttist
Skemmtum okkur vel um helgina. Fórum í enn eitt kveðjupartýið fyrir fólk sem við þekkjum ekki. Gaman að því ;)
Borðuðum æðislegan brunch á sunnudaginn með Ágústi, Hildi og Ingibjörgu. Horfðum síðan á video og áttum frekar næs letidag á Rektorparken 14.
Fengum síðan mjög svo skemmtilega og óvænta heimsókn í gærkvöldi. Tinna og Janus fengu að krassa hjá okkur þangað til að þau fá íbúðina sína aftur. Skemmtilegt að fá óvæntar heimsóknir - fleiri svoleiðis vel þegnar þessa síðustu daga okkur hérna. Syttist óðum í heimkomu - rétt tvær vikur eftir af þessari yndislegu sumardvöl í Köben.
Beck tónleikarnir voru mis. Flott show en alveg glötuð hljómgæði. Hljóðið var eins og á versta skólaballi... sjá nánar www.evahardar.blogdrive.com ef þið viljið lesa kvart og kvein yfir þessu.
Annars bara þangað til næst... hafið það gott.
Borðuðum æðislegan brunch á sunnudaginn með Ágústi, Hildi og Ingibjörgu. Horfðum síðan á video og áttum frekar næs letidag á Rektorparken 14.
Fengum síðan mjög svo skemmtilega og óvænta heimsókn í gærkvöldi. Tinna og Janus fengu að krassa hjá okkur þangað til að þau fá íbúðina sína aftur. Skemmtilegt að fá óvæntar heimsóknir - fleiri svoleiðis vel þegnar þessa síðustu daga okkur hérna. Syttist óðum í heimkomu - rétt tvær vikur eftir af þessari yndislegu sumardvöl í Köben.
Beck tónleikarnir voru mis. Flott show en alveg glötuð hljómgæði. Hljóðið var eins og á versta skólaballi... sjá nánar www.evahardar.blogdrive.com ef þið viljið lesa kvart og kvein yfir þessu.
Annars bara þangað til næst... hafið það gott.
Saturday, August 05, 2006
Tuesday, August 01, 2006
Myndasumarið mikla
Hef örugglega aldrei tekið svona margar myndir á einu sumri... eða á 2/3 af sumri. Skemmtilegar myndir komnar (settar inn 1.8.2006) í Meira Köben albúmið. Restin af myndunum sem teknar verða út Ágúst fara í nýjasta albúmið...
...ótrúleg skipulag alveg hreint finnst ykkur ekki?
Fyndið að renna yfir myndirnar - þær eru orðnar nokkuð margar en alveg skuggalega líkar. Sól og fólk á bryggjunni eða sól og fólk á ströndinni í miðri viku og partýmyndir um helgar...
Við erum sko alveg líka að gera margt annað en að vera í sólbaði og í partýum. Til dæmis að vinna, læra og í ræktinni og svona... það er bara ekki alveg nógu myndvænt efni... eða hvað?
Mér finnst alveg eins og sumarið sé alveg að verða búið - við búin að vera tvo þriðju af tímanum okkar hérna og bara ágúst eftir. Þá er bara um að gera að nýta þennan mánuð vel og gera eitthvað skemmtilegt... eins og til dæmis að fara á Beck tónleika í Tivoli!! :)
...úff sá eldingu inn um gluggann hjá mér, nú koma þrumurnar enn eitt kvöldið. Það er nú reyndar mikið í lagi ef það er alltaf skínandi sól daginn um morguninn!
...ótrúleg skipulag alveg hreint finnst ykkur ekki?
Fyndið að renna yfir myndirnar - þær eru orðnar nokkuð margar en alveg skuggalega líkar. Sól og fólk á bryggjunni eða sól og fólk á ströndinni í miðri viku og partýmyndir um helgar...
Við erum sko alveg líka að gera margt annað en að vera í sólbaði og í partýum. Til dæmis að vinna, læra og í ræktinni og svona... það er bara ekki alveg nógu myndvænt efni... eða hvað?
Mér finnst alveg eins og sumarið sé alveg að verða búið - við búin að vera tvo þriðju af tímanum okkar hérna og bara ágúst eftir. Þá er bara um að gera að nýta þennan mánuð vel og gera eitthvað skemmtilegt... eins og til dæmis að fara á Beck tónleika í Tivoli!! :)
...úff sá eldingu inn um gluggann hjá mér, nú koma þrumurnar enn eitt kvöldið. Það er nú reyndar mikið í lagi ef það er alltaf skínandi sól daginn um morguninn!
Subscribe to:
Posts (Atom)